„Betur borgandi ferðamenn“ enginn bjargvættur ferðaþjónustunnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júní 2024 16:47 Bjarnheiður segir að umræða um að hér vanti „betur borgandi ferðamenn“ standist ekki skoðun Vísir Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar geldur varhug við umræðu um „betur borgandi ferðamenn,“ en hún segir hugtakið vera nokkurs konar klisju. Hún segir að óþægilega mikið hafi dregið úr eftirspurn hins almenna ferðamanns, sem eyðir hér að jafnaði hundruðum þúsunda hver. Ísland hafi dregið lappirnar í markaðssetningu um árabil. Bjarnheiður Hallsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar birti pistil á Vísi í dag þar sem hún velti vöngum yfir því hver þessi „betur borgandi ferðamaður“ væri eiginlega. Hann hafi aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því „algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði,“ segir í pistlinum. Hins vegar sé þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar sem hinn eini sanni bjargvættur ferðaþjónustunnar, þegar skóinn kreppir að. Hún segir að sterkefnaðir ferðamenn sem kaupi hér bestu gistingu sem er í boði, borði góðan mat á fínum veitingahúsum, drekki dýr vín og séu gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum og svo framvegis séu vissulega frábærir viðskiptavinir. Hins vegar sé ekki hægt miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum að sinna eingöngu þessum markhópi eingöngu, það sé skammtímalausn í niðursveiflu. Það sé þó ágætt markmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara í framtíðinni. Gullfoss hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður landsinsArnar Halldórsson Hinn almenni ferðamaður eyði gríðarlegum fjármunum Bjarnheiður segir í samtali við fréttastofu að hinn almenni ferðamaður, sem eyðir hér ef til vill viku eða tveimur, gistir á gististöðum víða um land, leigir bíl, borðar á veitingastöðum og kaupir almenna þjónustu og vörur eyði hér mörg hundruðum þúsunda hver. Þetta sé burðarstykkið í íslenskri ferðaþjónustu, ekki auðmenn, þó þeir séu velkomin viðbót. „Dregið hefur óþægilega mikið úr eftirspurn hins almenna ferðamanns. Svo við vitum ekkert hvernig framhaldið verður, ef við grípum ekki til aðgerða,“ segir Bjarnheiður. En hvað með puttaferðalanginn, sem gistir í tjaldi í vegköntum og borðar bara samlokur úr Bónus? „Jú auðvitað eru ferðamenn sem eyða ekki nóg hérna. Þeir munu alltaf vera til og allt í lagi með það, en við viljum ekki aktívt vera að sækja þá. En svo er það líka sagt að þeir geti orðið ferðamenn framtíðarinnar, þeir komi hingað aftur seinna með fjölskyldur sínar,“ segir Bjarnheiður. Puttaferðalangar sem eyða síður peningum verða alltaf til segir Bjarnheiður, og allt í góðu með það. Þeir geti seinna orðið að hefðbundnari ferðamanni sem kemur hingað með fjölskyldu sinni.Getty Verðlag of hátt Bjarnheiður segir að samdráttinn á Íslandi megi að miklu leyti rekja beint í verðið. Ísland sé rándýrt ferðamannaland sem rekist öðru hvoru upp í verðþakið, eins og virðist nú vera tilfellið. Hár launakostnaður, óhófleg skattlagning, hár fjármagnskostnaður, og of sterk króna valdi þessu. Hún segir meira að segja Noregur sé ódýrara land en við sem stendur. „Það er mikill vöxtur í ferðalögum til Noregs og Finnlands til dæmis, sem við rekjum beint í verðið,“ segir Bjarnheiður. Verðlagningin hafi gríðarleg áhrif, en markaðssetningin, eða öllu heldur skortur á henni, líka. Hún telur fréttaflutning erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga ekki hafa haft teljandi áhrif. Einhver umræða hefur verið um það að umfjöllun erlendis hafi verið á þann veg að hér væri neyðarástand vegna eldgossins í Grindavík, og það hafi haft fælandi áhrif á ferðamenn. „Það eru svona deildar meiningar um það, ég til dæmis hef ekki trú á því að það sé að hafa mikil áhrif almennt. En sumir vilja meina að hafi haft einhver áhrif á tímabili þegar þetta stóð sem hæst, en við vitum það ekki nákvæmlega.“ Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar var til viðtals um horfur í ferðaþjónustunni á Stöð 2 um daginn. Miklir eftirbátar í neytendamarkaðssetningu Bjarnheiður telur að ekki hafi verið haldið nógu vel á spöðunum í markaðssetningu eða vörukynningu. Við séum miklir eftirbátar samkeppnislanda okkar hvað það varðar. „Til dæmis höfum við hætt neytendamarkaðssetningu, á meðan keppinautar okkar hafa eytt miklum fjárhæðum í neytendamarkaðssetningu á þessum sömu mörkuðum og við erum að vinna.“ Hvernig stendur á því að við höfum dregið lappirnar hvað þetta varðar? „Það væri sniðugast að tala við fjármálaráðuneytið um það af hverju við erum ekki að setja pening í markaðssetningu,“ segir Bjarnheiður. Frá Þingvöllum í fyrra.Arnar Halldórsson Ísland hafi fallið hratt niður lista hjá World economic forum, sem hefur birt travel and tourism index fyrir árið 2024. „Þar höfum við hrapað niður tíu sæti frá því í fyrra og sitjum í 32. sæti, neðst Norðurlandanna.“ Ekki þurfi mikinn samdrátt í ferðaþjónustu til að trompa einn loðnubrest Hvernig leysum við þennan vanda? „Lausnirnar eru þær að við verðum að hugsa okkar gang hvað varðar markaðssetninguna, við þurfum að gera það á sambærilegan hátt og okkar samkeppnislönd, við höfum dregist afturúr. Svo þurfum við að skoða skattlagningu á greinina, um áramótin var settur á gistináttaskattur, sem fer auðvitað út í verðlagið,“ segir Bjarnheiður. Á sjóndeildarhringnum séu svo ýmsar hugmyndir stjórnmálamanna um að skattleggja greinina enn frekar. „Þetta er flókið, ekkert er einfalt í þessu, við þurfum að hugsa okkar gang. Bæði stjórnvöld og við sem rekum fyrirtæki,“ segir Bjarnveig. Hún segir jafnframt að ekki þurfi mikinn samdrátt í ferðaþjónustu til að trompa þjóðhagslega höggið við loðnubrest. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. 22. maí 2024 16:39 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar birti pistil á Vísi í dag þar sem hún velti vöngum yfir því hver þessi „betur borgandi ferðamaður“ væri eiginlega. Hann hafi aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því „algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði,“ segir í pistlinum. Hins vegar sé þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar sem hinn eini sanni bjargvættur ferðaþjónustunnar, þegar skóinn kreppir að. Hún segir að sterkefnaðir ferðamenn sem kaupi hér bestu gistingu sem er í boði, borði góðan mat á fínum veitingahúsum, drekki dýr vín og séu gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum og svo framvegis séu vissulega frábærir viðskiptavinir. Hins vegar sé ekki hægt miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum að sinna eingöngu þessum markhópi eingöngu, það sé skammtímalausn í niðursveiflu. Það sé þó ágætt markmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara í framtíðinni. Gullfoss hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður landsinsArnar Halldórsson Hinn almenni ferðamaður eyði gríðarlegum fjármunum Bjarnheiður segir í samtali við fréttastofu að hinn almenni ferðamaður, sem eyðir hér ef til vill viku eða tveimur, gistir á gististöðum víða um land, leigir bíl, borðar á veitingastöðum og kaupir almenna þjónustu og vörur eyði hér mörg hundruðum þúsunda hver. Þetta sé burðarstykkið í íslenskri ferðaþjónustu, ekki auðmenn, þó þeir séu velkomin viðbót. „Dregið hefur óþægilega mikið úr eftirspurn hins almenna ferðamanns. Svo við vitum ekkert hvernig framhaldið verður, ef við grípum ekki til aðgerða,“ segir Bjarnheiður. En hvað með puttaferðalanginn, sem gistir í tjaldi í vegköntum og borðar bara samlokur úr Bónus? „Jú auðvitað eru ferðamenn sem eyða ekki nóg hérna. Þeir munu alltaf vera til og allt í lagi með það, en við viljum ekki aktívt vera að sækja þá. En svo er það líka sagt að þeir geti orðið ferðamenn framtíðarinnar, þeir komi hingað aftur seinna með fjölskyldur sínar,“ segir Bjarnheiður. Puttaferðalangar sem eyða síður peningum verða alltaf til segir Bjarnheiður, og allt í góðu með það. Þeir geti seinna orðið að hefðbundnari ferðamanni sem kemur hingað með fjölskyldu sinni.Getty Verðlag of hátt Bjarnheiður segir að samdráttinn á Íslandi megi að miklu leyti rekja beint í verðið. Ísland sé rándýrt ferðamannaland sem rekist öðru hvoru upp í verðþakið, eins og virðist nú vera tilfellið. Hár launakostnaður, óhófleg skattlagning, hár fjármagnskostnaður, og of sterk króna valdi þessu. Hún segir meira að segja Noregur sé ódýrara land en við sem stendur. „Það er mikill vöxtur í ferðalögum til Noregs og Finnlands til dæmis, sem við rekjum beint í verðið,“ segir Bjarnheiður. Verðlagningin hafi gríðarleg áhrif, en markaðssetningin, eða öllu heldur skortur á henni, líka. Hún telur fréttaflutning erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga ekki hafa haft teljandi áhrif. Einhver umræða hefur verið um það að umfjöllun erlendis hafi verið á þann veg að hér væri neyðarástand vegna eldgossins í Grindavík, og það hafi haft fælandi áhrif á ferðamenn. „Það eru svona deildar meiningar um það, ég til dæmis hef ekki trú á því að það sé að hafa mikil áhrif almennt. En sumir vilja meina að hafi haft einhver áhrif á tímabili þegar þetta stóð sem hæst, en við vitum það ekki nákvæmlega.“ Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar var til viðtals um horfur í ferðaþjónustunni á Stöð 2 um daginn. Miklir eftirbátar í neytendamarkaðssetningu Bjarnheiður telur að ekki hafi verið haldið nógu vel á spöðunum í markaðssetningu eða vörukynningu. Við séum miklir eftirbátar samkeppnislanda okkar hvað það varðar. „Til dæmis höfum við hætt neytendamarkaðssetningu, á meðan keppinautar okkar hafa eytt miklum fjárhæðum í neytendamarkaðssetningu á þessum sömu mörkuðum og við erum að vinna.“ Hvernig stendur á því að við höfum dregið lappirnar hvað þetta varðar? „Það væri sniðugast að tala við fjármálaráðuneytið um það af hverju við erum ekki að setja pening í markaðssetningu,“ segir Bjarnheiður. Frá Þingvöllum í fyrra.Arnar Halldórsson Ísland hafi fallið hratt niður lista hjá World economic forum, sem hefur birt travel and tourism index fyrir árið 2024. „Þar höfum við hrapað niður tíu sæti frá því í fyrra og sitjum í 32. sæti, neðst Norðurlandanna.“ Ekki þurfi mikinn samdrátt í ferðaþjónustu til að trompa einn loðnubrest Hvernig leysum við þennan vanda? „Lausnirnar eru þær að við verðum að hugsa okkar gang hvað varðar markaðssetninguna, við þurfum að gera það á sambærilegan hátt og okkar samkeppnislönd, við höfum dregist afturúr. Svo þurfum við að skoða skattlagningu á greinina, um áramótin var settur á gistináttaskattur, sem fer auðvitað út í verðlagið,“ segir Bjarnheiður. Á sjóndeildarhringnum séu svo ýmsar hugmyndir stjórnmálamanna um að skattleggja greinina enn frekar. „Þetta er flókið, ekkert er einfalt í þessu, við þurfum að hugsa okkar gang. Bæði stjórnvöld og við sem rekum fyrirtæki,“ segir Bjarnveig. Hún segir jafnframt að ekki þurfi mikinn samdrátt í ferðaþjónustu til að trompa þjóðhagslega höggið við loðnubrest.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. 22. maí 2024 16:39 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. 22. maí 2024 16:39