DeChambeau hljóp um og leyfði áhorfendum að snerta bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 10:01 Bryson DeChambeau fór með bikarinn til áhorfenda því hann vildi þakka fyrir góðan stuðning á mótinu. AP/Frank Franklin Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau var í miklu stuði eftir sigur sinn á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær. DeChambeau tryggði sér sigurinn með því að setja niður fjögurra metra pútt á átjándu holunni. Það hjálpaði honum vissulea mikið að Norður-Írinn Rory McIlroy fékk þrjá skolla á síðustu fjórum holunum. Þeir höfðu samt verið að skiptast á um forystuna því DeChambeau átti einnig slæman kafla á hringnum eftir að hafa byrjað daginn í fyrsta sætinu. Þetta er annar risatitill DeChambeau á ferlinum. „Þetta er risastórt og ein af stærstu stundunum í mínu lífi,“ sagði DeChambeau sem vann opna bandaríska meistaramótið einnig árið 2020. McIlroy varð aftur á móti í fjórða sinn í öðru sæti á risamóti síðan að hann vann síðast slíkt mót árið 2014. McIlroy klikkaði á pútti á lokaholunni sem gaf DeChambeau tækifæri á því að vinna. „Rory er einn sá besti sem hefur spilað þessa íþrótt. Að fá að glíma við svo öflugan kylfing er mjög sérstakt fyrir mig. Ég myndi samt ekki óska neinum það að klúðra svona pútti eins og hann gerði á átjándu. Sem betur fer þá féll þetta með því að þessu sinni,“ sagði DeChambeau. DeChambeau var hoppandi glaður eftir keppnina, hljóp með bikarinn um Pinehurst golfvöllinn og leyfði áhorfendum að snerta bikarinn. Fréttamenn Sky Sports reyndu að ná viðtali við hann eins og sjá má hér fyrir neðan. DeChambeau hafði þó lítinn tíma í slíkt því hann vildi þakka stuðningsmönnum sínum fyrir. „Þetta er stórkostlegt en sjáið þetta,“ sagði DeChambeau og fór með bikarinn til áhorfendanna eins og sjá má hér fyrir neðan. "Watch this!" Bryson DeChambeau is BOX office with the fans 🤩🏆 pic.twitter.com/pQNFL8HamJ— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) June 16, 2024 Golf Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
DeChambeau tryggði sér sigurinn með því að setja niður fjögurra metra pútt á átjándu holunni. Það hjálpaði honum vissulea mikið að Norður-Írinn Rory McIlroy fékk þrjá skolla á síðustu fjórum holunum. Þeir höfðu samt verið að skiptast á um forystuna því DeChambeau átti einnig slæman kafla á hringnum eftir að hafa byrjað daginn í fyrsta sætinu. Þetta er annar risatitill DeChambeau á ferlinum. „Þetta er risastórt og ein af stærstu stundunum í mínu lífi,“ sagði DeChambeau sem vann opna bandaríska meistaramótið einnig árið 2020. McIlroy varð aftur á móti í fjórða sinn í öðru sæti á risamóti síðan að hann vann síðast slíkt mót árið 2014. McIlroy klikkaði á pútti á lokaholunni sem gaf DeChambeau tækifæri á því að vinna. „Rory er einn sá besti sem hefur spilað þessa íþrótt. Að fá að glíma við svo öflugan kylfing er mjög sérstakt fyrir mig. Ég myndi samt ekki óska neinum það að klúðra svona pútti eins og hann gerði á átjándu. Sem betur fer þá féll þetta með því að þessu sinni,“ sagði DeChambeau. DeChambeau var hoppandi glaður eftir keppnina, hljóp með bikarinn um Pinehurst golfvöllinn og leyfði áhorfendum að snerta bikarinn. Fréttamenn Sky Sports reyndu að ná viðtali við hann eins og sjá má hér fyrir neðan. DeChambeau hafði þó lítinn tíma í slíkt því hann vildi þakka stuðningsmönnum sínum fyrir. „Þetta er stórkostlegt en sjáið þetta,“ sagði DeChambeau og fór með bikarinn til áhorfendanna eins og sjá má hér fyrir neðan. "Watch this!" Bryson DeChambeau is BOX office with the fans 🤩🏆 pic.twitter.com/pQNFL8HamJ— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) June 16, 2024
Golf Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira