Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Jón Þór Stefánsson skrifar 15. júní 2024 23:15 Mynd frá vettvangi slyssins tekin í morgun. Noðrurorka Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. Í tilkynningu frá Norðurorku segir að mat fyrirtækisins og heilbrigðiseftirlitsins sé að búið sé að ná stjórn á aðstæðum og tryggja að olíulekinn hafi ekki áhrif á vatnstökusvæðið sjálft. „Ljóst er að þetta mengunarslys er það umfangsmesta sem orðið hefur á vatnsverndarsvæði Norðurorku,“ segir í tilkynningunni þar sem fjallað er um aðgerðirnar sem Norðurorka fór í vegna slyssins. Neysluvatnsdæling frá vatnstökusvæðinu á Vöglum var stöðvuð af öryggisástæðum. Þá segir að árkvísl sem liggur næst veginum hafi verið stífluð ofan við slysstaðin til að stöðva vatnsrennsli við mengaðan árbakkan. Mengaður jarðvegur hafi verið grafinn upp, en þá hafi olía safnast fyrir í holunni. Þá var gripið til þess ráðs að brenna olíuna til að eyða henni á staðnum og fyrirbyggja að hún færi lengra. Fram kemur að seinna hafi dælubíll komið á staðinn og hann dælt olíunni upp. „Mat Norðurorku og Heilbrigðiseftirlitsins er að búið að sé að ná stjórn á aðstæðum og tryggja að olíulekinn hafi ekki áhrif á vatnstökusvæðið sjálft. Neysluvatnsdæling frá Vöglum er því hafin að nýju. Starfsfólk Norðurorku og verktakar eru enn á staðnum að hreinsa upp mengaðan jarðveg og ferja hann út af vatnsverndarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni sem var gefin út í dag. „Skjót og rétt viðbrögð skipta sköpum við aðstæður sem þessar en unnið er samkvæmt viðbragðsáætlun vatnsveitu og neyðarstjórn Norðurorku var virkjuð.“ Norðurorka segir að skjót viðbrögð hafi orðið til þess að ekki fór verr.Norðurorka Tveimur haldið sofandi Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra frá því í morgun var greint frá því að verið væri að hreinsa vettvang, sérstaklega vegna olíu sem komst í Öxnadalsá. Tuttugu og tveir erlendir ferðamenn voru í rútunni sem valt við Öxnadal í gær. Fimm voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Greint var frá því í dag að tveimur væri haldið sofandi í öndunarvél. Þeir voru þó sagðir með stöðug lífsmörk. Þá voru fimm lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ferðalangarnir eru frá Tékklandi og hefur lögregla verið í sambandi við ræðismann Tékklands á Íslandi vegna slyssins. Samgönguslys Umhverfismál Rútuslys í Öxnadal Hörgársveit Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð í Öxnadal. Sömuleiðis hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar verið kallaðar út til sjúkraflugs. Lögreglan segir slysið alvarlegt. Rútan hafi oltið og fjöldi farþega sé slasaður. 14. júní 2024 17:19 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Í tilkynningu frá Norðurorku segir að mat fyrirtækisins og heilbrigðiseftirlitsins sé að búið sé að ná stjórn á aðstæðum og tryggja að olíulekinn hafi ekki áhrif á vatnstökusvæðið sjálft. „Ljóst er að þetta mengunarslys er það umfangsmesta sem orðið hefur á vatnsverndarsvæði Norðurorku,“ segir í tilkynningunni þar sem fjallað er um aðgerðirnar sem Norðurorka fór í vegna slyssins. Neysluvatnsdæling frá vatnstökusvæðinu á Vöglum var stöðvuð af öryggisástæðum. Þá segir að árkvísl sem liggur næst veginum hafi verið stífluð ofan við slysstaðin til að stöðva vatnsrennsli við mengaðan árbakkan. Mengaður jarðvegur hafi verið grafinn upp, en þá hafi olía safnast fyrir í holunni. Þá var gripið til þess ráðs að brenna olíuna til að eyða henni á staðnum og fyrirbyggja að hún færi lengra. Fram kemur að seinna hafi dælubíll komið á staðinn og hann dælt olíunni upp. „Mat Norðurorku og Heilbrigðiseftirlitsins er að búið að sé að ná stjórn á aðstæðum og tryggja að olíulekinn hafi ekki áhrif á vatnstökusvæðið sjálft. Neysluvatnsdæling frá Vöglum er því hafin að nýju. Starfsfólk Norðurorku og verktakar eru enn á staðnum að hreinsa upp mengaðan jarðveg og ferja hann út af vatnsverndarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni sem var gefin út í dag. „Skjót og rétt viðbrögð skipta sköpum við aðstæður sem þessar en unnið er samkvæmt viðbragðsáætlun vatnsveitu og neyðarstjórn Norðurorku var virkjuð.“ Norðurorka segir að skjót viðbrögð hafi orðið til þess að ekki fór verr.Norðurorka Tveimur haldið sofandi Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra frá því í morgun var greint frá því að verið væri að hreinsa vettvang, sérstaklega vegna olíu sem komst í Öxnadalsá. Tuttugu og tveir erlendir ferðamenn voru í rútunni sem valt við Öxnadal í gær. Fimm voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Greint var frá því í dag að tveimur væri haldið sofandi í öndunarvél. Þeir voru þó sagðir með stöðug lífsmörk. Þá voru fimm lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ferðalangarnir eru frá Tékklandi og hefur lögregla verið í sambandi við ræðismann Tékklands á Íslandi vegna slyssins.
Samgönguslys Umhverfismál Rútuslys í Öxnadal Hörgársveit Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð í Öxnadal. Sömuleiðis hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar verið kallaðar út til sjúkraflugs. Lögreglan segir slysið alvarlegt. Rútan hafi oltið og fjöldi farþega sé slasaður. 14. júní 2024 17:19 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð í Öxnadal. Sömuleiðis hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar verið kallaðar út til sjúkraflugs. Lögreglan segir slysið alvarlegt. Rútan hafi oltið og fjöldi farþega sé slasaður. 14. júní 2024 17:19