Spánn og Króatíu eru í B-riðli ásamt Ítalíu og Albaníu í því sem kalla mætti dauðariðil EM. Það var því mikilvægt að byrja vel og það gerðu Spánverjar. Skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik sem tryggðu sigurinn.
Þá varði Unai Simon vítaspyrnu í marki Spánverja undir lok leiks. Lokatölur 3-0 Spánverjum í vil.
Spánverjar🇪🇸 voru heldur betur sannfærandi gegn Króötum🇭🇷 á EM í dag. Hér eru mörkin⚽️⚽️⚽️ pic.twitter.com/XRucNG1viz
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2024