Ferðamaður fannst látinn og þriggja saknað á eyjum Grikklands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2024 08:33 Ferðamaður fannst látinn á strönd á eyjunni Mathraki, sem staðsett er nærri eyjunni Corfu. Getty Bandarískur ferðamaður sem leitað var að síðan á fimmtudaginn fannst látinn á grískri eyju nærri eyjunni Corfu í gær. Tikynnt hefur verið um hvörf þriggja ferðamanna á grískum ferðamannaeyjum síðastliðna viku. Lík mannsins fannst á strönd á eyjunni Mathraki, sem er hundrað íbúa eyja vestan eyjunnar Corfu. Ferðafélagi mannsins tilkynnti um hvarf hans á fimmtudag en þá hafði ekki sést til hans í tvo daga. Nánari upplýsingar um manninn liggja ekki fyrir. Bylgja mannshvarfa og dauðsfalla ferðamanna virðist nú herja á grísku eyjarnar. Flestir, ef ekki allir ferðamennirnir sem leitað hefur verið að eiga það sameiginlegt að hafa haldið af stað í göngu eða hjólatúr í miklum hita og ekki snúið aftur. Á laugardag fannst lík 74 ára gamals hollensks ferðamanns í gili á eyjunni Samos. Hann hafði verið týndur í tæpa viku en fannst um þrjú hundruð metrum frá því svæði sem síðast hafði sést til hans. Sjónvarpslæknirinn Michael Mosley fannst látinn á Eyjunni Symi síðasta sunnudag. Talið er að hann hafi verið látinn í fjóra daga þegar hann fannst og hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Á eyjunni Sikinos á eyjaklasanum Hringeyjum í Eyjahafi var á föstudaginn tilkynnt um hvarf tveggja franskra kvenna, 64 og 73 ára. Þeirra er enn leitað. Þá var tilkynnt um hvarf 59 ára gamals bandarísks ferðamanns á þriðjudaginn og stendur leit að honum enn yfir. Grikkland Tengdar fréttir Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10. júní 2024 13:34 Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9. júní 2024 08:23 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Lík mannsins fannst á strönd á eyjunni Mathraki, sem er hundrað íbúa eyja vestan eyjunnar Corfu. Ferðafélagi mannsins tilkynnti um hvarf hans á fimmtudag en þá hafði ekki sést til hans í tvo daga. Nánari upplýsingar um manninn liggja ekki fyrir. Bylgja mannshvarfa og dauðsfalla ferðamanna virðist nú herja á grísku eyjarnar. Flestir, ef ekki allir ferðamennirnir sem leitað hefur verið að eiga það sameiginlegt að hafa haldið af stað í göngu eða hjólatúr í miklum hita og ekki snúið aftur. Á laugardag fannst lík 74 ára gamals hollensks ferðamanns í gili á eyjunni Samos. Hann hafði verið týndur í tæpa viku en fannst um þrjú hundruð metrum frá því svæði sem síðast hafði sést til hans. Sjónvarpslæknirinn Michael Mosley fannst látinn á Eyjunni Symi síðasta sunnudag. Talið er að hann hafi verið látinn í fjóra daga þegar hann fannst og hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Á eyjunni Sikinos á eyjaklasanum Hringeyjum í Eyjahafi var á föstudaginn tilkynnt um hvarf tveggja franskra kvenna, 64 og 73 ára. Þeirra er enn leitað. Þá var tilkynnt um hvarf 59 ára gamals bandarísks ferðamanns á þriðjudaginn og stendur leit að honum enn yfir.
Grikkland Tengdar fréttir Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10. júní 2024 13:34 Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9. júní 2024 08:23 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10. júní 2024 13:34
Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9. júní 2024 08:23