Safnað fyrir gróðurskála á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2024 19:59 Hér má sjá hvernig nýi gróðurskálinn við Klausturhóla mun líta út inn í garðinum við heimilið. Aðsend Það stendur mikið til á Kirkjubæjarklaustri á morgun því þá hefst formlega söfnun fyrir gróðurskála við hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla. Slíkur skáli kostar á milli 40 og 50 milljónir króna og mun nýtast öllum eldri borgurum í Skaftárhreppi. Klausturhóladagurinn er á morgun, sunnudaginn 16. júní en það er árlegur hátíðisdagur heimilis- og starfsfólks Klausturhóla þar sem verður meðal annars til sýnis og sölu handverk heimilismanna. Þennan dag hefst líka formlega söfnun á gróðurskála við heimilið. Handverk heimilisfólks verður til sýnis og sölu á Klausturhóladeginum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum að fara að setja upp gróðurskála, heljar mikla byggingu, sem verður um 60 fermetrar. Það myndi gera mikið fyrir okkur en skálinn er ekki bara hugsað fyrir okkur, heldur líka fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu að koma hér og eiga góða stund saman, pota í mold og setjast niður og fá sér kaffisopa og kannski að taka í spil,” segir Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla. Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla úti í garði við heimilið þar sem gróðurskálinn verður byggður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök gróðurskálanefnd er að störfum vegna söfnunarinnar en samkvæmt upplýsingum þaðan er talið að gróðurskálinn gæti kostað á milli 40 og 50 milljónir króna. Nú þegar hefur fengist styrkur úr framkvæmdasjóði aldraðra til að byrja á byggingunni. „Ég vona að ef söfnunin fer vel af stað núna að það verði byrjað í sumar og svo er spurning hvað það kemst langt þá áður en það verður komin vetur,” bætir Margrét við. Þeir sem vilja taka þátt í söfnunni eða leggja henni lið á einhvern hátt geta haft samband við Margréti eða aðra starfsmenn á Klausturhólum. Hér má sjá upplýsingar um Klausturhóladaginn sunnudaginn 16. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftárhreppur Hjúkrunarheimili Handverk Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Klausturhóladagurinn er á morgun, sunnudaginn 16. júní en það er árlegur hátíðisdagur heimilis- og starfsfólks Klausturhóla þar sem verður meðal annars til sýnis og sölu handverk heimilismanna. Þennan dag hefst líka formlega söfnun á gróðurskála við heimilið. Handverk heimilisfólks verður til sýnis og sölu á Klausturhóladeginum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum að fara að setja upp gróðurskála, heljar mikla byggingu, sem verður um 60 fermetrar. Það myndi gera mikið fyrir okkur en skálinn er ekki bara hugsað fyrir okkur, heldur líka fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu að koma hér og eiga góða stund saman, pota í mold og setjast niður og fá sér kaffisopa og kannski að taka í spil,” segir Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla. Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Klausturhóla úti í garði við heimilið þar sem gróðurskálinn verður byggður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök gróðurskálanefnd er að störfum vegna söfnunarinnar en samkvæmt upplýsingum þaðan er talið að gróðurskálinn gæti kostað á milli 40 og 50 milljónir króna. Nú þegar hefur fengist styrkur úr framkvæmdasjóði aldraðra til að byrja á byggingunni. „Ég vona að ef söfnunin fer vel af stað núna að það verði byrjað í sumar og svo er spurning hvað það kemst langt þá áður en það verður komin vetur,” bætir Margrét við. Þeir sem vilja taka þátt í söfnunni eða leggja henni lið á einhvern hátt geta haft samband við Margréti eða aðra starfsmenn á Klausturhólum. Hér má sjá upplýsingar um Klausturhóladaginn sunnudaginn 16. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skaftárhreppur Hjúkrunarheimili Handverk Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira