Körfubolti

Nablinn slakur í Boston sólinni eftir slæman skell í spila­vítinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Það fór vel á mönnum úti á svölum í þrjátíu gráðunum
Það fór vel á mönnum úti á svölum í þrjátíu gráðunum skjáskot / stöð 2 sport

Fjörugt föruneyti Körfuboltakvölds gerði sér ferð til Boston þar sem heimamenn Celtics geta tryggt sér NBA meistaratitilinn á morgun með sigri gegn Dallas Mavericks.

Nablinn sjálfur, Andri Már Eggertsson, er fararstjóri ferðarinnar og hefur haldið uppi fjörinu.

Hann er auðvitað einn harðasti Boston-maður Íslands og hefur farið á fjölda leikja hjá liðum borgarinnar í hinum ýmsu íþróttum.

Nablinn leiddi menn með sér í spilavítið í gær en var fljótur að sjá eftir því. Tapaði tvö hundruð dollurum á mettíma en lét það auðvitað ekki hafa nein áhrif á gleðina. 

Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson sat með Nablanum í góðu yfirlæti og svalaði þorstanum í sjóðheitri sólinni.

Skemmtiþátt Körfuboltakvölds í boði Play Air má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það má svo búast við meira fjöri frá félögunum í Boston á morgun áður en fimmti leikur úrslitaeinvígisins fer fram.

Klippa: Körfuboltakvöld í Boston

Leikur Boston Celtics gegn Dallas Mavericks verður sýndur á Stöð 2 Sport aðfaranótt þriðjudags. Útsending hefst með veglegri upphitun þegar klukkan slær miðnætti.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×