Nýkrýndur meistari á Opna bandaríska: „Pirraður og vonsvikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 10:31 Bryson DeChambeau fagnar hér með bikarinn eftir sigur sinn á Opna bandaríska meistaramótinu á Pinehurst vellinum. Getty/Sean M. Haffey Bryson DeChambeau var maður helgarinnar í golfinu þegar hann tryggði sér sigur á Opna bandaríska meistaramótinu á Pinehurst vellinum. Hann fékk aftur á móti ekki góðar fréttir í kjölfarið. Þá kom í ljós að DeChambeau verður ekki í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í París. „Ég er pirraður og vonsvikinn,“ sagði Bryson DeChambeau í viðtali í „The Pat McAfee Show“. Samkeppnin er mikil um sæti í bandaríska golflandsliðinu. Þeir fjórir karlar sem voru valdir eru allir meðal þeirra sjö efstu á heimslistanum. Scottie Scheffler, Xander Schauffele, Wyndham Clark og Collin Morikawa munu skipa Ólympíulið Bandaríkjanna í karlaflokki að þessu sinni. DeChambeau hækkaði sig úr 38. sæti upp í það tíunda á heimslistanum með sigrinum á risamótinu um helgina en það dugði ekki. „Ég myndi elska það að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði DeChambeau. Hann þarf að bíða í fjögur ár eftir þeim möguleika. Valið í liðið er byggt á stöðu manna á heimslistanum. Þar hefur það komið í bakið á DeChambeau að hann samdi við LIV mótaröðina í Sádí Arabíu. Árangur hans á mótum á vegum LIV telst því ekki til tekna við útreikning á heimslistanum. DeChambeau er sagður hafa fengið meira en hundrað milljónir dollara fyrir samning sinn við LIV eða meira en fjórtán milljarða íslenskra króna. „Ég tók stóra ákvörðun og það hafði sínar afleiðingar. Ég ber virðingu fyrir því. Vonandi getum við samt leyst þetta sem fyrst,“ sagði DeChambeau og vísar þar til samningaviðræðna milli LIV og PGA um mögulegt samstarf og lausn á deilunum. Bryson DeChambeau tells @PatMcAfeeShow about his disappointment in not being eligible to play in the upcoming Paris Olympics.In golf, players qualify for the Olympics through the Official World Golf Rankings (OWGR), with a maximum of four golfers from a single country.… pic.twitter.com/LKClhNnv9C— ESPN (@espn) June 17, 2024 Golf Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Þá kom í ljós að DeChambeau verður ekki í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í París. „Ég er pirraður og vonsvikinn,“ sagði Bryson DeChambeau í viðtali í „The Pat McAfee Show“. Samkeppnin er mikil um sæti í bandaríska golflandsliðinu. Þeir fjórir karlar sem voru valdir eru allir meðal þeirra sjö efstu á heimslistanum. Scottie Scheffler, Xander Schauffele, Wyndham Clark og Collin Morikawa munu skipa Ólympíulið Bandaríkjanna í karlaflokki að þessu sinni. DeChambeau hækkaði sig úr 38. sæti upp í það tíunda á heimslistanum með sigrinum á risamótinu um helgina en það dugði ekki. „Ég myndi elska það að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði DeChambeau. Hann þarf að bíða í fjögur ár eftir þeim möguleika. Valið í liðið er byggt á stöðu manna á heimslistanum. Þar hefur það komið í bakið á DeChambeau að hann samdi við LIV mótaröðina í Sádí Arabíu. Árangur hans á mótum á vegum LIV telst því ekki til tekna við útreikning á heimslistanum. DeChambeau er sagður hafa fengið meira en hundrað milljónir dollara fyrir samning sinn við LIV eða meira en fjórtán milljarða íslenskra króna. „Ég tók stóra ákvörðun og það hafði sínar afleiðingar. Ég ber virðingu fyrir því. Vonandi getum við samt leyst þetta sem fyrst,“ sagði DeChambeau og vísar þar til samningaviðræðna milli LIV og PGA um mögulegt samstarf og lausn á deilunum. Bryson DeChambeau tells @PatMcAfeeShow about his disappointment in not being eligible to play in the upcoming Paris Olympics.In golf, players qualify for the Olympics through the Official World Golf Rankings (OWGR), with a maximum of four golfers from a single country.… pic.twitter.com/LKClhNnv9C— ESPN (@espn) June 17, 2024
Golf Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira