Frakkland mætir til leiks á Evrópumóti karla í knattspyrnu á mánudagskvöld þegar Thuram og félagar taka á móti Austurríki. Hinn 26 ára gamli Thuram er greinilega í góðu skapi eftir að hafa orðið Ítalíumeistari fyrr á árinu en franskur blaðamaður mismælti sig þegar Thuram sat fyrir svörum á blaðamannafundi.
🤣 "Je suis plus beau" Marcus Thuram déclenche un fou rire en conférence de presse !#beINEURO2024 #beINSPORTS #interview pic.twitter.com/0OcDilDR4Y
— beIN SPORTS (@beinsports_FR) June 15, 2024
Thuram tók því ekki persónulega en benti blaðamanni sem og öðrum viðstöddum á að hann væri nú talsvert myndarlegri en Kylian. Þá tók hann jafnframt fram að hann liti nú ekki út eins og Ninja-skjaldbaka en Mbappé hefur lengi vel verið líkt við skjaldbökurnar frægu úr teiknimyndunum Teenage Mutant Ninja Turtles.
Marcus Thuram’s answer after being mistaken with Kylian Mbappe in a press conference with France 😂 pic.twitter.com/pPsI1tNZNF
— ESPN FC (@ESPNFC) June 15, 2024
Frakkland er meðal þeirra þjóða sem eru taldar hvað líklegastar til að berjast um sigur á Evrópumótinu sem nú fer fram í Þýskalandi. Frakkar eru í D-riðli ásamt Hollendingum, Pólverjum og Austurríkismönnum.