„Sjálfhatandi gyðingar“ Birgir Dýrfjörð skrifar 18. júní 2024 12:00 (Þessi grein styðst víða við bókina ÍSLANDSSTRÆTI Í JERÚSALEM eftir Hjálmtý Heiðdal. Þegar vísað er í blaðsíðutal í greininni þá á það við um bók Hjálmtýs. Hún fæst í bókabúðum.) Þriðja júní 2024 birtist í Morgunblaðinu grein undir yfirskriftinni „Stuðningur við Hamas-hryðjuverkasamtökin“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ég hvet alla að lesa greinina, mér finnst hún vera dæmi um samviskuslappan mann, sem er rótfastur í áráttu rangtúlkana og meinbægni. Ég þekki þó ekki mannin af öðru en skrifum hans, sem einkennast mjög af vörnum á voðaverkum gyðinga og hópdrápum þeirra á varnarlausu fólki á Gasa. Refsa öllum fyrir afbrot fárra Þegar lögmaðurinn skrifaði um átökin á Gasa notaði hann nöfnin „gyðingar og arabar“. Þegar ég hef skrifað um Gasa hef ég notað nöfnin „harðlínustjórn síonista“ og „palestínubúar“. Það er vegna þess að ég trúi, að mikill hluti gyðinga sé andvígur verkum harðlínustjórnarinnar. Mér finnst ekki rétt að gera heila þjóð ábyrga fyrir hrottaverkum samtaka innan hennar eins og síonistar gera þegar þeir kasta sprengjum í mannhaf í von um að drepa þar einhverja Hamasliða. Ég mun þó nota hér nöfnin „gyðingar og arabar“ á deiluaðilum ein og lögmaðurinn gerir. Balfour-yfirlýsingin Palestínudeilan spratt ekki úr tómarúmi. Hún á sér langan aðdraganda. Fyrst ber þar að nefna Balfour-yfirlýsinguna, í henni er mótað upphaf Palestínudeilunnar. *bls. 33 Síðar ákváðu sigurþjóðirnar í heimsstyrjöldinni að stofna þjóðarheimili fyrir gyðinga. Til þess völdu þær land Palestínsku þjóðarinnar og buðu það til afnota fyrir gyðinga heimsins eftir þörfum þeirra. •Einn íslenskur stjórnmálamaður (Beneddikt Gröndal) talaði gegn þessu og sagði málið viðurstyggilegt. *bls. 147 •Íslenskur lögfræðingur Dr. Björn þórðarson, fyrsti forsætisráðherra Íslenska lýðveldisins skrifaði um málið eftirfarandi klausu „flokki útlendinga var boðið upp á að setjast að í landinu, og heimaþjóðinni var það alveg um megn að spyrna hér á móti broddunum. Hin sigrandi stórveldi heimsins höfðu gert samþykkt um, að þetta land skyldi notað handa öðrum eftir þörfum.“ bls. 147 Af hálfu sameinuðu þjóðanna voru afnot gyðinga af landinu algjörlega bundin því skilyrði „að ekkert verði þar aðhafst sem verða má til ógagns borgaralegum og trúarlegum réttindum þeirra samfélaga í Palestínu, sem ekki eru gyðingleg, eða réttindum og pólitískri aðstöðu, sem gyðingar njóta í nokkru öðru landi.“ Gyðingar tóku landið og sviku svo öll skilyrðin. þann 9. apríl 1948 réðust hryðjuverkasveitir þeirra, Lehi og Irgunogsveitir úr helsta liðsafla síonista, Haganah inn í þorpið Deir Yassin nærri Jerúsalem og myrtu þar um 115 þorpsbúa. Þannig byrjuðu gyðingar morðæðin í Ísrael. *Wikipedia: „Fyrsta stríð Ísraels og Araba“ Bók H.Heiðdal *bls. 94 -100, bls.162-163 Hersveitir Haganah notuðu síðan þessi fjöldamorð til hótana, og dreifðu þeim skilaboðum til arabískra þorpa, að þeirra myndu bíða sömu örlög ef íbúar þeirra hefðu sig ekki strax á brott. Hótanir Haganah leiddu til þess að um 50.000 Palestínumenn flúðu frá heimilum sínum. Til að árétta hótanir sínar boðuðu yfirvöld gyðinga, að 530 þorp skyldu jöfnuð við jörðu. *bls. 161 Með morðum og eitrun vatnsbóla o.fl. tókst gyðingum að hrekja 700 þúsun araba á flótta til Gasa. Ísraelskur sagnfræðingur lýsti því yfir að Gyðingaríkið hefði aldrei verið stofnað án þess að hrekja Palestínubúa á flótta frá landi sínu. *bls. 167 „Sjálfhatandi gyðingar“. *bls.142 , bls.179 Hajo Meyer, var einn þeirra gyðinga sem lifði af dvöl í útrýmingarbúðum Hitlers. Meyer fór víða um heim, og hélt fyrirlestra, þar líkti hann framferði Ísraelshers gegn Palestínumönnum við framferði nasista gegn gyðingum. Síonistar sökuðu Meyer um að vera sjálfhatandi gyðingur. Dr. Ofer Cassiff, prófessor í stjórnmálafræði við Hebreska háskólann í Jerúsalem sagði að lagasetning Ísraelska þingsins árið 2017 þegar 4000 heimili landtökumanna á Vesturbakkanum voru lýst lögleg, hafi verið skýlaust brot á alþjóðalögum. bls.181 Dr.Ofer sagði þetta vera það sama og nasistar gerðu þegar þeir yfirtóku heimili gyðinga í Þýskalandi á sínum tíma, hentu gyðingum út og fluttu aría inn á heimilin. bls.181 Dr. Ofer sagði líka í fyrirlestri í Háskólanum í Jerúsalem, að „Þeir sem neita að sjá hversu atburðir í Ísrael líktust atburðum í Þýskalandi Hitlers þeir eigi við vandamál að stríða og verða ábyrgir fyrir mögulegri þróun ríkisins. „Það ætti að drepa palestínskar mæður“ *bls.181 Dr. Ofer lýsti Ayl Shakled, dómsmálaráðherra í stjórn Netanyahus, sem „Nýnasískum skíthæl.“ Dómsmálaráðherrann er þekkt fyrir ummæli sín um að það ætti að drepa palestínskar mæður svo að þær fæddu ekki fleiri hryðuverkamenn. Bls.181 Dr. Ofer fékk sömu afgreiðslu og Hajo Meyer. Hann var sagður „sjálfhatandi gyðingur“. bls.181 Lokalausnin Davíð Ben Gurion, forseti þjóðarráðs Ísrael, skrifaði 18. júlí 1948 „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að Palestínumönnum takist aldrei að snúa aftur.“ *bls.161 Annar leiðtogi sagði; „Þess vegna verðum við að vera reiðubúnir að reka arabísku ættbálkana burt með sverðinu, eins og forfeður okkar gerðu, eða búa við fjölmenna hópa framandi íbúa, flestir þeirra múslímar sem munu fyrirlíta okkur um ókomnar aldir.“ bls.158 Þarna var boðuð útrýming arabískra ættbáka í Ísrael. Sú útrýming stendur nú yfir með þjóðarmorðinu í Palestinu. Þau sem réttlæta þann glæp verða þá meðvirk honum. Útrýming gyðinga var „lokalausn“ Hitlers. Síonistar þurfa því ekki langt að leita að fyrirmynd. Frásagnir í þessari grein minni sanna, að það var rétt þegar framkvæmndastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði, „að árás Hamas 7.oktober „spratt ekki af engu.“ Þó þau orð séu rétt þá er samt ekkert til sem réttlætir þá árás og þann hrylling og þá svívirðu, sem þar var viðhöfð af aröbum. Ofbeldi síonista í 70 ár gegn fumbyggjum Palestínu má ekki vera réttlæting glæpaverka Hamas, þó það ofbeldi sé vel skiljanleg skýring árása. Aðgát skal höfð Þrátt fyrir þessa frásögn, sem er aðeins örlítið brot af viðvarandi daglegri niðurlægingu, kúgun og ofbeldi, sem Palestínska þjóðin hefur orðið að þola í 70 ár, af hálfu gyðinga, sem rændu hana landi sínu, lífsviðurværi og frelsi, þá er samt nauðsynlegt að við, sem erum vitni að þessum djöfulskap gætum þess vel, að leggja ekki fæð á alla gyðinga, stærsti hluti þeirra hefur ekkert með svívirðu síonista að gera, ekki frekar en rússneska þjóðin með verk Pútíns eða þýska þjóðin Hitlers. Höfundur er iðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
(Þessi grein styðst víða við bókina ÍSLANDSSTRÆTI Í JERÚSALEM eftir Hjálmtý Heiðdal. Þegar vísað er í blaðsíðutal í greininni þá á það við um bók Hjálmtýs. Hún fæst í bókabúðum.) Þriðja júní 2024 birtist í Morgunblaðinu grein undir yfirskriftinni „Stuðningur við Hamas-hryðjuverkasamtökin“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ég hvet alla að lesa greinina, mér finnst hún vera dæmi um samviskuslappan mann, sem er rótfastur í áráttu rangtúlkana og meinbægni. Ég þekki þó ekki mannin af öðru en skrifum hans, sem einkennast mjög af vörnum á voðaverkum gyðinga og hópdrápum þeirra á varnarlausu fólki á Gasa. Refsa öllum fyrir afbrot fárra Þegar lögmaðurinn skrifaði um átökin á Gasa notaði hann nöfnin „gyðingar og arabar“. Þegar ég hef skrifað um Gasa hef ég notað nöfnin „harðlínustjórn síonista“ og „palestínubúar“. Það er vegna þess að ég trúi, að mikill hluti gyðinga sé andvígur verkum harðlínustjórnarinnar. Mér finnst ekki rétt að gera heila þjóð ábyrga fyrir hrottaverkum samtaka innan hennar eins og síonistar gera þegar þeir kasta sprengjum í mannhaf í von um að drepa þar einhverja Hamasliða. Ég mun þó nota hér nöfnin „gyðingar og arabar“ á deiluaðilum ein og lögmaðurinn gerir. Balfour-yfirlýsingin Palestínudeilan spratt ekki úr tómarúmi. Hún á sér langan aðdraganda. Fyrst ber þar að nefna Balfour-yfirlýsinguna, í henni er mótað upphaf Palestínudeilunnar. *bls. 33 Síðar ákváðu sigurþjóðirnar í heimsstyrjöldinni að stofna þjóðarheimili fyrir gyðinga. Til þess völdu þær land Palestínsku þjóðarinnar og buðu það til afnota fyrir gyðinga heimsins eftir þörfum þeirra. •Einn íslenskur stjórnmálamaður (Beneddikt Gröndal) talaði gegn þessu og sagði málið viðurstyggilegt. *bls. 147 •Íslenskur lögfræðingur Dr. Björn þórðarson, fyrsti forsætisráðherra Íslenska lýðveldisins skrifaði um málið eftirfarandi klausu „flokki útlendinga var boðið upp á að setjast að í landinu, og heimaþjóðinni var það alveg um megn að spyrna hér á móti broddunum. Hin sigrandi stórveldi heimsins höfðu gert samþykkt um, að þetta land skyldi notað handa öðrum eftir þörfum.“ bls. 147 Af hálfu sameinuðu þjóðanna voru afnot gyðinga af landinu algjörlega bundin því skilyrði „að ekkert verði þar aðhafst sem verða má til ógagns borgaralegum og trúarlegum réttindum þeirra samfélaga í Palestínu, sem ekki eru gyðingleg, eða réttindum og pólitískri aðstöðu, sem gyðingar njóta í nokkru öðru landi.“ Gyðingar tóku landið og sviku svo öll skilyrðin. þann 9. apríl 1948 réðust hryðjuverkasveitir þeirra, Lehi og Irgunogsveitir úr helsta liðsafla síonista, Haganah inn í þorpið Deir Yassin nærri Jerúsalem og myrtu þar um 115 þorpsbúa. Þannig byrjuðu gyðingar morðæðin í Ísrael. *Wikipedia: „Fyrsta stríð Ísraels og Araba“ Bók H.Heiðdal *bls. 94 -100, bls.162-163 Hersveitir Haganah notuðu síðan þessi fjöldamorð til hótana, og dreifðu þeim skilaboðum til arabískra þorpa, að þeirra myndu bíða sömu örlög ef íbúar þeirra hefðu sig ekki strax á brott. Hótanir Haganah leiddu til þess að um 50.000 Palestínumenn flúðu frá heimilum sínum. Til að árétta hótanir sínar boðuðu yfirvöld gyðinga, að 530 þorp skyldu jöfnuð við jörðu. *bls. 161 Með morðum og eitrun vatnsbóla o.fl. tókst gyðingum að hrekja 700 þúsun araba á flótta til Gasa. Ísraelskur sagnfræðingur lýsti því yfir að Gyðingaríkið hefði aldrei verið stofnað án þess að hrekja Palestínubúa á flótta frá landi sínu. *bls. 167 „Sjálfhatandi gyðingar“. *bls.142 , bls.179 Hajo Meyer, var einn þeirra gyðinga sem lifði af dvöl í útrýmingarbúðum Hitlers. Meyer fór víða um heim, og hélt fyrirlestra, þar líkti hann framferði Ísraelshers gegn Palestínumönnum við framferði nasista gegn gyðingum. Síonistar sökuðu Meyer um að vera sjálfhatandi gyðingur. Dr. Ofer Cassiff, prófessor í stjórnmálafræði við Hebreska háskólann í Jerúsalem sagði að lagasetning Ísraelska þingsins árið 2017 þegar 4000 heimili landtökumanna á Vesturbakkanum voru lýst lögleg, hafi verið skýlaust brot á alþjóðalögum. bls.181 Dr.Ofer sagði þetta vera það sama og nasistar gerðu þegar þeir yfirtóku heimili gyðinga í Þýskalandi á sínum tíma, hentu gyðingum út og fluttu aría inn á heimilin. bls.181 Dr. Ofer sagði líka í fyrirlestri í Háskólanum í Jerúsalem, að „Þeir sem neita að sjá hversu atburðir í Ísrael líktust atburðum í Þýskalandi Hitlers þeir eigi við vandamál að stríða og verða ábyrgir fyrir mögulegri þróun ríkisins. „Það ætti að drepa palestínskar mæður“ *bls.181 Dr. Ofer lýsti Ayl Shakled, dómsmálaráðherra í stjórn Netanyahus, sem „Nýnasískum skíthæl.“ Dómsmálaráðherrann er þekkt fyrir ummæli sín um að það ætti að drepa palestínskar mæður svo að þær fæddu ekki fleiri hryðuverkamenn. Bls.181 Dr. Ofer fékk sömu afgreiðslu og Hajo Meyer. Hann var sagður „sjálfhatandi gyðingur“. bls.181 Lokalausnin Davíð Ben Gurion, forseti þjóðarráðs Ísrael, skrifaði 18. júlí 1948 „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að Palestínumönnum takist aldrei að snúa aftur.“ *bls.161 Annar leiðtogi sagði; „Þess vegna verðum við að vera reiðubúnir að reka arabísku ættbálkana burt með sverðinu, eins og forfeður okkar gerðu, eða búa við fjölmenna hópa framandi íbúa, flestir þeirra múslímar sem munu fyrirlíta okkur um ókomnar aldir.“ bls.158 Þarna var boðuð útrýming arabískra ættbáka í Ísrael. Sú útrýming stendur nú yfir með þjóðarmorðinu í Palestinu. Þau sem réttlæta þann glæp verða þá meðvirk honum. Útrýming gyðinga var „lokalausn“ Hitlers. Síonistar þurfa því ekki langt að leita að fyrirmynd. Frásagnir í þessari grein minni sanna, að það var rétt þegar framkvæmndastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði, „að árás Hamas 7.oktober „spratt ekki af engu.“ Þó þau orð séu rétt þá er samt ekkert til sem réttlætir þá árás og þann hrylling og þá svívirðu, sem þar var viðhöfð af aröbum. Ofbeldi síonista í 70 ár gegn fumbyggjum Palestínu má ekki vera réttlæting glæpaverka Hamas, þó það ofbeldi sé vel skiljanleg skýring árása. Aðgát skal höfð Þrátt fyrir þessa frásögn, sem er aðeins örlítið brot af viðvarandi daglegri niðurlægingu, kúgun og ofbeldi, sem Palestínska þjóðin hefur orðið að þola í 70 ár, af hálfu gyðinga, sem rændu hana landi sínu, lífsviðurværi og frelsi, þá er samt nauðsynlegt að við, sem erum vitni að þessum djöfulskap gætum þess vel, að leggja ekki fæð á alla gyðinga, stærsti hluti þeirra hefur ekkert með svívirðu síonista að gera, ekki frekar en rússneska þjóðin með verk Pútíns eða þýska þjóðin Hitlers. Höfundur er iðnaðarmaður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun