Tiger Woods fær lífstíðarpassa fyrir afrek sín Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2024 12:01 Tiger Woods er einn sigursælasti kylfingur allra tíma. Alex Slitz/Getty Images PGA-mótaröðin hefur ákveðið að veita Tiger Woods, einum besta kylfingi allra tíma, lífstíðarpassa á mörg af stærstu mótum mótaraðarinnar fyrir afrek sín á golfvellinum. Á ferli sínum hefur hinn 48 ára gamli Woods unnið 82 mót á vegum PGA og þar af hefur hann fagnað sigri á 15 risamótum. Hann er sá kylfingur, ásamt Sam Snead, sem hefur unnið flest PGA-mót í sögunni og þá hefur hann unnið næst flesta risatitla af öllum, þremur færri en Jack Nicklaus vann á sínum tíma. Í gær ákvað stjórn PGA að veita Woods lífstíðarpassa á átta stórum mótum á vegum mótaraðarinnar fyrir afrek sín í gegnum tíðina. Hann þarf þó enn að vinna sér inn þátttökurétt á risamótunum fjórum sem eru Masters-mótið, PGA meistaramótið, Opna bandaríska og Opna-meistaramótið. Woods hefur nú hins vegar unnið sér inn lífstíðarpassa á svokallaða „Einkennisviðburði“ eða „Signature Events“ PGA-mótaraðarinnar, en það eru mótin sem gefa stig fyrir FedEx-bikarinn. „Við munum gera sérstaka undanþágu til að viðurkenna Tiger Woods í sínum eigin flokki, en hann hefur náð þeim ótrúlega árangri að vinna yfir 80 mót á ferlinum,“ segir í tilkynningu PGA. 🚨#JUST IN: Today, the PGA TOUR policy board approved an exemption that will allow Tiger Woods to compete in Signature Events for the rest of his lifetime, beginning in 2025, per @Sean_Zak pic.twitter.com/8AtB9wv909— TWLEGION (@TWlegion) June 19, 2024 Woods hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta undanfarin ár. Hann lenti í bílslysi árið 2021 sem varð til þess að hann þurfti á aðgerð að halda vegna meiðsla sinna. Woods hefur aðeins tekið þátt í níu mótum síðan. Á þeim fjórum PGA-mótum sem Woods hefur tekið þátt í á þessu ári hefur hann aðeins einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn. Þó er búist við því að Woods verði meðal keppenda á Opna meistaramótinu í næsta mánuði. Golf Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Íslenski boltinn „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Sport Í beinni: KR - Valur | Reykvískur slagur um bikarinn Körfubolti Tuchel skammaði Foden og Rashford Fótbolti Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Körfubolti Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Á ferli sínum hefur hinn 48 ára gamli Woods unnið 82 mót á vegum PGA og þar af hefur hann fagnað sigri á 15 risamótum. Hann er sá kylfingur, ásamt Sam Snead, sem hefur unnið flest PGA-mót í sögunni og þá hefur hann unnið næst flesta risatitla af öllum, þremur færri en Jack Nicklaus vann á sínum tíma. Í gær ákvað stjórn PGA að veita Woods lífstíðarpassa á átta stórum mótum á vegum mótaraðarinnar fyrir afrek sín í gegnum tíðina. Hann þarf þó enn að vinna sér inn þátttökurétt á risamótunum fjórum sem eru Masters-mótið, PGA meistaramótið, Opna bandaríska og Opna-meistaramótið. Woods hefur nú hins vegar unnið sér inn lífstíðarpassa á svokallaða „Einkennisviðburði“ eða „Signature Events“ PGA-mótaraðarinnar, en það eru mótin sem gefa stig fyrir FedEx-bikarinn. „Við munum gera sérstaka undanþágu til að viðurkenna Tiger Woods í sínum eigin flokki, en hann hefur náð þeim ótrúlega árangri að vinna yfir 80 mót á ferlinum,“ segir í tilkynningu PGA. 🚨#JUST IN: Today, the PGA TOUR policy board approved an exemption that will allow Tiger Woods to compete in Signature Events for the rest of his lifetime, beginning in 2025, per @Sean_Zak pic.twitter.com/8AtB9wv909— TWLEGION (@TWlegion) June 19, 2024 Woods hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta undanfarin ár. Hann lenti í bílslysi árið 2021 sem varð til þess að hann þurfti á aðgerð að halda vegna meiðsla sinna. Woods hefur aðeins tekið þátt í níu mótum síðan. Á þeim fjórum PGA-mótum sem Woods hefur tekið þátt í á þessu ári hefur hann aðeins einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn. Þó er búist við því að Woods verði meðal keppenda á Opna meistaramótinu í næsta mánuði.
Golf Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Íslenski boltinn „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Sport Í beinni: KR - Valur | Reykvískur slagur um bikarinn Körfubolti Tuchel skammaði Foden og Rashford Fótbolti Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Körfubolti Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira