Vill úrbætur sem fyrst á Flóttamannaleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júní 2024 14:08 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Hann kallar eftir því að Vegagerðin, sem á veginn, geri úrbætur sem fyrst. Íbúar í Urriðaholti í Garðabæ óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi þar nærri. Til að komast á golfvöllinn þurfa börnin að fara yfir Elliðavatnsveg eða Flóttamannaleið. Umferð um veginn er þung og vegurinn illa farinn. Faðir sem fréttastofa ræddi við í gær sagðist til að mynda ekki þora að senda stálpuð börn sín ein á æfingar vegna slysahættu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir veginn í eigu Vegagerðarinnar en engu að síður hafi bærinn gert ýmislegt til að reyna að bæta ástandið. „Við tökum að sjálfsögðu heilshugar undir áhyggjur okkar íbúa og höfum í raunog veru gert svo misserum skiptir. Því að Flóttamannavegurinn sem að Vegagerðin sér um og á er ekki í góðu ástandi. Þannig við höfum krafið þau um úrbætur sem okkur þykja ganga hægt og það endurspeglast í þessu máli.“ Á meðal þess sem bærinn hefur látið gera er að setja upp sérstök skilti til að reyna að draga úr umferðarhraða. „Við brugðum því á það óvenjulega ráð að fara í úrbætur þarna hvað varðar öryggi barnanna, sem þarna fara inn á golfvallarsvæðið, með því að við erum þarna í framkvæmdum núna til þess að hægja á umferð þannig að gangandi geti farið öruggari þarna yfir.“ Hann segir mikilvægt að Vegagerðin geri sem fyrst úrbætur. „ Þegar umferð um veg hefur fjór- eða fimmfaldast þá skiptir mjög miklu máli að það liggi fyrir plan að gera við veginn og uppfæra hann. Gera endurbætur á honum að öllu leyti og það er auðvitað fyrst og fremst það sem að við köllum eftir.“ Meðal þess sem rætt hefur verið um er að gera undirgöng undir veginn. Það taki hins vegar tíma. „Annað sem við erum ósátt með í meðhöndlun Vegagerðarinnar er að millitíðinni ber okkur öllum skylda til þess að sjá til þess að öryggi sé tryggt með betri hætti heldur en nú er. Til dæmis með þeim aðgerðum sem að við erum að fara í þarna með gangandi vegfarendur. Það eru fleiri mál þarna. Það eru óþægilega mörg tilvik þarna sem að bílar fara út af og annað þess háttar. Auðvitað verðum við sameiginlega að finna lausnir á því þannig að við endum ekki með einhver leiðindaatvik þarna umfram það sem þegar er orðið.“ Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Íbúar í Urriðaholti í Garðabæ óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi þar nærri. Til að komast á golfvöllinn þurfa börnin að fara yfir Elliðavatnsveg eða Flóttamannaleið. Umferð um veginn er þung og vegurinn illa farinn. Faðir sem fréttastofa ræddi við í gær sagðist til að mynda ekki þora að senda stálpuð börn sín ein á æfingar vegna slysahættu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir veginn í eigu Vegagerðarinnar en engu að síður hafi bærinn gert ýmislegt til að reyna að bæta ástandið. „Við tökum að sjálfsögðu heilshugar undir áhyggjur okkar íbúa og höfum í raunog veru gert svo misserum skiptir. Því að Flóttamannavegurinn sem að Vegagerðin sér um og á er ekki í góðu ástandi. Þannig við höfum krafið þau um úrbætur sem okkur þykja ganga hægt og það endurspeglast í þessu máli.“ Á meðal þess sem bærinn hefur látið gera er að setja upp sérstök skilti til að reyna að draga úr umferðarhraða. „Við brugðum því á það óvenjulega ráð að fara í úrbætur þarna hvað varðar öryggi barnanna, sem þarna fara inn á golfvallarsvæðið, með því að við erum þarna í framkvæmdum núna til þess að hægja á umferð þannig að gangandi geti farið öruggari þarna yfir.“ Hann segir mikilvægt að Vegagerðin geri sem fyrst úrbætur. „ Þegar umferð um veg hefur fjór- eða fimmfaldast þá skiptir mjög miklu máli að það liggi fyrir plan að gera við veginn og uppfæra hann. Gera endurbætur á honum að öllu leyti og það er auðvitað fyrst og fremst það sem að við köllum eftir.“ Meðal þess sem rætt hefur verið um er að gera undirgöng undir veginn. Það taki hins vegar tíma. „Annað sem við erum ósátt með í meðhöndlun Vegagerðarinnar er að millitíðinni ber okkur öllum skylda til þess að sjá til þess að öryggi sé tryggt með betri hætti heldur en nú er. Til dæmis með þeim aðgerðum sem að við erum að fara í þarna með gangandi vegfarendur. Það eru fleiri mál þarna. Það eru óþægilega mörg tilvik þarna sem að bílar fara út af og annað þess háttar. Auðvitað verðum við sameiginlega að finna lausnir á því þannig að við endum ekki með einhver leiðindaatvik þarna umfram það sem þegar er orðið.“
Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira