Ítalía kom til baka gegn Albaníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2024 21:10 Ítalír fagna marki Nicolo Barella. AP Photo/Alessandra Tarantino Ítalía hefur Evrópumót karla í knattspyrnu á 2-1 sigri á Albaníu eftir að lenda undir á fyrstu mínútu. Um var að ræða fljótasta mark í sögu EM. Snemma leiks áttu Ítalir innkast nálægt eigin vítateig. Federico Dimarco ákvað að kasta boltanum heldur laust í átt að eigin vítateig og það sem meira var, á engan ákveðinn leikmann. Það nýtti Nedim Bajrami sér, náði boltanum og fór framhjá miðverði Ítalíu áður en hann þrumaði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi og staðan orðin 1-0 Albaníu í vil. 🇦🇱 Fastest goal in EURO history 🌪️🙌#EURO2024 | #ITAALB pic.twitter.com/7wl249EM1P— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 15, 2024 Ítalir voru þó ekki lengi að taka við sér. Rétt rúmum tíu mínútum fékk Ítalía hornspyrnu sem var tekin stutt, Lorenzo Pellegrini gaf fyrir og þar var Alessandro Bastoni einn á auðum sjó og stangaði boltann í netið. Fimm mínútum síðar kom Nicolo Barella Ítalíu yfir með frábæru skoti eftir að Albaníu mistókst að hreinsa boltann eftir sendingu inn á teig. Staðan orðin 2-1 og reyndust það hálfleikstölur. 🇮🇹😤#EURO2024 | #ITAALB pic.twitter.com/0J7JeXXUIr— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 15, 2024 Ítalía ákvað að halda fengnum hlut í síðari hálfleik og gekk það, lokatölur 2-1. Það eru því Ítalía og Spánn sem eru með þrjú stig að lokinni einni umferð í B-riðli á meðan Albanía og Króatía eru án stiga. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti
Ítalía hefur Evrópumót karla í knattspyrnu á 2-1 sigri á Albaníu eftir að lenda undir á fyrstu mínútu. Um var að ræða fljótasta mark í sögu EM. Snemma leiks áttu Ítalir innkast nálægt eigin vítateig. Federico Dimarco ákvað að kasta boltanum heldur laust í átt að eigin vítateig og það sem meira var, á engan ákveðinn leikmann. Það nýtti Nedim Bajrami sér, náði boltanum og fór framhjá miðverði Ítalíu áður en hann þrumaði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi og staðan orðin 1-0 Albaníu í vil. 🇦🇱 Fastest goal in EURO history 🌪️🙌#EURO2024 | #ITAALB pic.twitter.com/7wl249EM1P— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 15, 2024 Ítalir voru þó ekki lengi að taka við sér. Rétt rúmum tíu mínútum fékk Ítalía hornspyrnu sem var tekin stutt, Lorenzo Pellegrini gaf fyrir og þar var Alessandro Bastoni einn á auðum sjó og stangaði boltann í netið. Fimm mínútum síðar kom Nicolo Barella Ítalíu yfir með frábæru skoti eftir að Albaníu mistókst að hreinsa boltann eftir sendingu inn á teig. Staðan orðin 2-1 og reyndust það hálfleikstölur. 🇮🇹😤#EURO2024 | #ITAALB pic.twitter.com/0J7JeXXUIr— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 15, 2024 Ítalía ákvað að halda fengnum hlut í síðari hálfleik og gekk það, lokatölur 2-1. Það eru því Ítalía og Spánn sem eru með þrjú stig að lokinni einni umferð í B-riðli á meðan Albanía og Króatía eru án stiga.
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti