Virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 20:18 Birgir Ármannsson er forseti Alþingis og hefur virkjað ákvæði um leyniherbergi fyrir þingmenn sem vilja skoða trúnaðargögn sem tengjast frumvarpi um veitingu ríkisborgararéttar. Vísir/Vilhelm Ákveðið var í dag að virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt. Þingmönnum verður í samræmi við það heimilt að skoða trúnaðargögn sem tengjast frumvarpinu í sérstöku herbergi, undir eftirliti, fram að afgreiðslu málsins. Ekki má skrifa niður eða taka myndir af gögnunum. Í tölvupósti frá skrifstofu Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að í samræmi við starfsreglur fastanefnda geti forseti Alþingis ákveðið „ef sérstakar ástæður mæla með því og eftir því er leitað, að aðgangur verði veittur þegar fyrir liggja trúnaðarupplýsingar í máli sem nefnd hefur haft til athugunar enda sé þá ljóst að málið muni koma til atkvæðagreiðslu á þingfundi.“ Í tölvupóstinum kemur enn fremur fram að óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum málsins og að forseti hafi ákveðið, í samræmi við starfsreglur, að veita þeim þingmönnum sem þess óska kost á að kynna sér gögn þeirra umsækjenda sem tillaga allsherjar- og menntamálanefndar tekur til. „Það er þannig að við eigum von á því afgreiða frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar frá allsherjar- og menntamálanefnd á morgun eða hinn. Það höfðu borist óskir frá öðrum þingmönnum en þeim sem sitja í nefndinni um aðgang að gögnum,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við fréttastofu um málið. Allir verði að taka afstöðu Erindið hafi borist fyrir nokkru til skrifstofu og þau viti ekki hvort einhver ætli að nýta sér þessa heimild sem nú hefur verið virkjuð. En að í ljósi þess allir þingmenn þurfi að taka afstöðu í málinu hafi hann ekki talið sér stætt að neita þeim um aðgang að þeim gögnum sem fylgja í málinu. Hægt verður að skoða gögnin í sérstöku herbergi í Smiðju.Vísir/Steingrímur Dúi „En hann er bundinn fyllsta trúnaði,“ segir Birgir og vísar í starfsreglur fastanefnda þar sem kemur fram að þingmönnum sé heimilt að skoða trúnaðargögn í sérstöku herbergi innan þingsins. Áður hefur reynt á ákvæðið en ekki í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar segir Birgir. „Þetta eru trúnaðargögn sem varða þessa umsækjendur og þess vegna er mikill trúnaður,“ segir Birgir og að gögnin séu í mörgum tilvikum afar persónuleg. Þess vegna séu skýr fyrirmæli um skoðun þeirra. Bundnir stífum trúnaði „Reglurnar eru alveg skýrar að ef menn kynna sér þessi gögn þá eru þeir bundnir stífum trúnaði um það sem þar kemur fram,“ segir Birgir að lokum. Þingmönnum verður boðið að skoða gögnin í herberginu fram að afgreiðslu málsins í þingsal. Hægt verður að skoða gögnin hjá nefnda- og greiningarsviði á 2. hæð í Smiðju að viðstöddum starfsmanni. „Óheimilt er að taka myndir af gögnunum eða afrita þau með öðrum hætti, svo sem með því að skrifa niður upplýsingar úr þeim,“ segir í tölvupóstinum og að halda skuli skrá um alla sem koma að skoða gögnin og hvenær þau geri það. Þingmönnum sem vilja skoða gögnin er í tölvupóstinum bent á að boða komu sína til að taka frá tíma. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Í tölvupósti frá skrifstofu Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að í samræmi við starfsreglur fastanefnda geti forseti Alþingis ákveðið „ef sérstakar ástæður mæla með því og eftir því er leitað, að aðgangur verði veittur þegar fyrir liggja trúnaðarupplýsingar í máli sem nefnd hefur haft til athugunar enda sé þá ljóst að málið muni koma til atkvæðagreiðslu á þingfundi.“ Í tölvupóstinum kemur enn fremur fram að óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum málsins og að forseti hafi ákveðið, í samræmi við starfsreglur, að veita þeim þingmönnum sem þess óska kost á að kynna sér gögn þeirra umsækjenda sem tillaga allsherjar- og menntamálanefndar tekur til. „Það er þannig að við eigum von á því afgreiða frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar frá allsherjar- og menntamálanefnd á morgun eða hinn. Það höfðu borist óskir frá öðrum þingmönnum en þeim sem sitja í nefndinni um aðgang að gögnum,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við fréttastofu um málið. Allir verði að taka afstöðu Erindið hafi borist fyrir nokkru til skrifstofu og þau viti ekki hvort einhver ætli að nýta sér þessa heimild sem nú hefur verið virkjuð. En að í ljósi þess allir þingmenn þurfi að taka afstöðu í málinu hafi hann ekki talið sér stætt að neita þeim um aðgang að þeim gögnum sem fylgja í málinu. Hægt verður að skoða gögnin í sérstöku herbergi í Smiðju.Vísir/Steingrímur Dúi „En hann er bundinn fyllsta trúnaði,“ segir Birgir og vísar í starfsreglur fastanefnda þar sem kemur fram að þingmönnum sé heimilt að skoða trúnaðargögn í sérstöku herbergi innan þingsins. Áður hefur reynt á ákvæðið en ekki í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar segir Birgir. „Þetta eru trúnaðargögn sem varða þessa umsækjendur og þess vegna er mikill trúnaður,“ segir Birgir og að gögnin séu í mörgum tilvikum afar persónuleg. Þess vegna séu skýr fyrirmæli um skoðun þeirra. Bundnir stífum trúnaði „Reglurnar eru alveg skýrar að ef menn kynna sér þessi gögn þá eru þeir bundnir stífum trúnaði um það sem þar kemur fram,“ segir Birgir að lokum. Þingmönnum verður boðið að skoða gögnin í herberginu fram að afgreiðslu málsins í þingsal. Hægt verður að skoða gögnin hjá nefnda- og greiningarsviði á 2. hæð í Smiðju að viðstöddum starfsmanni. „Óheimilt er að taka myndir af gögnunum eða afrita þau með öðrum hætti, svo sem með því að skrifa niður upplýsingar úr þeim,“ segir í tölvupóstinum og að halda skuli skrá um alla sem koma að skoða gögnin og hvenær þau geri það. Þingmönnum sem vilja skoða gögnin er í tölvupóstinum bent á að boða komu sína til að taka frá tíma.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent