Níu ára strákur lést eftir slys í mótorhjólakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 07:30 Lorenzo Somaschini hafði þegar vakið mikila athygli fyrir hæfileika sína á mótorhjólinu. @lolosomaspro Lorenzo Somaschini þótti einn efnilegasti mótorhjólakappi sem hefur komið fram í Argentínu en örlögin komu í veg fyrir að við fáum að sjá hann keppa aftur. Hinn níu ára gamli Lorenzo er látinn eftir árekstur í mótorhjólakeppni unglinga í Brasilíu en þetta var Honda Junior Cup og hluti af brasilíska Super Bike meistaramótinu. Lorenzo féll illa af mótorhjóli sínu. Hann var fluttur á sjúkrahús Sao Paulo og lá á gjörgæslu í fjóra daga en læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hans. „Hjarta mitt er brostið og sálin sigruð. Ég þarf að kveðja þig. Ég mun sakna þín svo mikið „Lolito“. Þakka þér fyrir að leyfa mér að taka þátt í draumnum þínum. Hvíldu í fríði meistari,“ sagði þjálfari hans Diego Pierluigi við argentínska blaðið La Vanguardia. Slysið varð á frjálsri æfingu tengdri keppninni en Somaschini féll eftir árekstur í einni beygjunni. Hann fékk strax læknisaðstoð á staðnum og hugað var að honum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Í fyrstu virtist líðan hans vera stöðug en svo fór honum að hraka aftur. Mótshaldarar hafa veitt fjölskyldunni aðstoð síðan á föstudaginn þegar slysið varð. Unglingamótið er fyrir krakka á aldrinum níu til sextán ára en þetta eru sérhönnuð mótorhjól sem geta náð allt að hundrað kílómetra hraða. Somaschini keppti alltaf með númer 99 á hjólinu sínu en það gerði hann til heiðurs átrúnaðargoðsins og þrefalda heimsmeistarans Jorge Lorenzo. „Hjarta mitt er brostið af því að ég var hans átrúnaðargoð og hann notaði númerið mitt. Því miður geta mótorhjólin gefið okkur allt en um leið tekið allt líka. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur og stórt faðmlag,“ skrifaði Lorenzo á samfélagsmiðla sína. Somaschini er frá Rosario en það er borgin sem Lionel Messi kemur frá. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Akstursíþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Hinn níu ára gamli Lorenzo er látinn eftir árekstur í mótorhjólakeppni unglinga í Brasilíu en þetta var Honda Junior Cup og hluti af brasilíska Super Bike meistaramótinu. Lorenzo féll illa af mótorhjóli sínu. Hann var fluttur á sjúkrahús Sao Paulo og lá á gjörgæslu í fjóra daga en læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hans. „Hjarta mitt er brostið og sálin sigruð. Ég þarf að kveðja þig. Ég mun sakna þín svo mikið „Lolito“. Þakka þér fyrir að leyfa mér að taka þátt í draumnum þínum. Hvíldu í fríði meistari,“ sagði þjálfari hans Diego Pierluigi við argentínska blaðið La Vanguardia. Slysið varð á frjálsri æfingu tengdri keppninni en Somaschini féll eftir árekstur í einni beygjunni. Hann fékk strax læknisaðstoð á staðnum og hugað var að honum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Í fyrstu virtist líðan hans vera stöðug en svo fór honum að hraka aftur. Mótshaldarar hafa veitt fjölskyldunni aðstoð síðan á föstudaginn þegar slysið varð. Unglingamótið er fyrir krakka á aldrinum níu til sextán ára en þetta eru sérhönnuð mótorhjól sem geta náð allt að hundrað kílómetra hraða. Somaschini keppti alltaf með númer 99 á hjólinu sínu en það gerði hann til heiðurs átrúnaðargoðsins og þrefalda heimsmeistarans Jorge Lorenzo. „Hjarta mitt er brostið af því að ég var hans átrúnaðargoð og hann notaði númerið mitt. Því miður geta mótorhjólin gefið okkur allt en um leið tekið allt líka. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur og stórt faðmlag,“ skrifaði Lorenzo á samfélagsmiðla sína. Somaschini er frá Rosario en það er borgin sem Lionel Messi kemur frá. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Akstursíþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira