Umræða sem eigi ekki við rök að styðjast Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 20:02 Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og formaður starfshóps bæjarins um Carbfix. Aðsend/Vilhelm „Það er alveg skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur þegar þetta er svona nýtt verkefni. Það hafa verið mjög aðgengilegar upplýsingar að verkefninu. Síðan fer vissulega alltaf af stað umræður sem eiga ekki við rök að styðjast og það er bara eðlilegt. Þá bendir maður bara fólki á að kynna sér málið betur.“ Þetta segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og formaður starfshóps bæjarins um Carbfix, í samtali við Vísi inntur eftir viðbrögðum við áhyggjum íbúa í Hafnarfirði vegna væntanlegra framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, steinsnar frá Völlunum. 1.700 meðlimir nú í hópnum Eins og greint hefur verið frá var stofnaður mótmælahópur á Facebook fyrir fjórum dögum sem telur nú um 1.700 meðlimi. Í hópnum er krafist þess að fallið verði frá fyrirhuguðum framkvæmdum en tíu borteigar munu verða reistir á svæðinu sunnan Straumsvíkur til að dæla koldíoxíð niður í bergið. „Mér heyrist umræðan snúast um nálægð borteiganna við íbúðabyggð. Borteigurinn sem á að vera næst íbúðabyggð er ekki áætlaður fyrr en í fjórða fasa verkefnisins. Carbfix hefur áður sagt að mögulega verða ekki allir þessir borteigar þegar upp er staðið, því mögulega verður nýtingin á hverjum borteig meiri en menn búast við og þá er ekki þörf á öllum borteigunum,“ segir Valdimar. Sjálfsagt að skoða kosningu um málið Spurður hvort það komi til greina að kjósa um verkefnið eða falla frá því eins og meðlimir mótmælahópsins hafa kallað eftir segir Valdimar að það sé sjálfsagt að skoða kosningu ef íbúar óska eftir því. „Ef það kemur í ljós að þetta gengur ekki upp ef fjármögnun gengur ekki upp og ef að það verður ekki af þessu og svo framvegis. Við eru með allar vörður til að tryggja að bærinn sé með sem minnsta áhættu þegar við förum af stað með verkefnið. Bæjarstjórn telur að það geti orið mikill ávinningur fyrir bæinn af verkefninu en við viljum tryggja að það sé ekki farið af stað í eitthvað risa verkefni sem verður ekki af og bærinn búinn að skuldsetja sig.“ Kostnaðurinn muni ekki leggjast á íbúa Meðlimir mótmælahópsins hafa jafnframt gagnrýnt að Hafnarfjarðarbær muni stækka höfnina við Straumsvík til að taka á móti tankskipum sem munu flytja koldíoxíð til landsins. Í hópnum er því haldið fram að stækkunin kosti um níu til fimmtán milljarða og að kostnaðurinn muni leggjast á íbúa í formi útsvars. Spurður hvort að þetta sé satt svarar Valdimar því neitandi og segir þetta dæmi um rangfærslu varðandi málið. „Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga hafnarinnar er í kringum níu til tíu milljarðar. Það er alveg ljóst að Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða ýmsar leiðir til fjármögnunar því það er ekki þannig að bæjarfélagið sé að fara skuldsetja sig fyrir svona áhættusamt verkefni,“ segir Valdimar. Tekjumöguleikar fyrir bæjarfélagið Hann segir samtal sem varðar fjármögnun hafnarstækkunarinnar sé nú að hefjast og að það sé verið að ganga frá lausum endum varðandi verkefnið. Hann ítrekar einnig að aðeins sé búið að skrifa undir viljayfirlýsingu varðandi samstarfið og að allt sé því enn á byrjunarreiti. Spurður hvort að hafnarstækkunin verði eingöngu nýtt til að taka á móti tankskipum sem flytja koldíoxíð segir hann fyrsta fasa stækkunarinnar vera einungis til þess. „Þegar það er talað um fimmtán milljarða þá er talað um áfanga tvö og áfanga þrjú sem er sem sagt hafnarbakki tvö og þrjú og það eru hafnarbakkar sem að Hafnarfjarðarbær getur nýtt og fleiri aðilar en Carbdix,“ segir hann og bendir á að þetta bjóði upp á tekjumöguleika út frá hafnargjöldum. Þrír kynningarfundir og fjórði væntanlegur Spurður hvort að Hafnarfjarðarbær hefði getað staðið betur að upplýsingagjöf og samráði til að sefa áhyggjur bæjarbúa bendir Valdimar á að það sé búið að halda þrjá kynningarfundi fyrir íbúa vegna málsins. „Þar var farið vel yfir meðal annars staðsetningu borteiga og í hverju þetta felst og fjármögnun og síðan er annar fundur á dagskrá 20. júní þar sem farið verður yfir umhverfismat sem snýr að hafnargerðinni.“ Jafnframt bendir Valdimar á að aðgengilegar og skýrar upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á vefsíðu Carbfix. Valdimar ítrekar þó að áhyggjur íbúa séu eðlilegar en að það væri gott ef fólk myndi kynna sér verkfenið til hlítar. Hafnarfjörður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Þetta segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og formaður starfshóps bæjarins um Carbfix, í samtali við Vísi inntur eftir viðbrögðum við áhyggjum íbúa í Hafnarfirði vegna væntanlegra framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, steinsnar frá Völlunum. 1.700 meðlimir nú í hópnum Eins og greint hefur verið frá var stofnaður mótmælahópur á Facebook fyrir fjórum dögum sem telur nú um 1.700 meðlimi. Í hópnum er krafist þess að fallið verði frá fyrirhuguðum framkvæmdum en tíu borteigar munu verða reistir á svæðinu sunnan Straumsvíkur til að dæla koldíoxíð niður í bergið. „Mér heyrist umræðan snúast um nálægð borteiganna við íbúðabyggð. Borteigurinn sem á að vera næst íbúðabyggð er ekki áætlaður fyrr en í fjórða fasa verkefnisins. Carbfix hefur áður sagt að mögulega verða ekki allir þessir borteigar þegar upp er staðið, því mögulega verður nýtingin á hverjum borteig meiri en menn búast við og þá er ekki þörf á öllum borteigunum,“ segir Valdimar. Sjálfsagt að skoða kosningu um málið Spurður hvort það komi til greina að kjósa um verkefnið eða falla frá því eins og meðlimir mótmælahópsins hafa kallað eftir segir Valdimar að það sé sjálfsagt að skoða kosningu ef íbúar óska eftir því. „Ef það kemur í ljós að þetta gengur ekki upp ef fjármögnun gengur ekki upp og ef að það verður ekki af þessu og svo framvegis. Við eru með allar vörður til að tryggja að bærinn sé með sem minnsta áhættu þegar við förum af stað með verkefnið. Bæjarstjórn telur að það geti orið mikill ávinningur fyrir bæinn af verkefninu en við viljum tryggja að það sé ekki farið af stað í eitthvað risa verkefni sem verður ekki af og bærinn búinn að skuldsetja sig.“ Kostnaðurinn muni ekki leggjast á íbúa Meðlimir mótmælahópsins hafa jafnframt gagnrýnt að Hafnarfjarðarbær muni stækka höfnina við Straumsvík til að taka á móti tankskipum sem munu flytja koldíoxíð til landsins. Í hópnum er því haldið fram að stækkunin kosti um níu til fimmtán milljarða og að kostnaðurinn muni leggjast á íbúa í formi útsvars. Spurður hvort að þetta sé satt svarar Valdimar því neitandi og segir þetta dæmi um rangfærslu varðandi málið. „Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga hafnarinnar er í kringum níu til tíu milljarðar. Það er alveg ljóst að Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða ýmsar leiðir til fjármögnunar því það er ekki þannig að bæjarfélagið sé að fara skuldsetja sig fyrir svona áhættusamt verkefni,“ segir Valdimar. Tekjumöguleikar fyrir bæjarfélagið Hann segir samtal sem varðar fjármögnun hafnarstækkunarinnar sé nú að hefjast og að það sé verið að ganga frá lausum endum varðandi verkefnið. Hann ítrekar einnig að aðeins sé búið að skrifa undir viljayfirlýsingu varðandi samstarfið og að allt sé því enn á byrjunarreiti. Spurður hvort að hafnarstækkunin verði eingöngu nýtt til að taka á móti tankskipum sem flytja koldíoxíð segir hann fyrsta fasa stækkunarinnar vera einungis til þess. „Þegar það er talað um fimmtán milljarða þá er talað um áfanga tvö og áfanga þrjú sem er sem sagt hafnarbakki tvö og þrjú og það eru hafnarbakkar sem að Hafnarfjarðarbær getur nýtt og fleiri aðilar en Carbdix,“ segir hann og bendir á að þetta bjóði upp á tekjumöguleika út frá hafnargjöldum. Þrír kynningarfundir og fjórði væntanlegur Spurður hvort að Hafnarfjarðarbær hefði getað staðið betur að upplýsingagjöf og samráði til að sefa áhyggjur bæjarbúa bendir Valdimar á að það sé búið að halda þrjá kynningarfundi fyrir íbúa vegna málsins. „Þar var farið vel yfir meðal annars staðsetningu borteiga og í hverju þetta felst og fjármögnun og síðan er annar fundur á dagskrá 20. júní þar sem farið verður yfir umhverfismat sem snýr að hafnargerðinni.“ Jafnframt bendir Valdimar á að aðgengilegar og skýrar upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á vefsíðu Carbfix. Valdimar ítrekar þó að áhyggjur íbúa séu eðlilegar en að það væri gott ef fólk myndi kynna sér verkfenið til hlítar.
Hafnarfjörður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira