Sundrung á stjórnarheimilinu að koma upp á yfirborðið Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júní 2024 12:11 Eiríkur Bergmann segir ágreining Sigurðar Inga Jóhannssonar og Guðrúnar Hafsteinssonar vera pólitískan slag í grunninn. Vísir Deila dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um starfshætti lögreglu og netsölu áfengis er til marks um ósætti á stjórnarheimilinu að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði. „Þetta er bara enn ein staðfestingin á sundrungunni á stjórnarheimilinu. Lengst af hefur togstreitan einkum verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Það hefur verið meiri friður Framsóknarflokksins við samstarfsflokkanna, og þá sérstaklega náið samstarf milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. „En þarna kemur ágreiningurinn í ljós, og þetta sýnir okkur það að flokkarnir stilla sér hver með sínum hætti í aðdraganda þingkjörs sem ekki er ýkjalangt í, sama hvernig fer.“ Í byrjun mánaðar sendi heilbrigðsráðherra bréf til fjármálaráðherra þar sem hann lýsti áhyggjum yfir þróun á áfengissölu hér á landi. Í fyrradag sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglunnar vegna netsölunnar. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra að það væri ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að hvetja lögreglu eða saksóknara til að hefja sakamálarannsókn. Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar. „Það eru ekki sérstaklega góðir stjórnarhættir að mismunandi ráðuneyti og ráðherrar ríkisstjórnar séu að segja lögreglunni fyrir verkum, og hvað þá með ólíkum og mótsagnakenndum hætti. Það telst ekki til neinnar fyrirmyndarstjórnsýslu eða hefðbundinna starfshátta,“ segir Eiríkur um málið. Pólitískur slagur í grunninn Ágreiningurinn snúist þó ekki bara um starfshætti lögreglu og hvaða mál hún eigi að rannsaka, heldur sé slagurinn pólitískur. „Þessir flokkar hafa mismunandi afstöðu til ríkiseinokunar í áfengissölu. Það hefur alveg legið ljóst fyrir. Allavega Vinstri grænir og ég tel megnið af Framsóknarflokknum hefur verið fylgjandi ríkiseinokun í áfengissölu. Á meðan eru þeir sem hafa vilja opna fyrir einkasölu á áfengi hafa verið flestir í Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað augljóst pólitísk átakalína.“ Eiríkur segir ríkisstjórnarflokkana að það sé að reynast ríkisstjórnarflokkunum um megn að ráða niðurlögum málsins með pólitískum hætti. „Og því eru þeir að beita fyrir sér öðrum sviðum ríkisvaldsins til þess að ná sínu fram,“ segir hann. „Það að ríkiseinokun á áfengisölu sé smám saman að brotna upp í þjóðfélaginu vegna einkaaðila á markaði án þess að ríkisvaldið viti í hvorn fótinn það á að stíga. Það segir auðvitað heilmikla sögu um málið. Að þetta mál sé allt í einu komið í eitthvað lagalegt tómarúm sem ríkisstjórnin er algjörlega ófær um að takast á við með pólitískum hætti segir mjög margt.“ Katrín hafi oft haldið pottlokinu á Nú var stundum sagt að Katrín Jakobsdóttir væri límið í þessari ríkisstjórn. Hefur brotthvarf hennar einhver áhrif á þetta? „Það var orðið augljóst að óþolið var farið að magnast verulega innan ríkisstjórnarinnar. En Katrínu hafði tekist að halda pottlokinu á því sem kraumaði undir niðri,“ segir Eiríkur sem bætir við að það að hafi haldið Vinstri grænum rólegum að þeir væru með forsætisráðuneytið. „En það er allt bara að brotna upp þó þessi deila sé milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
„Þetta er bara enn ein staðfestingin á sundrungunni á stjórnarheimilinu. Lengst af hefur togstreitan einkum verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Það hefur verið meiri friður Framsóknarflokksins við samstarfsflokkanna, og þá sérstaklega náið samstarf milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. „En þarna kemur ágreiningurinn í ljós, og þetta sýnir okkur það að flokkarnir stilla sér hver með sínum hætti í aðdraganda þingkjörs sem ekki er ýkjalangt í, sama hvernig fer.“ Í byrjun mánaðar sendi heilbrigðsráðherra bréf til fjármálaráðherra þar sem hann lýsti áhyggjum yfir þróun á áfengissölu hér á landi. Í fyrradag sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglunnar vegna netsölunnar. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra að það væri ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að hvetja lögreglu eða saksóknara til að hefja sakamálarannsókn. Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar. „Það eru ekki sérstaklega góðir stjórnarhættir að mismunandi ráðuneyti og ráðherrar ríkisstjórnar séu að segja lögreglunni fyrir verkum, og hvað þá með ólíkum og mótsagnakenndum hætti. Það telst ekki til neinnar fyrirmyndarstjórnsýslu eða hefðbundinna starfshátta,“ segir Eiríkur um málið. Pólitískur slagur í grunninn Ágreiningurinn snúist þó ekki bara um starfshætti lögreglu og hvaða mál hún eigi að rannsaka, heldur sé slagurinn pólitískur. „Þessir flokkar hafa mismunandi afstöðu til ríkiseinokunar í áfengissölu. Það hefur alveg legið ljóst fyrir. Allavega Vinstri grænir og ég tel megnið af Framsóknarflokknum hefur verið fylgjandi ríkiseinokun í áfengissölu. Á meðan eru þeir sem hafa vilja opna fyrir einkasölu á áfengi hafa verið flestir í Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað augljóst pólitísk átakalína.“ Eiríkur segir ríkisstjórnarflokkana að það sé að reynast ríkisstjórnarflokkunum um megn að ráða niðurlögum málsins með pólitískum hætti. „Og því eru þeir að beita fyrir sér öðrum sviðum ríkisvaldsins til þess að ná sínu fram,“ segir hann. „Það að ríkiseinokun á áfengisölu sé smám saman að brotna upp í þjóðfélaginu vegna einkaaðila á markaði án þess að ríkisvaldið viti í hvorn fótinn það á að stíga. Það segir auðvitað heilmikla sögu um málið. Að þetta mál sé allt í einu komið í eitthvað lagalegt tómarúm sem ríkisstjórnin er algjörlega ófær um að takast á við með pólitískum hætti segir mjög margt.“ Katrín hafi oft haldið pottlokinu á Nú var stundum sagt að Katrín Jakobsdóttir væri límið í þessari ríkisstjórn. Hefur brotthvarf hennar einhver áhrif á þetta? „Það var orðið augljóst að óþolið var farið að magnast verulega innan ríkisstjórnarinnar. En Katrínu hafði tekist að halda pottlokinu á því sem kraumaði undir niðri,“ segir Eiríkur sem bætir við að það að hafi haldið Vinstri grænum rólegum að þeir væru með forsætisráðuneytið. „En það er allt bara að brotna upp þó þessi deila sé milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira