Ein sú besta í heimi velur heilsuna yfir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 13:31 Aryna Sabalenka var með á síðustu Ólympíuleikum en féll þá út í annarri umferð. Hún verður orðin þrítug þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Los Angeles árið 2028. Getty/Robert Prange Aryna Sabalenka mun ekki taka þátt í Ólympíuleikunum í París í sumar en hún er númer þrjú á heimslistanum í tennis. Sabalenka gaf þetta út þrátt fyrir að hún eigi enn eftir að keppa á mótum áður en kemur að sjálfum Ólympíuleikunum. Þessi 26 ára gamla tenniskona frá Hvíta-Rússlandi vann Opna ástralska risamótið í janúar. Hún datt á dögunum út úr átta manna úrslitunum á Opna franska meistaramótinu á móti rússneska táningnum Mirru Andreevu. World number three Aryna Sabalenka will not play at the Paris Olympics in order to focus on her health and prepare for the hardcourt tournaments, the twice Grand Slam champion said on Monday. https://t.co/WlqLEreH7r https://t.co/WlqLEreH7r— Reuters Sports (@ReutersSports) June 17, 2024 Það var í fyrsta sinn sem Sabalenka komst ekki í undanúrslit á risamóti síðan á Opna franska meistaramótinu árið 2022. Tenniskeppni Ólympíuleikanna fer fram á völlunum á Roland Garros frá 27. júlí til 4. ágúst. Opna bandaríska meistaramótið hefst síðan 22 dögum síðar. „Ég vil frekar fá hvíldina til að passa upp á það að ég sé bæði líkamlega klár og hafi heilsu til að keppa á hörðu völlunum,“ sagði Aryna Sabalenka en Opna bandaríska meistaramótið fer fram á hörðu undirlagi. „Ekki síst vegna allra vandræðanna sem ég hef glímt við síðustu mánuði. Mér finnst ég þurfa að hugsa um heilsuna mína,“ sagði Sabalenka. Íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi þarf að keppa sem hlutlaus aðili á leikunum en fá ekki að keppa undir merkjum þjóðar sinnar. Það eru refsiaðgerðir vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Sabalenka mun keppa í Berlín til að undirbúa sig fyrir Wimbledon risamótið sem fer fram áður en kemur að Ólympíuleikunum í París í lok næsta mánaðar. Aryna Sabalenka says she will not play the Olympics this year:“I’m not going to play Olympics because of all the rules from WTA with mandatory tournaments. I have to sacrifice something. Unfortunately I have to sacrifice Olympics. At this stage of my career and especially with… pic.twitter.com/LEE3eiIlYg— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 17, 2024 Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Sjá meira
Sabalenka gaf þetta út þrátt fyrir að hún eigi enn eftir að keppa á mótum áður en kemur að sjálfum Ólympíuleikunum. Þessi 26 ára gamla tenniskona frá Hvíta-Rússlandi vann Opna ástralska risamótið í janúar. Hún datt á dögunum út úr átta manna úrslitunum á Opna franska meistaramótinu á móti rússneska táningnum Mirru Andreevu. World number three Aryna Sabalenka will not play at the Paris Olympics in order to focus on her health and prepare for the hardcourt tournaments, the twice Grand Slam champion said on Monday. https://t.co/WlqLEreH7r https://t.co/WlqLEreH7r— Reuters Sports (@ReutersSports) June 17, 2024 Það var í fyrsta sinn sem Sabalenka komst ekki í undanúrslit á risamóti síðan á Opna franska meistaramótinu árið 2022. Tenniskeppni Ólympíuleikanna fer fram á völlunum á Roland Garros frá 27. júlí til 4. ágúst. Opna bandaríska meistaramótið hefst síðan 22 dögum síðar. „Ég vil frekar fá hvíldina til að passa upp á það að ég sé bæði líkamlega klár og hafi heilsu til að keppa á hörðu völlunum,“ sagði Aryna Sabalenka en Opna bandaríska meistaramótið fer fram á hörðu undirlagi. „Ekki síst vegna allra vandræðanna sem ég hef glímt við síðustu mánuði. Mér finnst ég þurfa að hugsa um heilsuna mína,“ sagði Sabalenka. Íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi þarf að keppa sem hlutlaus aðili á leikunum en fá ekki að keppa undir merkjum þjóðar sinnar. Það eru refsiaðgerðir vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Sabalenka mun keppa í Berlín til að undirbúa sig fyrir Wimbledon risamótið sem fer fram áður en kemur að Ólympíuleikunum í París í lok næsta mánaðar. Aryna Sabalenka says she will not play the Olympics this year:“I’m not going to play Olympics because of all the rules from WTA with mandatory tournaments. I have to sacrifice something. Unfortunately I have to sacrifice Olympics. At this stage of my career and especially with… pic.twitter.com/LEE3eiIlYg— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 17, 2024
Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Sjá meira