Innlent

Sam­einað sveitar­fé­lag heitir Vestur­byggð

Lovísa Arnardóttir skrifar
Tálknafjarðarhreppur heitir nú Vesturbyggð.
Tálknafjarðarhreppur heitir nú Vesturbyggð. Vísir/Vilhelm

Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní.

Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins kemur fram að undirbúningsstjórn um sameiningu sveitarfélaganna hafi samþykkt síðastliðinn vetur að kallað yrði eftir tillögum frá íbúum um nafn á nýtt sveitarfélag og svo yrðu valdar tillögur sendar til örnefnanefndar til umsagnar. Í kjölfarið myndi ný bæjarstjórn vinna málið áfram.

Alls bárust 73 innsendingar og 111 tillögur að 48 nöfnum. Nafnið Vesturbyggð var oftast lagt til, það er 53 sinnum, Tálknabyggð þar á eftir sex sinnum og Látrabyggð fjórum sinnum. Öll önnur nöfn voru aðeins lögð til til einu sinni eða tvisvar sinnum.

Örnefnanefnd mælti eftir það með sjö nöfnum. Það voru Barðsbyggð, Kópsbyggð, Látrabyggð, Látrabjargsbyggð, Suðurfjarðabyggð, Tálknabyggð og Vesturbyggð. Íbúar kusu svo um nöfnin frá 11.-17. júní. Alls tóku 347 íbúar þátt.

Niðurstöður könnunarinnar voru:

Vesturbyggð, atkvæði 314, hlutfall 90,5 prósent

Suðurfjarðabyggð, atkvæði 19, hlutfall 5,5 prósent

Tálknabyggð, atkvæði 7, hlutfall 2,0 prósent

Látrabyggð, atkvæði 4, hlutfall 1,2 prósent

Barðsbyggð, atkvæði 2, hlutfall 0,6 prósent

Kópsbyggð, atkvæði 1, hlutfall 0,3 prósent


Tengdar fréttir

Orku- og samgöngumál efst á lista nýs sveitarfélags

Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Oddviti listans segir mörg stór verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar, mikil orkuþörf sé á svæðinu og byggja þurfi nýjan skóla á Bíldudal.

Hættir sem bæjar­stjóri Vestur­byggðar

Þórdís Sif Sigurðardóttir núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í tilkynningu á Facebook að hún ætli ekki að gefa kost á sér í starf bæjarstjóra í kosningum sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í sumar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×