Innlent

Brutust inn en gripu í tómt

Árni Sæberg skrifar
Lögregla hefur þrjú innbrot til rannsóknar.
Lögregla hefur þrjú innbrot til rannsóknar. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um innbrot í verslunarhúsnæði á þriðja tímanum í nótt. Þá höfðu innbrotsþjófar brotist inn í húsnæði þar sem engin starfsemi fer fram og gripu því í tómt.

Þetta segir í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir að svo virðist sem innbrotsþjófnarnir hafi ekki haft erindi sem erfiði af innbrotinu.

Þar segir frá öðru innbroti í miðbæ Reykjavíkur rúmum klukkutíma síðar. Þar hafi verið búið að spenna upp glugga en ekki sé vitað hvort þjófarnir hafi komist á brott með einhver verðmæti, þar sem lögregla hafi mætt á vettvang skömmu síðar.

Loks segir frá þriðja innbrotinu, lögreglu hafi verið tilkynnt um laust fyrir klukkan 04. Þar hafi verið brotist inn í verslun og málið sé í rannsókn. Þá segir að ekki sé ljóst að svo stöddu hvort innbrotin þrjú tengist en rannsókn þeirra sé á frumstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×