Norðurlandameistaramótið í fjölþrautum fór fram á ÍR-vellinum í Skógarseli um helgina.
Þar stórbætti Ísold sinn besta árangur í sjöþraut. Fyrra stigamet hennar frá árinu 2022 var 4.357 stig. Ísold náði stórgóðum árangri í öllum greinum og endaði með 5.583 stig í dag. Bæting um heil 1.226 stig.
- 100m grind | 14,00 sek. (+2,9) | 978 stig
- Hástökk | 1,66m sb. | 806 stig
- Kúla | 12,30m sb. | 681 stig
- 200m | 25,38 sek. (+2,3) | 852 stig
- Langstökk | 5,77m (+2,3) | 780 stig
- Spjót | 39,22m pb. | 652 stig
- 800m | 2:19,24 | 834 stig
Ísold er gríðarefnileg frjálsíþróttakona og sömuleiðis góðkunnug áhorfendum Subway deildarinnar en hún spilaði lykilhlutverk í liði Stjörnunnar sem fór alla leið í oddaleik undanúrslita á nýafstöðnu tímabili.