Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2024 20:40 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Sigurjón Ólason Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. Eldgosið sem núna stendur yfir hófst með miklum látum fyrir fimmtán dögum. Í nýju yfirliti sem Veðurstofan birti í dag segir að hraunbreiðan í þessu gosi sé sú stærsta að flatar- og rúmmáli í þeim fimm eldgosum sem orðið hafa á svæðinu frá því í desember. En það er fleira sem Þorvaldur Þórðarson les úr nýjustu gögnum: Flæði kviku úr dýpra kvikuhólfinu undir Svartsengi, sem fæðir eldgosin, heldur áfram að minnka. Yfirstandandi eldgos hófst þann 29. maí síðastliðinn.Vilhelm Gunnarsson „Það er svona á bilinu fjórir til sex rúmmetrar á sekúndu. Og þetta er mun minna en var fyrir jól. Þá var þetta um það bil níu rúmmetrar á sekúndu. Þannig að þetta hefur eiginlega helmingast og virðist vera á niðurleið. Og halda áfram að vera á niðurleið. Og ef fer sem horfir þá náum við núllpunktinum í lok sumars,” segir eldfjallafræðingurinn í fréttum Stöðvar 2. Hann segir eldfjallafræðin miða við að gosum ljúki þegar kvikuflæðið sé komið niður í tvo til þrjá rúmmetra á sekúndu. En verður þetta þá hugsanlega síðasta gosið? „Umbrotin gætu stöðvast þá síðsumars. Þetta gæti orðið síðasta gosið í þessari hrinu.” -En telur hann þá að umbrotum á þessu svæði geti þar með verið lokið? „Já, það eru góðar líkur á því að þetta séu eiginlega andarslitrurnar á þessum umbrotum á Sundhnúkareininni. Svo er bara spurning hvað kemur næst.” Varnargarðar umlykja núna Grindavík að mestu.Arnar Halldórsson -Gætu menn þá jafnvel síðsumars farið að huga að því að byggja Grindavík aftur? „Ég mundi halda það, já. Og maður náttúrlega heldur í þá von að það verði hægt. En það er náttúrlega er ýmislegt sem þarf að huga að áður en menn geta farið að flytja í bæinn. Það er fullt af sprungum þarna sem eru ennþá opnar og það getur vel verið að það haldist einhver hreyfing á þessum sprungum áfram eftir sumarið. Þannig að það þarf að leyfa þessu svona að jafna sig. En maður er að halda í þá von að það sé hægt að fara að huga að því að byggja upp Grindavík aftur bara með haustinu,” segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13. júní 2024 16:20 Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. 11. júní 2024 10:41 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Eldgosið sem núna stendur yfir hófst með miklum látum fyrir fimmtán dögum. Í nýju yfirliti sem Veðurstofan birti í dag segir að hraunbreiðan í þessu gosi sé sú stærsta að flatar- og rúmmáli í þeim fimm eldgosum sem orðið hafa á svæðinu frá því í desember. En það er fleira sem Þorvaldur Þórðarson les úr nýjustu gögnum: Flæði kviku úr dýpra kvikuhólfinu undir Svartsengi, sem fæðir eldgosin, heldur áfram að minnka. Yfirstandandi eldgos hófst þann 29. maí síðastliðinn.Vilhelm Gunnarsson „Það er svona á bilinu fjórir til sex rúmmetrar á sekúndu. Og þetta er mun minna en var fyrir jól. Þá var þetta um það bil níu rúmmetrar á sekúndu. Þannig að þetta hefur eiginlega helmingast og virðist vera á niðurleið. Og halda áfram að vera á niðurleið. Og ef fer sem horfir þá náum við núllpunktinum í lok sumars,” segir eldfjallafræðingurinn í fréttum Stöðvar 2. Hann segir eldfjallafræðin miða við að gosum ljúki þegar kvikuflæðið sé komið niður í tvo til þrjá rúmmetra á sekúndu. En verður þetta þá hugsanlega síðasta gosið? „Umbrotin gætu stöðvast þá síðsumars. Þetta gæti orðið síðasta gosið í þessari hrinu.” -En telur hann þá að umbrotum á þessu svæði geti þar með verið lokið? „Já, það eru góðar líkur á því að þetta séu eiginlega andarslitrurnar á þessum umbrotum á Sundhnúkareininni. Svo er bara spurning hvað kemur næst.” Varnargarðar umlykja núna Grindavík að mestu.Arnar Halldórsson -Gætu menn þá jafnvel síðsumars farið að huga að því að byggja Grindavík aftur? „Ég mundi halda það, já. Og maður náttúrlega heldur í þá von að það verði hægt. En það er náttúrlega er ýmislegt sem þarf að huga að áður en menn geta farið að flytja í bæinn. Það er fullt af sprungum þarna sem eru ennþá opnar og það getur vel verið að það haldist einhver hreyfing á þessum sprungum áfram eftir sumarið. Þannig að það þarf að leyfa þessu svona að jafna sig. En maður er að halda í þá von að það sé hægt að fara að huga að því að byggja upp Grindavík aftur bara með haustinu,” segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13. júní 2024 16:20 Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. 11. júní 2024 10:41 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13. júní 2024 16:20
Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. 11. júní 2024 10:41
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44