Refsing manns sem nauðgaði þroskaskertum konum milduð verulega Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 14. júní 2024 15:54 Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm yfir tæplega sextugum karlmanni vegna ýmissa brota, þar á meðal vegna fjölda kynferðisbrota gegn konum með þroskaskerðingu. Hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í stað sex ára. Landsréttur var sammála héraðsdómi um að tornæmi mannsins stæði ekki í vegi fyrir því að hann yrði dæmdur til fangelsisvistar. Maðurinn var ákærður fyrir ýmis kynferðisbrot gegn fjórum konum sem áttu sér stað frá árinu 2014 til 2018. Hann var sakfelldur fyrir að brjóta gegn þremur kvennanna í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2022 og hlaut sex ára fangelsisdóm. Landsréttur sakfelldi manninn fyrir brot gegn tveimur kvennanna en sýknaði af ákæru fyrir þrjú kynferðisbrot gegn þriðju konunni. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Ákæruliðir málsins voru fjórir talsins, en sumir þeirra innihéldu nokkur brot. Þekkti allar konurnar Manninum voru meðal annars gefnar að sök nauðganir, hótanir um að drepa sjálfan sig, eða birta nektarmyndir af konunum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að plata eina konuna til að taka út pening í hraðbanka og nota hann svo sjálfur. Vísir fjallaði um ákæruna á sínum tíma. Hann var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Í ákæru málsins kom fram að maðurinn þekkti konurnar, en að hann væri ekki bundinn þeim fjölskylduböndum. Ekki ósakhæfur Maðurinn bar það fyrir sig að hann væri ósakhæfur vegna eigin þroskaskerðingar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn tornæmi, sem falli ekki undir þroskahömlun, andlegan vanþroska eða annars konar samsvarandi ástand sem yrði til þess að hann stjórni ekki gjörðum sínum. Landsréttur var sammála héraðsdómi og taldi ákvæði almennra hegningarlega um ósakhæfi ekki standa því í vegi manninum yrði gerð refsing. Líkt og áður segir mildaði Landsréttur dóm mannsins í fjögur ár úr sex árum. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að mikill dráttur hafi orðið á máli mannsins. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða annarri konunni tvær milljónir króna í miskabætur og hinni eina milljón króna. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir ýmis kynferðisbrot gegn fjórum konum sem áttu sér stað frá árinu 2014 til 2018. Hann var sakfelldur fyrir að brjóta gegn þremur kvennanna í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2022 og hlaut sex ára fangelsisdóm. Landsréttur sakfelldi manninn fyrir brot gegn tveimur kvennanna en sýknaði af ákæru fyrir þrjú kynferðisbrot gegn þriðju konunni. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Ákæruliðir málsins voru fjórir talsins, en sumir þeirra innihéldu nokkur brot. Þekkti allar konurnar Manninum voru meðal annars gefnar að sök nauðganir, hótanir um að drepa sjálfan sig, eða birta nektarmyndir af konunum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að plata eina konuna til að taka út pening í hraðbanka og nota hann svo sjálfur. Vísir fjallaði um ákæruna á sínum tíma. Hann var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Í ákæru málsins kom fram að maðurinn þekkti konurnar, en að hann væri ekki bundinn þeim fjölskylduböndum. Ekki ósakhæfur Maðurinn bar það fyrir sig að hann væri ósakhæfur vegna eigin þroskaskerðingar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn tornæmi, sem falli ekki undir þroskahömlun, andlegan vanþroska eða annars konar samsvarandi ástand sem yrði til þess að hann stjórni ekki gjörðum sínum. Landsréttur var sammála héraðsdómi og taldi ákvæði almennra hegningarlega um ósakhæfi ekki standa því í vegi manninum yrði gerð refsing. Líkt og áður segir mildaði Landsréttur dóm mannsins í fjögur ár úr sex árum. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að mikill dráttur hafi orðið á máli mannsins. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða annarri konunni tvær milljónir króna í miskabætur og hinni eina milljón króna.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira