Fótbolti

Yfir­gefur Krít og segir laun ekki alltaf hafa skilað sér á réttum tíma

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur er á leið frá Krít.
Guðmundur er á leið frá Krít. OFI Crete

Guðmundur Þórarinsson verður ekki áfram í herbúðum gríska úrvalsdeildarfélagsins OFI Crete. Hann hefur spilað með félaginu undanfarin tvö tímabil.

Hinn 32 ára gamli Guðmundur staðfesti þetta í nýjasta hlaðvarpsþætti Þungavigtarinnar. Þar staðfestir hann að tíma hans hjá félaginu sé lokið.

„Fékk tilboð frá þeim sem mér leist ekki nægilega vel á,“ segir Guðmundur áður en hann segir að félagið hafi ekki alltaf borgað laun á réttum tíma. Einnig gefur vinstri bakvörðurinn til kynna að hann eigi enn inni ógreidd laun hjá félaginu.

„Maður þarf líklega að leita einhverra leiða sem eru kannski heldur leiðinlegar, vonandi kemur þetta á endanum.“

Guðmundur kom við sögu í 30 leikjum hjá liðinu á nýafstöðnu tímabili þar sem Crete endaði í 10. sæti af 14 liðum. Hann gæti verið áfram í Grikklandi og er með tilboð frá liði þar í landi á borðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×