Maðurinn sem uppgötvaði Bieber kveður bransann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 21:01 Scooter Braun. getty Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas. Braun tilkynnir þessa ákvörðun sína í langri færslu á Instagram. Þar segist hann ætla að einbeita sér að öðrum hlutum, svo sem föðurhlutverkinu og fyrirtækinu HYBE America, þar sem hann gegnir stjórnunarstöðu. Á instagram hefur hann einnig birt myndir frá ferlinum. View this post on Instagram A post shared by Scott “Scooter” Braun (@scooterbraun) Leiðir skildu milli Braun og vinsælla tónlistarmanna á síðasta ári, þar á meðal Justin Bieber og Ariönu Grande. Ferill Braun fór á flug eftir að hann tók eftir Bieber að syngja á YouTube. Honum tókst að hafa uppi á móður Bieber og bauð honum plötusamning hjá útgáfu sem Braun hafði stofnað ásamt poppstjörnunni Usher. Braun kveðst hafa tekið ákvörðun um að hætta eftir að „einn minn stærsti umbjóðandi og vinur sagði mér að hann ætlaði að breiða úr vængjum og leita annað“. Hann greinir ekki frá því hver sá umbjóðandi sé. „Eftir því sem börn mín uxu úr grasi, og ég varð fyrir áföllum persónulega, komst ég að þeirri niðurstöðu að börnin mín þrjú séu súperstjörnur sem ég má ekki við að missa,“ skrifar Braun á Instagram. „Þær fórnir sem ég var áður tilbúinn að gera get ég ekki lengur réttlætt,“ bætir hann við. Braun komst einnig í fréttir þegar hann átti í deilum við Taylor Swift fyrir fimm árum. Braun festi kaup á útgáfufyrirtæki Swift og eignaðist þar með rétt á því að nýta tónlist Swift í auglýsingum og bíómyndum, sem Swift kom ítrekað í veg fyrir. Hún hóf svo að taka upp plötur sínar að nýju, til þess að gerast aðalrétthafi á ný og rýra virði gömlu platnanna. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Braun tilkynnir þessa ákvörðun sína í langri færslu á Instagram. Þar segist hann ætla að einbeita sér að öðrum hlutum, svo sem föðurhlutverkinu og fyrirtækinu HYBE America, þar sem hann gegnir stjórnunarstöðu. Á instagram hefur hann einnig birt myndir frá ferlinum. View this post on Instagram A post shared by Scott “Scooter” Braun (@scooterbraun) Leiðir skildu milli Braun og vinsælla tónlistarmanna á síðasta ári, þar á meðal Justin Bieber og Ariönu Grande. Ferill Braun fór á flug eftir að hann tók eftir Bieber að syngja á YouTube. Honum tókst að hafa uppi á móður Bieber og bauð honum plötusamning hjá útgáfu sem Braun hafði stofnað ásamt poppstjörnunni Usher. Braun kveðst hafa tekið ákvörðun um að hætta eftir að „einn minn stærsti umbjóðandi og vinur sagði mér að hann ætlaði að breiða úr vængjum og leita annað“. Hann greinir ekki frá því hver sá umbjóðandi sé. „Eftir því sem börn mín uxu úr grasi, og ég varð fyrir áföllum persónulega, komst ég að þeirri niðurstöðu að börnin mín þrjú séu súperstjörnur sem ég má ekki við að missa,“ skrifar Braun á Instagram. „Þær fórnir sem ég var áður tilbúinn að gera get ég ekki lengur réttlætt,“ bætir hann við. Braun komst einnig í fréttir þegar hann átti í deilum við Taylor Swift fyrir fimm árum. Braun festi kaup á útgáfufyrirtæki Swift og eignaðist þar með rétt á því að nýta tónlist Swift í auglýsingum og bíómyndum, sem Swift kom ítrekað í veg fyrir. Hún hóf svo að taka upp plötur sínar að nýju, til þess að gerast aðalrétthafi á ný og rýra virði gömlu platnanna.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira