Er óverðtryggða lánið að ganga frá fjölskyldunni? Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 17. júní 2024 14:31 Hversu mikils virði er líf þitt í dag? Lífð er stutt. Börnin okkar eru hjá okkur í örfá ár. Þetta er dýrmætur tími sem kemur ekki aftur. Það er staðreynd að þegar ungt fólk er að koma sér inn á fasteignamarkaðinn er það jafnframt að fara inn í dýrasta fasa lífs síns. Hvers vegna að leggja áherslu á að greiða húsnæðislánið sitt upp á sama tíma? Hvers vegna ekki að njóta tímans með börnunum? NJÓTA samverunnar, elda góðan mat, ferðast, upplifa hluti saman. Sá tími mun koma þar sem börnin fljúga úr hreiðrinu og rekstrarkostnaður heimilisins hrapar á sama tíma og fólk hækkar í launum sökum aldurs og þróunar í starfi. Þá er kominn kjörinn tími til þess að greiða húsnæðislánið hraðar niður. Verðtryggð og óverðtryggð lán í íslenskum krónum eru ein og sama bölin Í dag ættu flestir að vera farnir að átta sig á því að hin girnilegu óverðtryggðu lán sem boðin voru fyrir nokkrum árum voru ekkert annað en tálsýn. Óverðtryggðir vextir fylgja nefnilega alltaf verðbólgu. Munurinn á þessum tveimur lánaformum er einfaldlega sá að þú staðgreiðir verðbólguna í formi hárra vaxta þegar þú ert með óverðtryggt lán en færð verðbólguna að láni í formi verðbóta þegar þú ert með verðtryggð lán. Auðvitað er það lánaform dýrara þegar til lengri tíma er litið þar sem þú ert í raun að fá hærri upphæð að láni í lengri tíma. En þá spyr ég aftur....hvers virði er líf þitt í dag? Viltu greiða húsnæðislánið hratt niður til þess að sitja í skuldlausri eign um fimmtugt, eða viltu nota peninginn til þess að njóta lífisns með börnunum þínum á meðan þú hefur þau hjá þér? Hinn raunverulegi vandi – Krónan og hagstjórnin Á meðan við, þessi litla örþjóð veljum að halda í krónuna, þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort þú ert með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Lánveitendur fá alltaf sitt, hvort sem það er í formi hárra vaxta strax eða verðbóta síðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig seðlabankastjóri getur horfst í augu við þjóðina? Hann kemur eins og stormsveipur inn í bankann, dritar vöxtunum niður úr öllu valdi á skraufþurrum húsnæðismarkaði. Kemur ítrekað fram opinberlega og talar verðtryggð lán niður og segir óverðtryggð lán vera eina vitið. Þegar þorri þjóðarinnar er kominn í óverðtryggð lán hækkar hann vexti upp úr öllu valdi og heldur þeim háum. EN, þá er hann jafnframt kominn með ansi stuttan taum í sultaról landsmanna. Minnstu vaxtahækkanir herða skelfilega og fólk hreinlega getur ekki andað. Þegar hann er gagnrýndur fyrir að halda vöxtum háum án sjáanlegs árangurs hvetur hann fólk til þess að ræða við bankann sinn og endurfjármagna í verðtryggð lán! Svona eins og hann sé í einhverri skák og almenningur peðin á borðinu sem hægt er að leika sér með. Í flestum siðmenntuðum ríkjum hefði þessi seðlabankastjóri tekið pokann sinn og ratað sjálfur út. Höfundur er sérfræðingur í fjármálalæsi og sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Hversu mikils virði er líf þitt í dag? Lífð er stutt. Börnin okkar eru hjá okkur í örfá ár. Þetta er dýrmætur tími sem kemur ekki aftur. Það er staðreynd að þegar ungt fólk er að koma sér inn á fasteignamarkaðinn er það jafnframt að fara inn í dýrasta fasa lífs síns. Hvers vegna að leggja áherslu á að greiða húsnæðislánið sitt upp á sama tíma? Hvers vegna ekki að njóta tímans með börnunum? NJÓTA samverunnar, elda góðan mat, ferðast, upplifa hluti saman. Sá tími mun koma þar sem börnin fljúga úr hreiðrinu og rekstrarkostnaður heimilisins hrapar á sama tíma og fólk hækkar í launum sökum aldurs og þróunar í starfi. Þá er kominn kjörinn tími til þess að greiða húsnæðislánið hraðar niður. Verðtryggð og óverðtryggð lán í íslenskum krónum eru ein og sama bölin Í dag ættu flestir að vera farnir að átta sig á því að hin girnilegu óverðtryggðu lán sem boðin voru fyrir nokkrum árum voru ekkert annað en tálsýn. Óverðtryggðir vextir fylgja nefnilega alltaf verðbólgu. Munurinn á þessum tveimur lánaformum er einfaldlega sá að þú staðgreiðir verðbólguna í formi hárra vaxta þegar þú ert með óverðtryggt lán en færð verðbólguna að láni í formi verðbóta þegar þú ert með verðtryggð lán. Auðvitað er það lánaform dýrara þegar til lengri tíma er litið þar sem þú ert í raun að fá hærri upphæð að láni í lengri tíma. En þá spyr ég aftur....hvers virði er líf þitt í dag? Viltu greiða húsnæðislánið hratt niður til þess að sitja í skuldlausri eign um fimmtugt, eða viltu nota peninginn til þess að njóta lífisns með börnunum þínum á meðan þú hefur þau hjá þér? Hinn raunverulegi vandi – Krónan og hagstjórnin Á meðan við, þessi litla örþjóð veljum að halda í krónuna, þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort þú ert með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Lánveitendur fá alltaf sitt, hvort sem það er í formi hárra vaxta strax eða verðbóta síðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig seðlabankastjóri getur horfst í augu við þjóðina? Hann kemur eins og stormsveipur inn í bankann, dritar vöxtunum niður úr öllu valdi á skraufþurrum húsnæðismarkaði. Kemur ítrekað fram opinberlega og talar verðtryggð lán niður og segir óverðtryggð lán vera eina vitið. Þegar þorri þjóðarinnar er kominn í óverðtryggð lán hækkar hann vexti upp úr öllu valdi og heldur þeim háum. EN, þá er hann jafnframt kominn með ansi stuttan taum í sultaról landsmanna. Minnstu vaxtahækkanir herða skelfilega og fólk hreinlega getur ekki andað. Þegar hann er gagnrýndur fyrir að halda vöxtum háum án sjáanlegs árangurs hvetur hann fólk til þess að ræða við bankann sinn og endurfjármagna í verðtryggð lán! Svona eins og hann sé í einhverri skák og almenningur peðin á borðinu sem hægt er að leika sér með. Í flestum siðmenntuðum ríkjum hefði þessi seðlabankastjóri tekið pokann sinn og ratað sjálfur út. Höfundur er sérfræðingur í fjármálalæsi og sjálfstætt starfandi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun