Svik VG í jafnréttismálum Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 14. júní 2024 17:00 Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi hafa mikilvægar breytingar verið gerðar á lögum sem miða að auknu jafnrétti. Breytingar á lögum um fæðingarorlof, þar sem réttindi feðra og mæðra voru jöfnuð til að stuðla að jafnari ábyrgð foreldra á umönnun barna. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, innleiddi endurskoðun jafnréttislaga sem skýrir hlutverk Jafnréttisstofu og festir í sessi markvissa vinnu við jöfnun launa með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði hefur verið kveðið á um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með lögum um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna er kveðið á um meginreglu um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Með lögum um þungunarrof var sjálfsforræði kvenna sem óska þungunarrofs virt og Ísland er nú í fyrsta skipti fullgildur aðili að Istanbúl-samningnum. VG hefur styrkt stuðningskerfi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og stutt lagasetningu og aðgerðir sem miða að því að draga úr kynbundnu ofbeldi og bæta þjónustu við brotaþola. Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna var samþykkt árið 2021 og framkvæmd hennar hefur gengið vel. Margt fleira mætti telja til. Fullyrðingar um að VG hafi brugðist konum eða svikið kjósendur sína í jafnréttismálum eru því óréttmætar. Höfundur er starfandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Akureyri Jafnréttismál Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi hafa mikilvægar breytingar verið gerðar á lögum sem miða að auknu jafnrétti. Breytingar á lögum um fæðingarorlof, þar sem réttindi feðra og mæðra voru jöfnuð til að stuðla að jafnari ábyrgð foreldra á umönnun barna. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, innleiddi endurskoðun jafnréttislaga sem skýrir hlutverk Jafnréttisstofu og festir í sessi markvissa vinnu við jöfnun launa með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði hefur verið kveðið á um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með lögum um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna er kveðið á um meginreglu um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Með lögum um þungunarrof var sjálfsforræði kvenna sem óska þungunarrofs virt og Ísland er nú í fyrsta skipti fullgildur aðili að Istanbúl-samningnum. VG hefur styrkt stuðningskerfi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og stutt lagasetningu og aðgerðir sem miða að því að draga úr kynbundnu ofbeldi og bæta þjónustu við brotaþola. Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna var samþykkt árið 2021 og framkvæmd hennar hefur gengið vel. Margt fleira mætti telja til. Fullyrðingar um að VG hafi brugðist konum eða svikið kjósendur sína í jafnréttismálum eru því óréttmætar. Höfundur er starfandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar