Fótbolti

Á­fall fyrir Serba

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Spilar ekki meira á EM.
Spilar ekki meira á EM. Lars Baron/Getty Images

Einn af mikilvægasti hlekkur Serbíu er meiddur og verður ekki meira með á Evrópumóti karla í knattspyrnu.

Hinn 31 árs gamli Filip Kostić meiddist á hné í 0-1 tapi Serbíu fyrir Englandi í fyrsta leik liðanna í C-riðli.

Kostić, sem spilar með Juventus á Ítalíu, er ekki aðeins einn af reynslumestu leikmönnum Serbíu heldur er hann gríðarlega mikilvægur sóknarleik liðsins þrátt fyrir að leika nær eingöngu sem bakvörður.

Hann meiddist á hné gegn Englandi og verður því ekki meira með á EM. Verkefni Serbíu er ærið þar sem liðið þarf nú að finna leiðir til að leggja Danmörku og Slóveníu án Kostić.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×