Varar við auknu ofbeldi í leigubifreiðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júní 2024 19:34 Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra segir fjölda nýliða í faginu hafa skaðleg áhrif á starfsstéttina. Vísir/Vilhelm Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, tekur eftirliti lögreglunnar gagnvart leigubílstjórum fagnandi. Hann segir mikinn fjölda nýliða í faginu hafa neikvæð áhrif á starfsemina og segir ofbeldismál þar sem leigubílstjórar eiga í hlut aukast. Eins og greint hefur verið frá eiga 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru af þeim 105 sem voru teknir fyrir af lögreglunni um helgina. Spurður hvort að það komi ekki á óvart að um helmingur leigubílstjóra hafi þannig vankanta á starfsemi sinni að nauðsynlegt sé að gefa út kæru svarar Daníel því neitandi. Mátti búast við enn fleiri kærum „Þetta kemur okkur ekki á óvart. Við vorum búnir að vara við þessu. Reyndar mátti búast við meiri halla á þessu. Eins og til dæmis í Noregi þá er þetta komið niður í alveg einn af tíu bílum sem eru með hlutina í lagi. Þannig að níu af hverjum tíu eru með eitthvað í ólagi,“ segir Daníel. Hann segir að í síðasta mánuði í Osló, höfuðborg Noregs, voru 368 leigubifreiðar stöðvaðar en þá voru 50 ökutæki sett í bann og fimm kyrrsett. Hann segir ástandið hér á landi fara versnandi vegna ákvarðana stjórnvalda og tekur fram að lítið sem ekkert samráð sé haft við Frama. Segir ofbeldi hafa aukist Daníel segir fjölda nýliða ekki hafa hlotið sömu starfsþjálfun og var nauðsynleg áður fyrr og telur að ofbeldismálum þar sem leigubílstjórar eigi í hlut hafi fjölgað. „Það er áreiti, kynferðisleg áreitni og nauðganir í bílum. Hækkað verð. Fjárkúgun,“ segir hann og biðlar til yfirvalda að taka mið af þróuninni erlendis. „Var ekki hlustað á okkur“ Daníel tekur fram að fjöldi leigubílstjóra á landsvísu hafi tvöfaldast síðan ný leigubifreiðalög voru samþykkt á síðasta ári. Hann telur breytinguna hafa skaðleg áhrif á leigubílstjóra og neytendur og skaða ásýnd starfsstéttarinnar. „Tortryggnin bitnar á okkur öllum. Tortryggni sem verður til því að hlutirnir eru ekki í lagi. Við vorum búnir að spá fyrir þessu,“ segir hann og tekur fram að Frami hafi boðist til þess að leiðbeina yfirvöldum við það að leiðrétta markaðinn til hins betra. „Það var ekki hlustað á okkur og því fór sem fór.“ Leigubílar Lögreglumál Tengdar fréttir Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51 Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15 Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá eiga 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru af þeim 105 sem voru teknir fyrir af lögreglunni um helgina. Spurður hvort að það komi ekki á óvart að um helmingur leigubílstjóra hafi þannig vankanta á starfsemi sinni að nauðsynlegt sé að gefa út kæru svarar Daníel því neitandi. Mátti búast við enn fleiri kærum „Þetta kemur okkur ekki á óvart. Við vorum búnir að vara við þessu. Reyndar mátti búast við meiri halla á þessu. Eins og til dæmis í Noregi þá er þetta komið niður í alveg einn af tíu bílum sem eru með hlutina í lagi. Þannig að níu af hverjum tíu eru með eitthvað í ólagi,“ segir Daníel. Hann segir að í síðasta mánuði í Osló, höfuðborg Noregs, voru 368 leigubifreiðar stöðvaðar en þá voru 50 ökutæki sett í bann og fimm kyrrsett. Hann segir ástandið hér á landi fara versnandi vegna ákvarðana stjórnvalda og tekur fram að lítið sem ekkert samráð sé haft við Frama. Segir ofbeldi hafa aukist Daníel segir fjölda nýliða ekki hafa hlotið sömu starfsþjálfun og var nauðsynleg áður fyrr og telur að ofbeldismálum þar sem leigubílstjórar eigi í hlut hafi fjölgað. „Það er áreiti, kynferðisleg áreitni og nauðganir í bílum. Hækkað verð. Fjárkúgun,“ segir hann og biðlar til yfirvalda að taka mið af þróuninni erlendis. „Var ekki hlustað á okkur“ Daníel tekur fram að fjöldi leigubílstjóra á landsvísu hafi tvöfaldast síðan ný leigubifreiðalög voru samþykkt á síðasta ári. Hann telur breytinguna hafa skaðleg áhrif á leigubílstjóra og neytendur og skaða ásýnd starfsstéttarinnar. „Tortryggnin bitnar á okkur öllum. Tortryggni sem verður til því að hlutirnir eru ekki í lagi. Við vorum búnir að spá fyrir þessu,“ segir hann og tekur fram að Frami hafi boðist til þess að leiðbeina yfirvöldum við það að leiðrétta markaðinn til hins betra. „Það var ekki hlustað á okkur og því fór sem fór.“
Leigubílar Lögreglumál Tengdar fréttir Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51 Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15 Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51
Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15
Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48