Uppgjör: Fram - HK 1-2 | Gestirnir komu til baka Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. júní 2024 21:10 HK vann dýrmætan sigur í kvöld. Vísir/Anton Brink HK kom til baka eftir að lenda undir gegn Fram í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Hvorugu liði hafði tekist að vinna deildarleik síðan í maí. Í kvöld rúllaði Besta deildin aftur af stað eftir landsleikjahlé. Í Úlfarsárdalnum kom HK í heimsókn og léku gegn heimamönnum í Fram. Eftir dapran fyrri hálfleik hjá gestunum tókst þeim að snúa bökum saman í þeim sinni og vinna endurkomusigur. Leikurinn fór rólega af stað, en Framarar héldu boltanum vel innan síns liðs á meðan HK-ingar lágu til baka. Lítið var um afgerandi færi í fyrri hálfleiknum og var það ekki fyrr en á 41. mínútu leiksins sem eitt slíkt leit dagsins ljós. Már Ægisson fékk þá sendingu inn fyrir vörn HK frá Adam Erni Arnarssyni. Már stakk Þorstein Aron Antonsson af og renndi loks boltanum undir Arnar Frey Ólafsson í marki HK. Staðan 1-0. Í kjölfarið fengu gestirnir sitt besta færi í fyrri hálfleik. Arnþór Ari Atlason kom þá með sendingu inn á vítateig Fram sem Birnir Breki Burknason undirbjó sig til þess að skjóta á markið, einn og óvaldaður á vítateigspunktinum. Ívar Orri Gissurarson kom þó þar askvaðandi og teygði sig í boltann og stýrði honum fram hjá og gerði sér sennilega ekki grein fyrir að hann væri að hrifsa marktækifærið af liðsfélaga sínum. Framarar fóru því með eins marks forskot inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleik tókst gestunum að koma sér hægt og bítandi inn í leikinn sem endaði loks með marki á 69. mínútu. Birnir Breki Burknason fékk þá boltann úti á hægri kanti og keyrði í átt að vítateig Fram og fór fram hjá nokkrum varnarmönnum áður en hann þrumaði boltanum fyrir. Fyrirgjöf hans endaði í hnénu á Brynjari Gauta Guðjónssyni og þaðan fór boltinn í átt að marki þar sem Ólafur Íshólm náði ekki að bregðast við og boltinn lág í netinu. Aðeins fimm mínútum síðar kom sigurmark leiksins. George Nunn tók þá hornspyrnu á fjær stöngina þar sem Atli Þór Jónasson var. Hann skallaði boltann aftur fyrir, beint á Þorstein Aron Antonsson sem skoraði með bakfallsspyrnu af stuttu færi. Síðasta korter leiksins reyndu heimamenn hvað þeir gátu til þess að jafna og átti Fred margar stórhættulegar hornspyrnur, þar á meðal eina sem Guðmundur Magnusson skallaði í slá. Allt kom þó fyrir ekki og HK sigldi að lokum sínum þriðja sigri í Bestu deildinni í höfn. Atvik leiksins Spretturinn hjá Birni Breka Burknasyni í jöfnunarmarki HK voru einmitt þeir töfrar sem gestunum vantaði til þess að koma sér inn í leikinn. Eftir það mark var allur vindur með HK, þrátt fyrir að spila í mótvindi, og virtist aðeins vera tímaspursmál hvenær næsta mark kæmi hjá þeim. Stjörnur og skúrkar Birnir Breki Burknason var mjög duglegur í dag sem skilaði að lokum marki. Innkoma Atla Þórs Jónassonar, hins stóra og stæðilega framherja, breytti þó leiknum mikið. Atli Þór hefur verið meiddur síðan 12. maí, en innkoma hans í dag var mikil vítamínssprauta fyrir HK. Atla Þór lagði upp sigurmark leiksins. Brynjar Gauti Guðjónsson var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í nokkurn tíma. Hann hóf leikinn ágætlega en lenti í miklum vandræðum eftir að hann fékk gult spjald rétt fyrir hálfleik. Brynjar Gauti lenti í því óhappi að skora sjálfsmark og lauk leik hans á 75. mínútu þegar Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, virtist knúinn til þess að taka hann út af áður en dómarinn myndi gera það. Dómarar Helgi Mikael Jónasson átti ekkert sérstakan leik. Nokkrum sinnum sem hann virtist vera að missa smá tök á leiknum sem var algjör óþarfi. Helgi Mikael og aðstoðarmenn hans fá þó 6 fyrir sína frammistöðu. Stemning og umgjörð Framarar hafa myndað frábæra stemningu á sínum tiltölulega nýja heimavelli, Lambhagavellinum. Fyrir leik var boðið upp á plokkfisk fyrir hollvini Fram og mætti aðstoðarþjálfari Fram, Helgi Sigurðsson, í veislusalinn og fór yfir leikinn sem væri fram undan fyrir Framara. Tæplega 600 manns mættu á völlinn, sem verður að teljast ágætt þegar Besta deildin er í samkeppni við Evrópumótið í fótbolta um áhorf. Erum búnir að hafa áhyggjur í töluverðan tíma Rúnar Kristinsson [til hægri].vísir / anton brink „Við vorum mjög fínir í fyrri en svo í seinni, með vindinn í bakið, þá náðum við ekki að stýra leiknum, við vorum að reyna að pressa. En gefum svo, það segja það allir þjálfarar eftir hvern einasta leik, mörk. Eitt eftir hornspyrnu og hitt fyrirgjöf, skot í einhvern og inn, smá heppni fyrir þá. Bara ofboðslega svekkjandi að tapa þessum leik,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram eftir leik. „Menn voru að leggja sig fram. Við vorum að spila við andstæðing sem var að taka sénsa og fara fram með marga, þeir spiluðu betur í síðari hálfleik heldur en í þeim fyrri, það er nokkuð ljóst. Það er ekki hægt að taka það af þeim. Við þurfum bara að verjast betur og vera með kveikt á ljósunum allan leikinn.“ Aðspurður hvort það væri eitthvað jákvætt sem Framarar gætu tekið út úr leiknum, þá hafði Rúnar þetta að segja. „Það var margt jákvætt. Spilið okkar í fyrri hálfleik og svo voru leikmenn inn á sem voru duglegir að hlaupa og leggja á sig vinnu og berjast. Það þurfa allir að vera innstilltir á það að það þarf að hlaupa og berjast til að vinna fótboltaleiki. Þó það hafi ekki heppnast í dag þá var margt jákvætt í þeim efnum.“ Árangur Fram að undanförnu hefur ekki verið góður og hefur Rúnar og hans teymi áhyggjur af stöðu mála. „Við erum búnir að hafa áhyggjur í töluverðan tíma, eins og ég sagði fyrir leikinn. Við höfum ekki unnið í síðustu 4-5 leikjum og aftur í kvöld á heimavelli þá vorum við með góða stöðu en við klúðruðum því. Við svo sem vissum að þetta gæti orðið smá brekka fyrir okkur í sumar, en við erum að reyna gera betur en við gerðum í fyrra og við erum á góðri leið með það. En við getum ekki slakað á og verðum að halda áfram og styrkja okkur og reyna að gera betur næst. Það er eina leiðin í þessu,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fram HK Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ómar Ingi: Snýst um að sækja þessa tilfinningu HK vann endurkomusigur gegn Fram á Lambhagavellinum í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í kvöld. Lokatölur 1-2 þar sem Framarar leiddu í hálfleik. 18. júní 2024 22:00
HK kom til baka eftir að lenda undir gegn Fram í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Hvorugu liði hafði tekist að vinna deildarleik síðan í maí. Í kvöld rúllaði Besta deildin aftur af stað eftir landsleikjahlé. Í Úlfarsárdalnum kom HK í heimsókn og léku gegn heimamönnum í Fram. Eftir dapran fyrri hálfleik hjá gestunum tókst þeim að snúa bökum saman í þeim sinni og vinna endurkomusigur. Leikurinn fór rólega af stað, en Framarar héldu boltanum vel innan síns liðs á meðan HK-ingar lágu til baka. Lítið var um afgerandi færi í fyrri hálfleiknum og var það ekki fyrr en á 41. mínútu leiksins sem eitt slíkt leit dagsins ljós. Már Ægisson fékk þá sendingu inn fyrir vörn HK frá Adam Erni Arnarssyni. Már stakk Þorstein Aron Antonsson af og renndi loks boltanum undir Arnar Frey Ólafsson í marki HK. Staðan 1-0. Í kjölfarið fengu gestirnir sitt besta færi í fyrri hálfleik. Arnþór Ari Atlason kom þá með sendingu inn á vítateig Fram sem Birnir Breki Burknason undirbjó sig til þess að skjóta á markið, einn og óvaldaður á vítateigspunktinum. Ívar Orri Gissurarson kom þó þar askvaðandi og teygði sig í boltann og stýrði honum fram hjá og gerði sér sennilega ekki grein fyrir að hann væri að hrifsa marktækifærið af liðsfélaga sínum. Framarar fóru því með eins marks forskot inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleik tókst gestunum að koma sér hægt og bítandi inn í leikinn sem endaði loks með marki á 69. mínútu. Birnir Breki Burknason fékk þá boltann úti á hægri kanti og keyrði í átt að vítateig Fram og fór fram hjá nokkrum varnarmönnum áður en hann þrumaði boltanum fyrir. Fyrirgjöf hans endaði í hnénu á Brynjari Gauta Guðjónssyni og þaðan fór boltinn í átt að marki þar sem Ólafur Íshólm náði ekki að bregðast við og boltinn lág í netinu. Aðeins fimm mínútum síðar kom sigurmark leiksins. George Nunn tók þá hornspyrnu á fjær stöngina þar sem Atli Þór Jónasson var. Hann skallaði boltann aftur fyrir, beint á Þorstein Aron Antonsson sem skoraði með bakfallsspyrnu af stuttu færi. Síðasta korter leiksins reyndu heimamenn hvað þeir gátu til þess að jafna og átti Fred margar stórhættulegar hornspyrnur, þar á meðal eina sem Guðmundur Magnusson skallaði í slá. Allt kom þó fyrir ekki og HK sigldi að lokum sínum þriðja sigri í Bestu deildinni í höfn. Atvik leiksins Spretturinn hjá Birni Breka Burknasyni í jöfnunarmarki HK voru einmitt þeir töfrar sem gestunum vantaði til þess að koma sér inn í leikinn. Eftir það mark var allur vindur með HK, þrátt fyrir að spila í mótvindi, og virtist aðeins vera tímaspursmál hvenær næsta mark kæmi hjá þeim. Stjörnur og skúrkar Birnir Breki Burknason var mjög duglegur í dag sem skilaði að lokum marki. Innkoma Atla Þórs Jónassonar, hins stóra og stæðilega framherja, breytti þó leiknum mikið. Atli Þór hefur verið meiddur síðan 12. maí, en innkoma hans í dag var mikil vítamínssprauta fyrir HK. Atla Þór lagði upp sigurmark leiksins. Brynjar Gauti Guðjónsson var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í nokkurn tíma. Hann hóf leikinn ágætlega en lenti í miklum vandræðum eftir að hann fékk gult spjald rétt fyrir hálfleik. Brynjar Gauti lenti í því óhappi að skora sjálfsmark og lauk leik hans á 75. mínútu þegar Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, virtist knúinn til þess að taka hann út af áður en dómarinn myndi gera það. Dómarar Helgi Mikael Jónasson átti ekkert sérstakan leik. Nokkrum sinnum sem hann virtist vera að missa smá tök á leiknum sem var algjör óþarfi. Helgi Mikael og aðstoðarmenn hans fá þó 6 fyrir sína frammistöðu. Stemning og umgjörð Framarar hafa myndað frábæra stemningu á sínum tiltölulega nýja heimavelli, Lambhagavellinum. Fyrir leik var boðið upp á plokkfisk fyrir hollvini Fram og mætti aðstoðarþjálfari Fram, Helgi Sigurðsson, í veislusalinn og fór yfir leikinn sem væri fram undan fyrir Framara. Tæplega 600 manns mættu á völlinn, sem verður að teljast ágætt þegar Besta deildin er í samkeppni við Evrópumótið í fótbolta um áhorf. Erum búnir að hafa áhyggjur í töluverðan tíma Rúnar Kristinsson [til hægri].vísir / anton brink „Við vorum mjög fínir í fyrri en svo í seinni, með vindinn í bakið, þá náðum við ekki að stýra leiknum, við vorum að reyna að pressa. En gefum svo, það segja það allir þjálfarar eftir hvern einasta leik, mörk. Eitt eftir hornspyrnu og hitt fyrirgjöf, skot í einhvern og inn, smá heppni fyrir þá. Bara ofboðslega svekkjandi að tapa þessum leik,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram eftir leik. „Menn voru að leggja sig fram. Við vorum að spila við andstæðing sem var að taka sénsa og fara fram með marga, þeir spiluðu betur í síðari hálfleik heldur en í þeim fyrri, það er nokkuð ljóst. Það er ekki hægt að taka það af þeim. Við þurfum bara að verjast betur og vera með kveikt á ljósunum allan leikinn.“ Aðspurður hvort það væri eitthvað jákvætt sem Framarar gætu tekið út úr leiknum, þá hafði Rúnar þetta að segja. „Það var margt jákvætt. Spilið okkar í fyrri hálfleik og svo voru leikmenn inn á sem voru duglegir að hlaupa og leggja á sig vinnu og berjast. Það þurfa allir að vera innstilltir á það að það þarf að hlaupa og berjast til að vinna fótboltaleiki. Þó það hafi ekki heppnast í dag þá var margt jákvætt í þeim efnum.“ Árangur Fram að undanförnu hefur ekki verið góður og hefur Rúnar og hans teymi áhyggjur af stöðu mála. „Við erum búnir að hafa áhyggjur í töluverðan tíma, eins og ég sagði fyrir leikinn. Við höfum ekki unnið í síðustu 4-5 leikjum og aftur í kvöld á heimavelli þá vorum við með góða stöðu en við klúðruðum því. Við svo sem vissum að þetta gæti orðið smá brekka fyrir okkur í sumar, en við erum að reyna gera betur en við gerðum í fyrra og við erum á góðri leið með það. En við getum ekki slakað á og verðum að halda áfram og styrkja okkur og reyna að gera betur næst. Það er eina leiðin í þessu,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fram HK Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ómar Ingi: Snýst um að sækja þessa tilfinningu HK vann endurkomusigur gegn Fram á Lambhagavellinum í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í kvöld. Lokatölur 1-2 þar sem Framarar leiddu í hálfleik. 18. júní 2024 22:00
Ómar Ingi: Snýst um að sækja þessa tilfinningu HK vann endurkomusigur gegn Fram á Lambhagavellinum í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í kvöld. Lokatölur 1-2 þar sem Framarar leiddu í hálfleik. 18. júní 2024 22:00
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti