„Vitum að Agla er markagráðug en ég held hún hafi ekki verið að reyna þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 16:52 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar. vísir / anton brink Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð ánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir 3-0 tap gegn Breiðablik í Bestu-deild kvenna í dag. „Það var smá stress í liðinu fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við hristum það af okkur fannst mér við stjórna leiknum bara nokkuð vel. Bæði með og án bolta og við lokuðum á það sem Breiðablik vildi gera og við náðum að skapa okkur færi og hættu,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Þannig að ég var nokkuð brattur þegar við komum inn í hálfleikinn. En svo er það þetta fyrsta korter í seinni hálfleik sem er okkur dýrt. Fáum á okkur eitthvað sem er alltaf kallað aulamörk en mér fannst þetta vera meira svona frík-mörk. Skot af varnarmanni þar sem Mollee [Swift] er komin til hægri og boltinn fer vinstra megin við hana, svo er skorað úr horni og svo einn djúpur í gegn sem við vorum búin að ráða vel við. Þá var leikurinn farinn.“ „Þetta er svekkjandi því mer fannst liðið að mörgu leyti spila prýðilega,“ bætti Ólafur við. Hann segir einnig að þegar lið fær á sig þrjú mörk á tíu mínútna kafla sé erfitt að snúa taflinu við. „Þau koma svolítið hratt og þá er það spurning hvort við verðum að sýna meiri mótstöðu gegn því. En ég verð nú að segja að þegar þú færð á þig mark beint úr horni þá þarf maður aðeins að skoða hvernig það kemur. Við vitum að Agla [María Albertsdóttir] er góður spyrnumaður og markagráðug, en ég held að hún hafi ekki verið að reyna þetta.“ „Við bognuðum svolítið, en Breiðablik þurfti svosem bara að keyra þetta heim því við náðum illa að klóra í bakkann eftir 3-0.“ Eftir hálfgerða markaþurrð í upphafi móts hefur Þróttur verið að finna netmöskvana í meiri mæli í undanförnum leikjum í deild og bikar. Þrátt fyrir góð færi í fyrri hálfleik náði liðið þó ekki að skora í dag. „Það vantaði bara smá lukku með okkur í liði. Við fengum ágætis færi sem við þurfum bara að nýta. Kristrún [Rut Antonsdóttir] fær ágætis skot og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] á góðan skalla og svo vorum við með stöður sem voru góðar. Þetta er bara gamla sagan um það að lið sem eru skilvirk þau refsa, en við erum ekki alveg þar ennþá.“ Að lokum segir Ólafur liðið klárlega ekki vera á þeim stað sem vonast var eftir, enda hefur Þróttur aðeins nælt í fjögur stig í fyrstu átta leikjum tímabilsins. „Ég vonaðist auðvitað eftir fleiri stigum. En við þurfum bara að halda áfram og þessum sófa er kastað í fangið á okkur öllum og við verðum að flytja hann eitthvað áfram. Ég er búinn að tala um það og ég held áfram að tala um það að mér fannst þessi leikur vera þess eðlis að spilamennskan var að mörgu leyti fín. En við erum ekki að fá úrslit og það er sá múr sem við þurfum að brjóta.“ „Hvort sem það er að vinna 1-0 sigra, en þá þurfum við líka að verja markið okkar betur, að þá getum við farið að safna fleiri stigum. Ég fer að hætta að tala um góða frammistöðu ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
„Það var smá stress í liðinu fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við hristum það af okkur fannst mér við stjórna leiknum bara nokkuð vel. Bæði með og án bolta og við lokuðum á það sem Breiðablik vildi gera og við náðum að skapa okkur færi og hættu,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Þannig að ég var nokkuð brattur þegar við komum inn í hálfleikinn. En svo er það þetta fyrsta korter í seinni hálfleik sem er okkur dýrt. Fáum á okkur eitthvað sem er alltaf kallað aulamörk en mér fannst þetta vera meira svona frík-mörk. Skot af varnarmanni þar sem Mollee [Swift] er komin til hægri og boltinn fer vinstra megin við hana, svo er skorað úr horni og svo einn djúpur í gegn sem við vorum búin að ráða vel við. Þá var leikurinn farinn.“ „Þetta er svekkjandi því mer fannst liðið að mörgu leyti spila prýðilega,“ bætti Ólafur við. Hann segir einnig að þegar lið fær á sig þrjú mörk á tíu mínútna kafla sé erfitt að snúa taflinu við. „Þau koma svolítið hratt og þá er það spurning hvort við verðum að sýna meiri mótstöðu gegn því. En ég verð nú að segja að þegar þú færð á þig mark beint úr horni þá þarf maður aðeins að skoða hvernig það kemur. Við vitum að Agla [María Albertsdóttir] er góður spyrnumaður og markagráðug, en ég held að hún hafi ekki verið að reyna þetta.“ „Við bognuðum svolítið, en Breiðablik þurfti svosem bara að keyra þetta heim því við náðum illa að klóra í bakkann eftir 3-0.“ Eftir hálfgerða markaþurrð í upphafi móts hefur Þróttur verið að finna netmöskvana í meiri mæli í undanförnum leikjum í deild og bikar. Þrátt fyrir góð færi í fyrri hálfleik náði liðið þó ekki að skora í dag. „Það vantaði bara smá lukku með okkur í liði. Við fengum ágætis færi sem við þurfum bara að nýta. Kristrún [Rut Antonsdóttir] fær ágætis skot og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] á góðan skalla og svo vorum við með stöður sem voru góðar. Þetta er bara gamla sagan um það að lið sem eru skilvirk þau refsa, en við erum ekki alveg þar ennþá.“ Að lokum segir Ólafur liðið klárlega ekki vera á þeim stað sem vonast var eftir, enda hefur Þróttur aðeins nælt í fjögur stig í fyrstu átta leikjum tímabilsins. „Ég vonaðist auðvitað eftir fleiri stigum. En við þurfum bara að halda áfram og þessum sófa er kastað í fangið á okkur öllum og við verðum að flytja hann eitthvað áfram. Ég er búinn að tala um það og ég held áfram að tala um það að mér fannst þessi leikur vera þess eðlis að spilamennskan var að mörgu leyti fín. En við erum ekki að fá úrslit og það er sá múr sem við þurfum að brjóta.“ „Hvort sem það er að vinna 1-0 sigra, en þá þurfum við líka að verja markið okkar betur, að þá getum við farið að safna fleiri stigum. Ég fer að hætta að tala um góða frammistöðu ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Ólafur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira