Íslendingur sagður alvarlega særður í nautaatsslysi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 10:47 Skjáskot úr myndbandi af atvikinu. Información.es Íslenskur maður á fimmtugsaldri særðist á nautaatsviðburði í gær í bænum Jávea nálægt Alicante á Spáni. Við upphaf svokallaðs bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á afmörkuðum götum bæja, varð hann fyrir árás eins nautsins og fékk stærðar horn í gegnum lærið. Spænski miðillinn La Razón greinir frá því að hann sé nokkuð særður en að hornið hafi ekki rofið slagæðina. Maðurinn var fluttur á Dénia-sjúkrahúsið í Alicante en ekkert liggur fyrir um ástand hans. Í myndbandi sem til er af atvikinu sést hvernig naut ræðst að honum um leið og þeim er sleppt á brautina. Hann stendur ofan á pýramídalaga hindrun en eitt nautanna gefur honum bylmingshögg og hann fellur í jörðina. Þá snýr nautið sér við og rekur horn sitt í gegnum lærið á honum. Viðbragðsaðilar þutu þá inn á brautina til að koma honum til aðstoðar. Myndbandið má sjá í frétt Información um málið. Atvikið átti sér stað um sjöleytið í gærkvöldi að staðartíma og þurfti að stöðva nautahlaupið til að hlúa að manninum. Nautunum var sleppt á ný á götur bæjarins þegar manninum hafði verið komið fyrir á sjúkrahúsi. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að borgaraþjónusta ráðuneytisins sé meðvituð um málið. „En við veitum engar frekari upplýsingar um einstök borgaraþjónustumál.“ Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Spænski miðillinn La Razón greinir frá því að hann sé nokkuð særður en að hornið hafi ekki rofið slagæðina. Maðurinn var fluttur á Dénia-sjúkrahúsið í Alicante en ekkert liggur fyrir um ástand hans. Í myndbandi sem til er af atvikinu sést hvernig naut ræðst að honum um leið og þeim er sleppt á brautina. Hann stendur ofan á pýramídalaga hindrun en eitt nautanna gefur honum bylmingshögg og hann fellur í jörðina. Þá snýr nautið sér við og rekur horn sitt í gegnum lærið á honum. Viðbragðsaðilar þutu þá inn á brautina til að koma honum til aðstoðar. Myndbandið má sjá í frétt Información um málið. Atvikið átti sér stað um sjöleytið í gærkvöldi að staðartíma og þurfti að stöðva nautahlaupið til að hlúa að manninum. Nautunum var sleppt á ný á götur bæjarins þegar manninum hafði verið komið fyrir á sjúkrahúsi. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að borgaraþjónusta ráðuneytisins sé meðvituð um málið. „En við veitum engar frekari upplýsingar um einstök borgaraþjónustumál.“ Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira