Mikilvægi Vaxtamálsins -lántakar verjist Breki Karlsson, Ragnar Þór Ingólfsson og skrifa 19. júní 2024 09:31 Árið 2021 fengu Neytendasamtökin fulltingi VR til að stefna bönkunum vegna skilmála og vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum. Að mati samtakanna eru skilmálarnir óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort vaxtaákvarðanir séu réttmætar. Á þessum tíma voru vextir í sögulegu lágmarki. Nú hafa þeir hækkað svo rækilega að margir sligast undan, og fram undan eru vaxtabreytingar fjölmargra lána, svo líkja má við krapastíflu sem bíður þess að bresta. Því eru hagsmunir neytenda enn ríkari nú en áður. Álit EFTA-dómstólsins skýrt Héraðsdómar Reykjavíkur og Reykjaness beindu spurningu til EFTA dómstólsins og óskuðu eftir ráðgefandi áliti um hvernig túlka bæri Evróputilskipanir er varða lög sem bera breytilega vexti, þ.m.t. ákvæði sem innleidd voru með lögum um fasteignalán til neytenda árið 2017. Álit dómstólsins var kýrskýrt: Bönkunum er ekki heimilt að breyta vöxtum að vild og núverandi skilmálar bankanna uppfylla ekki skilyrði um skýrleika. Þannig eru skilmálar lánanna með breytilegum vöxtum ólöglegir, sem og aðferð lánveitenda við vaxtaákvarðanir, að mati EFTA dómstólsins. Forsagan Í lok árs 2019 óskuðu Neytendasamtökin eftir upplýsingum um ákvæði lánasamninga og framkvæmd vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Svör bankanna bárust í apríl 2019 og voru þau ófullnægjandi að mati samtakanna. Voru bankarnir hvattir til að endurskoða samningsskilmála húsnæðislána með breytilegum vöxtum og endurgreiða oftekna vexti. Svör bárust haustið 2020 og höfnuðu allir bankarnir að verða við kröfum samtakanna. Í maí 2021 opnuðu Neytendasamtökin vefinn www.vaxtamalid.is og kölluðu eftir þátttakendum í fjöldamálsókn. Alls hafa nú á þriðja þúsundmanns með á sjöunda þúsund lána skráð sig til leiks. Í desember 2021 var bönkunum þremur stefnt í sex fordæmisgefandi málum. Í málunum reynir á mismunandi tegundir skilmála um breytilega vexti sem bankarnir hafa nýtt í starfsemi sinni. Fimm málanna snúa að húsnæðislánum, en markmiðið var að fá fram úrlausn í málinu sem hefði þýðingu fyrir sem flesta lánataka. Mál sem snúa að lánum sem tekin voru fyrir 2017 eru nú fyrir Landsrétti, en í héraði voru Arion banki og Íslandsbanki sýknaðir, en Landsbankanum gert að endurgreiða lántökum. Málum sem snúa að húsnæðislánum sem tekin voru í tíð núgildandi laga var vísað til EFTA-dómstólsins, af Héraðsdómum Reykjavíkur og Reykjaness, en aðalmeðferð í þeim málum fer fram fyrir héraðsdómi næsta haust. Ráðgefandi álit dómstólsins lá fyrir í maí 2024 en þar er tekið undir öll sjónarmið Neytendasamtakanna. Áhrif úrskurðar EFTA dómstólsins Bankarnir hafa sagt úrskurðinn litla þýðingu hafa, þar sem íslenskir dómstólar dæmi á endanum. Það er ekki rétt að úrskurðurinn hafi litla þýðingu. Þvert á móti, fari íslenskir dómstólar gegn Evrópurétti í lokaniðurstöðu sinni getur íslenska ríkið verið skaðabótaskylt. Sú staða væri grafalvarleg og gætu skattgreiðendur þurft að greiða brúsann. Niðurstaða EFTA dómstólsins hefur áhrif á öll lán til neytenda sem eru með vaxtabreytileikaákvæði, líka lán lífeyrissjóða. Það þarf einkum að líta til þriggja þátta þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar, að því gefnu að niðurstaða íslenskra dómstóla verði á sama veg og EFTA dómstólsins. -Í fyrsta lagi gætu lántakar átt verulegar upphæðir hjá lánveitendum sínum. Íslandsbanki og Landsbankinn meta mögulegt tjón sitt í árshlutauppgjörum sínum á um 25 ma.kr. Skuldir heimila nema um 2.500 ma.kr. og er meginþorri þeirra með vaxtabreytileikaákvæði, en úrskurðurinn tekur til allra lána sem eru með þá eiginleika að vextir geti breyst á lánstímanum, líka lána með svokölluð „fastvaxtatímabil“. Neytendasamtökin telja endurgreiðslukröfur lántaka geti numið allt frá nokkrum tugum þúsunda upp í nokkrar milljónir, fyrir hvert lán, eftir upphæð og tímabili þess. Lántakar verða þó að líta til þess að slíta fyrningu til að tapa ekki kröfum sínum, hafi þeir á undanförnum fjórum árum greitt upp lán eða endurfjármagnað það. -Í öðru lagi munu lánasamningar til framtíðar breytast og verður mun auðveldara að bera saman lánakjör en nú er. Núna er einungis hægt að bera saman lán í punktstöðu og engin leið að geta sér til um hvernig þau breytast á morgun. Þannig getur banki boðið bestu kjör í dag, en þau verstu á morgun. Þetta er óheimilt. -Í þriðja lagi gæti niðurstaðan haft í för með sér fastvaxtaáhættu fyrir lánastofnanir, séu þær ekki lengur í aðstöðu til að hækka vexti að vild þegar á bjátar hjá þeim. Lántakar verji sig Það er afar mikilvægt að neytendur að koma í veg fyrir að mögulegar kröfur þeirra fyrnist. Það er hægt með því að skjóta málum til Kærunefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki eða skrá sig til leiks. Þá er mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Mögulegur ávinningur þátttakenda getur numið umtalsverðum upphæðum, en mikilvægara er að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Höfundar eru Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Kjaramál Dómsmál Fasteignamarkaður Evrópusambandið Breki Karlsson Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2021 fengu Neytendasamtökin fulltingi VR til að stefna bönkunum vegna skilmála og vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum. Að mati samtakanna eru skilmálarnir óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort vaxtaákvarðanir séu réttmætar. Á þessum tíma voru vextir í sögulegu lágmarki. Nú hafa þeir hækkað svo rækilega að margir sligast undan, og fram undan eru vaxtabreytingar fjölmargra lána, svo líkja má við krapastíflu sem bíður þess að bresta. Því eru hagsmunir neytenda enn ríkari nú en áður. Álit EFTA-dómstólsins skýrt Héraðsdómar Reykjavíkur og Reykjaness beindu spurningu til EFTA dómstólsins og óskuðu eftir ráðgefandi áliti um hvernig túlka bæri Evróputilskipanir er varða lög sem bera breytilega vexti, þ.m.t. ákvæði sem innleidd voru með lögum um fasteignalán til neytenda árið 2017. Álit dómstólsins var kýrskýrt: Bönkunum er ekki heimilt að breyta vöxtum að vild og núverandi skilmálar bankanna uppfylla ekki skilyrði um skýrleika. Þannig eru skilmálar lánanna með breytilegum vöxtum ólöglegir, sem og aðferð lánveitenda við vaxtaákvarðanir, að mati EFTA dómstólsins. Forsagan Í lok árs 2019 óskuðu Neytendasamtökin eftir upplýsingum um ákvæði lánasamninga og framkvæmd vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Svör bankanna bárust í apríl 2019 og voru þau ófullnægjandi að mati samtakanna. Voru bankarnir hvattir til að endurskoða samningsskilmála húsnæðislána með breytilegum vöxtum og endurgreiða oftekna vexti. Svör bárust haustið 2020 og höfnuðu allir bankarnir að verða við kröfum samtakanna. Í maí 2021 opnuðu Neytendasamtökin vefinn www.vaxtamalid.is og kölluðu eftir þátttakendum í fjöldamálsókn. Alls hafa nú á þriðja þúsundmanns með á sjöunda þúsund lána skráð sig til leiks. Í desember 2021 var bönkunum þremur stefnt í sex fordæmisgefandi málum. Í málunum reynir á mismunandi tegundir skilmála um breytilega vexti sem bankarnir hafa nýtt í starfsemi sinni. Fimm málanna snúa að húsnæðislánum, en markmiðið var að fá fram úrlausn í málinu sem hefði þýðingu fyrir sem flesta lánataka. Mál sem snúa að lánum sem tekin voru fyrir 2017 eru nú fyrir Landsrétti, en í héraði voru Arion banki og Íslandsbanki sýknaðir, en Landsbankanum gert að endurgreiða lántökum. Málum sem snúa að húsnæðislánum sem tekin voru í tíð núgildandi laga var vísað til EFTA-dómstólsins, af Héraðsdómum Reykjavíkur og Reykjaness, en aðalmeðferð í þeim málum fer fram fyrir héraðsdómi næsta haust. Ráðgefandi álit dómstólsins lá fyrir í maí 2024 en þar er tekið undir öll sjónarmið Neytendasamtakanna. Áhrif úrskurðar EFTA dómstólsins Bankarnir hafa sagt úrskurðinn litla þýðingu hafa, þar sem íslenskir dómstólar dæmi á endanum. Það er ekki rétt að úrskurðurinn hafi litla þýðingu. Þvert á móti, fari íslenskir dómstólar gegn Evrópurétti í lokaniðurstöðu sinni getur íslenska ríkið verið skaðabótaskylt. Sú staða væri grafalvarleg og gætu skattgreiðendur þurft að greiða brúsann. Niðurstaða EFTA dómstólsins hefur áhrif á öll lán til neytenda sem eru með vaxtabreytileikaákvæði, líka lán lífeyrissjóða. Það þarf einkum að líta til þriggja þátta þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar, að því gefnu að niðurstaða íslenskra dómstóla verði á sama veg og EFTA dómstólsins. -Í fyrsta lagi gætu lántakar átt verulegar upphæðir hjá lánveitendum sínum. Íslandsbanki og Landsbankinn meta mögulegt tjón sitt í árshlutauppgjörum sínum á um 25 ma.kr. Skuldir heimila nema um 2.500 ma.kr. og er meginþorri þeirra með vaxtabreytileikaákvæði, en úrskurðurinn tekur til allra lána sem eru með þá eiginleika að vextir geti breyst á lánstímanum, líka lána með svokölluð „fastvaxtatímabil“. Neytendasamtökin telja endurgreiðslukröfur lántaka geti numið allt frá nokkrum tugum þúsunda upp í nokkrar milljónir, fyrir hvert lán, eftir upphæð og tímabili þess. Lántakar verða þó að líta til þess að slíta fyrningu til að tapa ekki kröfum sínum, hafi þeir á undanförnum fjórum árum greitt upp lán eða endurfjármagnað það. -Í öðru lagi munu lánasamningar til framtíðar breytast og verður mun auðveldara að bera saman lánakjör en nú er. Núna er einungis hægt að bera saman lán í punktstöðu og engin leið að geta sér til um hvernig þau breytast á morgun. Þannig getur banki boðið bestu kjör í dag, en þau verstu á morgun. Þetta er óheimilt. -Í þriðja lagi gæti niðurstaðan haft í för með sér fastvaxtaáhættu fyrir lánastofnanir, séu þær ekki lengur í aðstöðu til að hækka vexti að vild þegar á bjátar hjá þeim. Lántakar verji sig Það er afar mikilvægt að neytendur að koma í veg fyrir að mögulegar kröfur þeirra fyrnist. Það er hægt með því að skjóta málum til Kærunefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki eða skrá sig til leiks. Þá er mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Mögulegur ávinningur þátttakenda getur numið umtalsverðum upphæðum, en mikilvægara er að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Höfundar eru Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun