Uppgjör: Stjarnan - FH 4-2 | Töfrar Óla Vals komu Stjörnunni á sigurbraut Ólafur Þór Jónsson skrifar 18. júní 2024 21:00 Óli Valur skoraði magnað mark. Vísir/Anton Brink Stjarnan lagði FH 4-2 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Með sigrinum fór Stjarnan upp fyrir gestina úr Hafnafirði. Eftir langt landsleikjahlé var loks komið að umferð í Bestu deildinni. Á Samsung vellinum í Garðabæ tóku heimamenn á móti nágrönnum sínum í FH. Stjarnan fyrir þennan leik tapað tveimur leikjum í deild stórt og gátu því komið til baka sterkari úr pásunni. Á sama tíma hafði FH ekki unnið leik í deild frá 5. maí og gert tvö jafntefli í röð. Bæði þurftu því nauðsynlega á sigri að halda til að koma sér af stað á ný. Eftir jafnar fyrstu mínútur var það Björn Daníel Sverrisson sem braut múrinn og skoraði fyrsta markið. Það var eftir mikla skothríð Hafnfirðinga þar sem Matthias Rosenorn markvörður Stjörnunnar átti frábær tilþrif. Eftir hornspyrnu var það Ólafur Guðmundsson sem átti góðan skalla sem Matthias varði, boltinn þaðan fer í Dusan Brkovic sem á fastann skalla sem Matthias ver ótrúlega. Að lokum er það svo Björn Daníel sem setur smiðshöggið á orrahríð FH og skorar í markið. Þrettán mínútum síðar er það svo Emil Atlason sem vinnur aukaspyrnu fyrir utan teig Stjörnunnar að miklu harðfylgi. Tekur spyrnuna hratt og setur boltann beint á Guðmund Baldvin miðjumann Stjörnunnar. Hann er algjörlega aleinn og óvaldaður við vítateigsbogann og á skot sem syngur í netinu. Leikurinn orðinn jafn á ný og þannig var hann er liðin héldu til búningsklefa í hálfleiknum. Þá var komið að þætti Óla Vals Ómarssonar sem skoraði þýðingarmikið mark á 81. mínútu leiksins. Hann vann boltann af sóknarmanni FH við sinn vítateig og tók á rás upp völlinn. Hann fer framhjá tveimur varnarmönnum FH og setur boltann snyrtilega í fjærhornið framhjá Sindra í markinu. Algjörlega magnaðir taktar hjá kauða. Þá hófst flugeldasýning til að enda þennan leik. Í uppbótartíma skoraði Baldur Logi Guðlaugsson mark gegn uppeldisfélagi sínu eftir frábæran undirbúning hjá Róberti Frosta. Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn fljótlega eftir markið með skalla eftir aukaspyrnu þar sem vörn Stjörnunnar var sofandi. Staðan orðin 3-2 og allt gat gerst. Á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði svo Emil Atlason gott mark og kórónaði þar með flotta frammistöðu. Niðurstaðan 4-2 sigur Stjörnunnar sem er komin aftur á sigurbraut eftir tvö töp. Frammistaðan var heilt yfir góð, varnarlega gaf liðið lítið færi á sér en mörkin sem þeir fá á sig koma eftir augnarbliks einbeitingarleysi sem þeir verða að bæta. FH gekk illa að byggja nægilega góðar skyndisóknir og komu sér í fá alvöru færi. FH er enn í leit að sigri og verður staðan verri með hverjum deginum. Atvik leiksins Mark Óla Vals var hreint magnað. Mark sem hann skapar og skorar algjörlega uppá eigin spýtur. Á þessum tímapunkti var ekki útlit fyrir neitt annað en jafntefli en Óli Valur var ósammála því og bjó til það sem ég vill kalla sigurmark uppúr engu. Skóp klárlega flugeldasýninguna sem eftir kom. Stjörnur og skúrkar Eldskírn Matthias Rosenorn á þessu tímabili í marki Stjörnunnar var frábær. Hann varði oft frábærlega og kom hreint og beint í veg fyrir mörk FH. Hann gerði sitt allra besta í marki FH þar sem hann varði meistaralega tvisvar án þess að liðsfélagar hans næðu að bægja hættunni frá. Emil Atlason var einnig virkilega öflugur, vann endalaust uppá topp. Óli Valur verður samt að fá nafnbótina maður leiksins eftir þetta magnaða sigurmark. Hann hafði einnig verið öflugur með hraða sínum og krafti allan leikinn. Sóknarlína FH var í vandræðum í dag, héldu boltanum illa hátt uppi á vellinum og komu sér varla í færi. Sigurður Bjartur á eitt færi þar sem hann gerir listilega að koma sér í færi en fer ákaflega illa með færið. Dusan Brkovic átti þokkalegan leik framan af en leit ofboðslega illa út í sigurmarkinu. Björn Daníel og Logi Hrafn áttu fínan leik á miðjunni en fengu ákaflega litla hjálp. Dómarinn Vilhjálmur Alvar gerði sérlega vel í dag. Það var mikið af barning en hann var ekkert að flauta á allt og lét leikinn ganga vel. Lítið um stórar ákvarðanir sem hann þurfti að taka í dag en það var allt sem skipti máli hárréttar ákvarðanir. 9/10. Stemning og umgjörð Stjarnan stendur sig alltaf þvílíkt vel þegar kemur að umgjörð leikja, það er ekkert nýtt. Framúrskarandi leikdagsupplifun og starfsmenn félagsins mæta manni með bros á vör. Ljóst að það er góð stemmning í kringum félagið. Eitt verður þó að hnýta í og er það frekar sjaldgæft á þessum velli. Langt er síðan það heyrðist jafn lítið í Silfurskeiðinni eins og fyrri hálfleik. Þeir urðu háværari í seinni hálfleik en við höfum oft séð þá taka meira til sín. Það er samt lítið atriði í stóru myndinni og flottur viðburður í Garðabænum í dag. „Erum ekki að fara að missa okkur yfir þessu“ Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Anton Brink Vísir ræddi við Jökul Elísabetarson eftir leikinn sem var að vonum kátur með góðan sigur. „Mjög ánægður með leikinn. Fannst þetta bara grjóthart hjá okkur, vel gert.“ sagði Jökull. Stjarnan tapaði síðustu tveimur leikjum í deildinni illa, 5-1 gegn Val og 4-2 gegn Vestra og viðurkenndi Jökull að sigur í dag hafi verið kærkominn. „Höfum unnið mikið í mörgum þáttum síðan. Sáum líka atriði í leiknum á undan því þar sem við unnum KA 5-0. Nokkur atriði sem við þurftum að laga. Það hefur tekið smá tíma og öll þau atriði litu vel út í dag. Það voru engin vandamál með skyndisóknir í dag, FH er skyndisóknarlið. Við vorum fljótir til baka, fastir fyrir og harðir. Fannst liðið gera þetta vel.“ sagði Jökull Óli Valur Ómarsson skoraði annað mark Stjörnunnar sem var eiginlegt sigurmark þegar lítið leit út fyrir að annað liðið næði að stela sigrinum í stöðunni 1-1. Markið var einkar glæsilegt og algjört einstaklingsframtak Óla. Ljóst var að Jökull var ánægður með markið hjá sínum manni. „Óli var búinn að vera mjög hættulegur og hóta þessu nokkrum sinnum. Það vantaði aðeins í fyrri hálfleik og framan af í seinni hálfleik aðeins aðrar hreyfingar í kringum hann. Þetta var bara virkilega vel gert hjá honum.“ sagði Jökull og bætti við um framhaldið. „Það er þétt prógramm framundan. Það er HK á laugardaginn. Erum ekkert að fara að missa okkur yfir þessu. Þurfum að mæta HK að alvöru. Held að þeir hafi unnið í kvöld og verða vel gíraðir á laugardaginn. Þeir eru bara komnir í gang og það er ekki auðvelt lið, HK með sjálfstraust. Þannig við verðum að vera aggresívir og tilbúnir á laugardag.“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan FH Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Óli Valur um markið: „Var eiginlega ekki að hugsa neitt“ Stjarnan vann góðan 4-2 sigur á FH á Samsung vellinum í kvöld. Leikurinn var var í nokkru jafnvægi framan af endaði á algjörri flugelda sýningu þar sem mörkunum var raðað inn. 18. júní 2024 22:15 „Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður“ Hafnfirðingar gerðu slæma ferð yfir hraunið til nágranna sinna í Garðabæ. Þar tók Stjarnan á móti FH í leik þar sem bæði lið þurftu sigur til að komast á sigurbraut. Leiknum lauk með sannfærandi 4-2 sigri Stjörnunnar í markaleik. 18. júní 2024 22:46
Stjarnan lagði FH 4-2 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Með sigrinum fór Stjarnan upp fyrir gestina úr Hafnafirði. Eftir langt landsleikjahlé var loks komið að umferð í Bestu deildinni. Á Samsung vellinum í Garðabæ tóku heimamenn á móti nágrönnum sínum í FH. Stjarnan fyrir þennan leik tapað tveimur leikjum í deild stórt og gátu því komið til baka sterkari úr pásunni. Á sama tíma hafði FH ekki unnið leik í deild frá 5. maí og gert tvö jafntefli í röð. Bæði þurftu því nauðsynlega á sigri að halda til að koma sér af stað á ný. Eftir jafnar fyrstu mínútur var það Björn Daníel Sverrisson sem braut múrinn og skoraði fyrsta markið. Það var eftir mikla skothríð Hafnfirðinga þar sem Matthias Rosenorn markvörður Stjörnunnar átti frábær tilþrif. Eftir hornspyrnu var það Ólafur Guðmundsson sem átti góðan skalla sem Matthias varði, boltinn þaðan fer í Dusan Brkovic sem á fastann skalla sem Matthias ver ótrúlega. Að lokum er það svo Björn Daníel sem setur smiðshöggið á orrahríð FH og skorar í markið. Þrettán mínútum síðar er það svo Emil Atlason sem vinnur aukaspyrnu fyrir utan teig Stjörnunnar að miklu harðfylgi. Tekur spyrnuna hratt og setur boltann beint á Guðmund Baldvin miðjumann Stjörnunnar. Hann er algjörlega aleinn og óvaldaður við vítateigsbogann og á skot sem syngur í netinu. Leikurinn orðinn jafn á ný og þannig var hann er liðin héldu til búningsklefa í hálfleiknum. Þá var komið að þætti Óla Vals Ómarssonar sem skoraði þýðingarmikið mark á 81. mínútu leiksins. Hann vann boltann af sóknarmanni FH við sinn vítateig og tók á rás upp völlinn. Hann fer framhjá tveimur varnarmönnum FH og setur boltann snyrtilega í fjærhornið framhjá Sindra í markinu. Algjörlega magnaðir taktar hjá kauða. Þá hófst flugeldasýning til að enda þennan leik. Í uppbótartíma skoraði Baldur Logi Guðlaugsson mark gegn uppeldisfélagi sínu eftir frábæran undirbúning hjá Róberti Frosta. Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn fljótlega eftir markið með skalla eftir aukaspyrnu þar sem vörn Stjörnunnar var sofandi. Staðan orðin 3-2 og allt gat gerst. Á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði svo Emil Atlason gott mark og kórónaði þar með flotta frammistöðu. Niðurstaðan 4-2 sigur Stjörnunnar sem er komin aftur á sigurbraut eftir tvö töp. Frammistaðan var heilt yfir góð, varnarlega gaf liðið lítið færi á sér en mörkin sem þeir fá á sig koma eftir augnarbliks einbeitingarleysi sem þeir verða að bæta. FH gekk illa að byggja nægilega góðar skyndisóknir og komu sér í fá alvöru færi. FH er enn í leit að sigri og verður staðan verri með hverjum deginum. Atvik leiksins Mark Óla Vals var hreint magnað. Mark sem hann skapar og skorar algjörlega uppá eigin spýtur. Á þessum tímapunkti var ekki útlit fyrir neitt annað en jafntefli en Óli Valur var ósammála því og bjó til það sem ég vill kalla sigurmark uppúr engu. Skóp klárlega flugeldasýninguna sem eftir kom. Stjörnur og skúrkar Eldskírn Matthias Rosenorn á þessu tímabili í marki Stjörnunnar var frábær. Hann varði oft frábærlega og kom hreint og beint í veg fyrir mörk FH. Hann gerði sitt allra besta í marki FH þar sem hann varði meistaralega tvisvar án þess að liðsfélagar hans næðu að bægja hættunni frá. Emil Atlason var einnig virkilega öflugur, vann endalaust uppá topp. Óli Valur verður samt að fá nafnbótina maður leiksins eftir þetta magnaða sigurmark. Hann hafði einnig verið öflugur með hraða sínum og krafti allan leikinn. Sóknarlína FH var í vandræðum í dag, héldu boltanum illa hátt uppi á vellinum og komu sér varla í færi. Sigurður Bjartur á eitt færi þar sem hann gerir listilega að koma sér í færi en fer ákaflega illa með færið. Dusan Brkovic átti þokkalegan leik framan af en leit ofboðslega illa út í sigurmarkinu. Björn Daníel og Logi Hrafn áttu fínan leik á miðjunni en fengu ákaflega litla hjálp. Dómarinn Vilhjálmur Alvar gerði sérlega vel í dag. Það var mikið af barning en hann var ekkert að flauta á allt og lét leikinn ganga vel. Lítið um stórar ákvarðanir sem hann þurfti að taka í dag en það var allt sem skipti máli hárréttar ákvarðanir. 9/10. Stemning og umgjörð Stjarnan stendur sig alltaf þvílíkt vel þegar kemur að umgjörð leikja, það er ekkert nýtt. Framúrskarandi leikdagsupplifun og starfsmenn félagsins mæta manni með bros á vör. Ljóst að það er góð stemmning í kringum félagið. Eitt verður þó að hnýta í og er það frekar sjaldgæft á þessum velli. Langt er síðan það heyrðist jafn lítið í Silfurskeiðinni eins og fyrri hálfleik. Þeir urðu háværari í seinni hálfleik en við höfum oft séð þá taka meira til sín. Það er samt lítið atriði í stóru myndinni og flottur viðburður í Garðabænum í dag. „Erum ekki að fara að missa okkur yfir þessu“ Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Anton Brink Vísir ræddi við Jökul Elísabetarson eftir leikinn sem var að vonum kátur með góðan sigur. „Mjög ánægður með leikinn. Fannst þetta bara grjóthart hjá okkur, vel gert.“ sagði Jökull. Stjarnan tapaði síðustu tveimur leikjum í deildinni illa, 5-1 gegn Val og 4-2 gegn Vestra og viðurkenndi Jökull að sigur í dag hafi verið kærkominn. „Höfum unnið mikið í mörgum þáttum síðan. Sáum líka atriði í leiknum á undan því þar sem við unnum KA 5-0. Nokkur atriði sem við þurftum að laga. Það hefur tekið smá tíma og öll þau atriði litu vel út í dag. Það voru engin vandamál með skyndisóknir í dag, FH er skyndisóknarlið. Við vorum fljótir til baka, fastir fyrir og harðir. Fannst liðið gera þetta vel.“ sagði Jökull Óli Valur Ómarsson skoraði annað mark Stjörnunnar sem var eiginlegt sigurmark þegar lítið leit út fyrir að annað liðið næði að stela sigrinum í stöðunni 1-1. Markið var einkar glæsilegt og algjört einstaklingsframtak Óla. Ljóst var að Jökull var ánægður með markið hjá sínum manni. „Óli var búinn að vera mjög hættulegur og hóta þessu nokkrum sinnum. Það vantaði aðeins í fyrri hálfleik og framan af í seinni hálfleik aðeins aðrar hreyfingar í kringum hann. Þetta var bara virkilega vel gert hjá honum.“ sagði Jökull og bætti við um framhaldið. „Það er þétt prógramm framundan. Það er HK á laugardaginn. Erum ekkert að fara að missa okkur yfir þessu. Þurfum að mæta HK að alvöru. Held að þeir hafi unnið í kvöld og verða vel gíraðir á laugardaginn. Þeir eru bara komnir í gang og það er ekki auðvelt lið, HK með sjálfstraust. Þannig við verðum að vera aggresívir og tilbúnir á laugardag.“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan FH Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Óli Valur um markið: „Var eiginlega ekki að hugsa neitt“ Stjarnan vann góðan 4-2 sigur á FH á Samsung vellinum í kvöld. Leikurinn var var í nokkru jafnvægi framan af endaði á algjörri flugelda sýningu þar sem mörkunum var raðað inn. 18. júní 2024 22:15 „Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður“ Hafnfirðingar gerðu slæma ferð yfir hraunið til nágranna sinna í Garðabæ. Þar tók Stjarnan á móti FH í leik þar sem bæði lið þurftu sigur til að komast á sigurbraut. Leiknum lauk með sannfærandi 4-2 sigri Stjörnunnar í markaleik. 18. júní 2024 22:46
Óli Valur um markið: „Var eiginlega ekki að hugsa neitt“ Stjarnan vann góðan 4-2 sigur á FH á Samsung vellinum í kvöld. Leikurinn var var í nokkru jafnvægi framan af endaði á algjörri flugelda sýningu þar sem mörkunum var raðað inn. 18. júní 2024 22:15
„Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður“ Hafnfirðingar gerðu slæma ferð yfir hraunið til nágranna sinna í Garðabæ. Þar tók Stjarnan á móti FH í leik þar sem bæði lið þurftu sigur til að komast á sigurbraut. Leiknum lauk með sannfærandi 4-2 sigri Stjörnunnar í markaleik. 18. júní 2024 22:46
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti