„Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 18. júní 2024 22:46 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Hafnfirðingar gerðu slæma ferð yfir hraunið til nágranna sinna í Garðabæ. Þar tók Stjarnan á móti FH í leik þar sem bæði lið þurftu sigur til að komast á sigurbraut. Leiknum lauk með sannfærandi 4-2 sigri Stjörnunnar í markaleik. Heimir Guðjónsson viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að niðurstaðan væru klár vonbrigði. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Mér fannst sjást að það er langt síðan við spiluðum síðast. Einfaldar sendingar voru að klikka og vorum í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.“ sagði Heimir og bætti við um frammistöðuna: „Við höfum oft verið að spila vel í sumar en kannski ekki fengið þau úrslit sem við vildum. Í dag var það ekki. Í öðru markinu töpum við boltanum og sami maður (Óli Valur) hleypur með boltann frá vítateig þeirra og skorar sjálfur hinumegin. Vorum bara klaufar að láta það gerast. Á móti kemur að við þurfum bara að halda áfram.“ FH hefur fengið mikið af mörkum á sig uppá síðkastið og það er nokkuð ljóst á Heimi að varnarleikurinn er akkilesarhæll liðsins. „Þetta er þannig í fótbolta að þegar andstæðingurinn er með boltann áttu að verjast og þegar andstæðingurinn er að verjast átt þú að sækja. Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður. Erum að fá alltof mikið af mörkum á okkur. Töluðum um það í fyrra, í vetur og í sumar og það hefur ekkert lagast. Það er erfitt í dag að vinna fótboltaleiki þegar þú færð á þig alltaf 2-3 mörk. Við skorum alltaf 2-3 mörk í leik en fáum á okkur 2-4 mörk sem er mjög erfitt. Það sem við þurfum að gera er að fara í grunninn aftur og byrja að verja markið okkar. Fyrsta hugsun á að vera bara að ef við höldum hreinu þá fáum við stig.“ sagði Heimir. Liðið var án tveggja varnarmanna í dag í þeim Böðvari Böðvarssyni og Ástbirni Þórðarsyni sem tóku út leikbann í kvöld. Það getur ekki hjálpað FH að vera að leika ítrekað nýrri varnarlínu. „Nei auðvitað ekki. Það vantaði nokkra menn í dag. Það er samt engin afsökun, það eru meiðsli og leikbönn. Það koma bara aðrir menn í staðin og þeir verða bara að standa sig.“ FH hefur ekki unnið leik í deild síðan 5. maí síðastliðin. Hafnfirðinga er farið að lengja eftir sigri og samþykkti Heimir að það liðsvarnarleikinn þyrfti að bæta ef liðið ætti að ná í sigur. „Þurfum að eyða tíma fram að næsta leik að hugsa um það hvernig við ætlum að halda búrinu hreinu. Það er númer 1,2 og 3.“ sagði Heimir að lokum ákveðinn. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Heimir Guðjónsson viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að niðurstaðan væru klár vonbrigði. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Mér fannst sjást að það er langt síðan við spiluðum síðast. Einfaldar sendingar voru að klikka og vorum í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.“ sagði Heimir og bætti við um frammistöðuna: „Við höfum oft verið að spila vel í sumar en kannski ekki fengið þau úrslit sem við vildum. Í dag var það ekki. Í öðru markinu töpum við boltanum og sami maður (Óli Valur) hleypur með boltann frá vítateig þeirra og skorar sjálfur hinumegin. Vorum bara klaufar að láta það gerast. Á móti kemur að við þurfum bara að halda áfram.“ FH hefur fengið mikið af mörkum á sig uppá síðkastið og það er nokkuð ljóst á Heimi að varnarleikurinn er akkilesarhæll liðsins. „Þetta er þannig í fótbolta að þegar andstæðingurinn er með boltann áttu að verjast og þegar andstæðingurinn er að verjast átt þú að sækja. Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður. Erum að fá alltof mikið af mörkum á okkur. Töluðum um það í fyrra, í vetur og í sumar og það hefur ekkert lagast. Það er erfitt í dag að vinna fótboltaleiki þegar þú færð á þig alltaf 2-3 mörk. Við skorum alltaf 2-3 mörk í leik en fáum á okkur 2-4 mörk sem er mjög erfitt. Það sem við þurfum að gera er að fara í grunninn aftur og byrja að verja markið okkar. Fyrsta hugsun á að vera bara að ef við höldum hreinu þá fáum við stig.“ sagði Heimir. Liðið var án tveggja varnarmanna í dag í þeim Böðvari Böðvarssyni og Ástbirni Þórðarsyni sem tóku út leikbann í kvöld. Það getur ekki hjálpað FH að vera að leika ítrekað nýrri varnarlínu. „Nei auðvitað ekki. Það vantaði nokkra menn í dag. Það er samt engin afsökun, það eru meiðsli og leikbönn. Það koma bara aðrir menn í staðin og þeir verða bara að standa sig.“ FH hefur ekki unnið leik í deild síðan 5. maí síðastliðin. Hafnfirðinga er farið að lengja eftir sigri og samþykkti Heimir að það liðsvarnarleikinn þyrfti að bæta ef liðið ætti að ná í sigur. „Þurfum að eyða tíma fram að næsta leik að hugsa um það hvernig við ætlum að halda búrinu hreinu. Það er númer 1,2 og 3.“ sagði Heimir að lokum ákveðinn.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti