Innlent

Um­­fangs­­mikil að­­gerð Europol: Net­­þjónar á Ís­landi hýstu hryðju­verka­á­róður

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Embætti hennar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í aðgerðum Europol. 
Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Embætti hennar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í aðgerðum Europol.  Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum.

Í tilkynningu frá Europol kemur fram að aðgerðirnar hafi verið fordæmalausar og að lögð hefði verið áhersla á stöðva útgáfu og dreifingu áróðurs um hryðjuverk.

Aðgerðirnar beindust sérstaklega að vefsíðum sem tengdust hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkinu. Fram kom á blaðamannafundi Europol í dag að á síðunum hafi verið að finna áróður auk þess sem samtökin nýttu þær til að safna liði og stunda róttæknihæningu [e. radicalization]. Þar voru einnig skipulagðar árásir og birtar handbækur.

Aðgerðunum var stjórnað af spænsku lögreglunni en auk þeirra komu að aðgerðinni lögregla frá fjölda landa, svo sem Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Danmörku, Eistlandi, Frakklandi, Þýskaland, Moldóvu, Hollandi, Rúmeníu, Slókavíu, Úkraínu, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Á netþjónunum var að finna allskonar efni tengt hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu og voru þeir notaðir til að dreifa efni um samtökin um allan heim. Þá var á síðunum að finna skilaboð um að hvetja til hryðjuverka á um 30 tungumálum. Vefsíðurnar og útvarpsstöðvarnar sem voru hýstar á netþjónunum voru aðgengilegar um allan heim. Í aðgerðinni var lagt hald á nokkur terabæt af gögnum.

Aðgerðirnar voru skipulagðar og framkvæmdar í sameiningu af Eurojust og Europol. Fram kemur í tilkynningu frá Europol að aðgerðirnar séu hluti af stærri rannsókn.

Europol hélt blaðamannafund um málið sem hægt er að horfa á hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×