Lýtalæknir handtekinn hálfu ári eftir að eiginkonan lést eftir aðgerð Árni Sæberg skrifar 19. júní 2024 17:35 Benjamin Jacob Brown framkvæmir sennilega ekki lýtaaðgerðir á næstunni. Lögreglan í Santa Rosa-sýslu Benjamin Jacob Brown, lýtalæknir í Flórída í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa drepið eiginkonu sína af gáleysi í nóvember í fyrra. Í frétt CBS um málið segir að lögreglumenn hafi verið kallaðir til þann 21. nóvember síðastliðinn að læknastofu Browns. Þar hafi þeir fundið Hillary Ellington Brown, eiginkonu læknisins, í hjartastoppi og komið henni undir læknishendur. Hún hafi verið sett í öndunarvél en látist viku síðar. Lögreglan í Santa Rosa-sýslu tilkynnti á mánudag að Brown hefði verið handtekinn eftir ítarlega rannsókn á andláti eiginkonu hans. Fékk verkjalyfseitrun Í frétt Pensacola News Journal segir að Hillary hafi greinst með eitrun af völdum verkjalyfsins Lidokain eftir aðgerð sem maðurinn hennar framkvæmdi. Aðgerðin hafi falið í sér lagfæringu á vöðva, fegrunaraðgerð vegna öra á kvið, fitusog úr handlegg og varafyllingu. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda í Flórída hafi bent til þess að Brown hafi ekki hringt á neyðarlínuna um leið og eiginkona hans missti meðvitund og ekki hafið fyrstu hjálp fyrr en minnst tíu mínútum síðar. Þá hafi Brown framkvæmt óleyfilegar aðgerðir á skjólstæðingum sínum og ekki fylgt reglum um sótthreinsun. Fórnaði sér svo læknirinn gæti ekki skaðað aðra Í frétt Pensacola News Journal er haft eftir Marty Ellington, föður Hillary, að Brown hafi valdið fjölskyldu hans ævarandi sorg með kæruleysi hans. „Egó hans og hroki urðu neyð hennar yfirsterkari og lengdu þann tíma sem hún þjáðist af súrefnisskorti í heila, sem leiddi til andláts hennar. Ben Brown svipti barnabörn mín móður þeirra, mig einkadótturinni og skærustu stjörnu okkar allra. Hillary fórnaði sér og gjalt fyrir með lífinu, til þess að Ben Brown geti ekki skaðað aðra. Kannski fær hann þá athygli sem hann á skilið í fangelsi. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Í frétt CBS um málið segir að lögreglumenn hafi verið kallaðir til þann 21. nóvember síðastliðinn að læknastofu Browns. Þar hafi þeir fundið Hillary Ellington Brown, eiginkonu læknisins, í hjartastoppi og komið henni undir læknishendur. Hún hafi verið sett í öndunarvél en látist viku síðar. Lögreglan í Santa Rosa-sýslu tilkynnti á mánudag að Brown hefði verið handtekinn eftir ítarlega rannsókn á andláti eiginkonu hans. Fékk verkjalyfseitrun Í frétt Pensacola News Journal segir að Hillary hafi greinst með eitrun af völdum verkjalyfsins Lidokain eftir aðgerð sem maðurinn hennar framkvæmdi. Aðgerðin hafi falið í sér lagfæringu á vöðva, fegrunaraðgerð vegna öra á kvið, fitusog úr handlegg og varafyllingu. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda í Flórída hafi bent til þess að Brown hafi ekki hringt á neyðarlínuna um leið og eiginkona hans missti meðvitund og ekki hafið fyrstu hjálp fyrr en minnst tíu mínútum síðar. Þá hafi Brown framkvæmt óleyfilegar aðgerðir á skjólstæðingum sínum og ekki fylgt reglum um sótthreinsun. Fórnaði sér svo læknirinn gæti ekki skaðað aðra Í frétt Pensacola News Journal er haft eftir Marty Ellington, föður Hillary, að Brown hafi valdið fjölskyldu hans ævarandi sorg með kæruleysi hans. „Egó hans og hroki urðu neyð hennar yfirsterkari og lengdu þann tíma sem hún þjáðist af súrefnisskorti í heila, sem leiddi til andláts hennar. Ben Brown svipti barnabörn mín móður þeirra, mig einkadótturinni og skærustu stjörnu okkar allra. Hillary fórnaði sér og gjalt fyrir með lífinu, til þess að Ben Brown geti ekki skaðað aðra. Kannski fær hann þá athygli sem hann á skilið í fangelsi.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira