Nvidia verðmætasta skráða fyrirtæki heims Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2024 08:13 Jensen Huang, forseti Nvidia, heldur á Grace Hopper ofurörgjörvanum. Getty/SOPA/LIghtRocket/Walid Berrazeg Nvidia hefur tekið fram úr Microsoft og Apple og er nú verðmætasta skráða fyrirtæki heims. Eftirspurn eftir örflögum fyrirtækisins hefur stóraukist síðustu ár, meðal annars vegna örra tækniframfara á sviði gervigreindar. Verðmætaaukning Nvidia er mögulega söguleg en fyrir um það bil tveimur árum var fyrirtækið metið á um 400 milljarða Bandaríkjadala. Á síðustu tólf mánuðum hefur virði þess aukist úr billjón Bandaríkjadala í þrjár billjónir dala. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um 3,6 prósent í gær á meðan bréf í Microsoft og Apple féllu. Nvidia varð þar með verðmætasta skráða fyrirtæki á markaði. Samkvæmt New York Times hefur þróun gervigreindar átt verulegan þátt í sviptingum á hlutabréfamörkuðum síðustu misseri en fregnir af gangi mála urðu til þess að Microsoft tók fram úr Apple í janúar og Nvidia fram úr Microsoft í gær. Það kom því ekki á óvart þegar Apple tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið hygðist auka notkun gervigreindar í vörum sínum frá og með haustinu. Tækni Gervigreind Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verðmætaaukning Nvidia er mögulega söguleg en fyrir um það bil tveimur árum var fyrirtækið metið á um 400 milljarða Bandaríkjadala. Á síðustu tólf mánuðum hefur virði þess aukist úr billjón Bandaríkjadala í þrjár billjónir dala. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um 3,6 prósent í gær á meðan bréf í Microsoft og Apple féllu. Nvidia varð þar með verðmætasta skráða fyrirtæki á markaði. Samkvæmt New York Times hefur þróun gervigreindar átt verulegan þátt í sviptingum á hlutabréfamörkuðum síðustu misseri en fregnir af gangi mála urðu til þess að Microsoft tók fram úr Apple í janúar og Nvidia fram úr Microsoft í gær. Það kom því ekki á óvart þegar Apple tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið hygðist auka notkun gervigreindar í vörum sínum frá og með haustinu.
Tækni Gervigreind Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira