Í fréttaskeyti lögreglunnar segir að 67 mál hafi verið skráð frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í morgun.
Á lögreglustöð 1, sem nær yfir miðbæ, Vesturbæ, Austurbæ og Seltjarnarnes var tilkynnt um innbrot í heimahús á þriðja tímanum. Málið er í rannsókn.
Lögreglustöð 2, sem sinnir verkefnum í Garðabæ og Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Sá var handtekinn og futtur í hefðbundið ferli og sýnatöku, en látinn laus eftir nauðsynlegar aðgerðir lögreglu.
Þá var tilkynnt um eld í iðnaðarhúsnæði. Mikill svartur reykur barst frá einni byggingu fyrirtækisins en þegar fréttaskeytið var ritað var slökkvilið að ráða niðurlögum eldsins.
Ríkisútvarpið greinir frá því að eldur hafi kviknað í skemmu á athafnasvæði endurvinnslufyrirtækisins Furu í Hringhellu í Hafnarfirði. Tekist hafi að slökkva eldinn á sjötta tímanum.
Á lögreglustöð 4, sem nær yfir efri byggðir Reykjavíkur og Mosfellsbæ voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um of hraðan akstur en sá sem hraðar ók var mældur á 142 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.