Sanngjarnt lífeyriskerfi: Áframhaldandi óréttlæti handa þeim sem fá skertar lífeyrisgreiðslur vegna fjármagnstekna maka Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. júní 2024 14:01 Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Margt hefur verið skrifað um frumvarpið og deila má um hvort markmiðinu verði náð. Í öllu falli er þó ljóst að sá hópur sem býr við það misrétti sem felst í skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna fjármagnstekna maka þarf áfram að bíða eftir réttlætinu. Er hér vísað til þeirrar reglu sem finna má í 6. mgr. 30. gr. laga um almannatryggingar, varðandi örorkulífeyrisþega en 5. mgr. 22. gr. laganna varðandi ellilífeyrisþega. Ákvæðið er svohljóðandi: „Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.“ Með öðrum orðum felur ákvæðið í sér að ef maki lífeyrisþega nýtur fjármagnstekna, kemur helmingur þeirra tekna til skerðingar greiðslna almannatrygginga til lífeyrisþegans. Er framangreint óháð því hvort umræddar fjármagnstekjur teljist til séreignar makans, þ.e. að tekjurnar tilheyri maka örorkulífeyrisþegans og verði ekki hjónaeign, t.d. vegna fyrirmæla erfðaskrár eða kaupmála. Til skýringar má ímynda sér hjónin Önnu og Jón. Anna varð öryrki 40 ára í kjölfar veikinda og einu tekjur hennar eru greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins. Jón erfði hlutabréf frá móður sinni og nýtur að meðaltali 1.000.000,- kr. fjármagnstekna á mánuði. Fjármagnstekjurnar eru séreign Jóns og eru því ekki hjúskapareign. Eftir sem áður er helmingurinn af fjármagnstekjum Jóns, 500.000 krónur, taldar til fjármagnstekna Önnu. Samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar leiðir þetta til þess að Anna fær aðeins 81.940,-kr. í greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði. Eðli málsins samkvæmt duga 81.940,- krónur ekki fyrir framfærslu Önnu og er hún því háð því að Jón tryggi henni framfærslu. Eftir því sem fjármagnstekjur Jóns færu hækkandi féllu greiðslur til Önnu alfarið niður. Líkt og réttilega hefur verið bent á leiðir framangreint til verulegs valdaójafnvægis í sambandi aðila. Lífeyrisþeginn hefur þannig enga möguleika til þess að tryggja sér fjárhagslegt sjálfstæði. Viðkomandi lífeyrisþegi hefur ekki heldur sömu möguleika á að taka fjárhagslegan þátt í heimilishaldinu, en framangreint getur bæði komið niður á sjálfsmynd einstaklingsins og hjónabandinu sjálfu. Þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði getur jafnframt gert lífeyrisþeganum verulega erfitt fyrir að slíta sambandinu. Í sinni verstu mynd ógnar þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði velferð og öryggi lífeyrisþegans. Núverandi fyrirkomulag skapar kjöraðstæður fyrir fjárhagslegt ofbeldi til þess að grassera jafnt og að gera lífeyrisþegum í ofbeldissambandi verulega erfitt fyrir að slíta sig úr því. Óskiljanlegt er að slíkt fyrirkomulag sé enn við lýði árið 2024 og hluti af frumvarpi til nýrra laga. Reglan er þó ekki aðeins óskiljanleg og ósanngjörn heldur er hún jafnframt illsamræmanleg stjórnarskrá Íslands og þeim mannréttindaskuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Þeim lífeyrisþegum sem um ræðir er ekki tryggður sá lágmarksréttur til félagslegrar aðstoðar sem að 76. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um eða gert kleift að njóta þeirra mannréttinda til jafns við aðra í samræmi við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar. Við núverandi aðstæður ræður tegund tekna maka lífeyrisþega þannig hvort stjórnarskrárbundin réttindi hans séu tryggð. Er framangreint í brýnni andstöðu við stefnumarkandi dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 125/2000 (oft nefndur „öryrkjadómur“), þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna maka brytu gegn framangreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagslega aðstoð og jafnræði og þeirri aðalreglu íslensks réttar, að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skyldi vera án tillits til tekna maka. Ljóst er jafnframt að reglan kemur verr niður á konum en körlum og felst þannig í henni óbein mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Síðast en ekki síst samrýmist reglan afar illa skuldbindingum íslenska ríkisins á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn byggir enda á þeim grunni að tryggja samfélagsþátttöku fatlaðs fólks til jafns við aðra, sjálfræði, sjálfstæði og mannlega reisn, m.a. með því að tryggja viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Jafnt er framangreint ósamrýmanlegt þeim jafnréttisgildum sem samningurinn hvílir á og þeim veruleika sem samningurinn viðurkennir, að fatlaðar konur eigi í mun meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi innan veggja heimilisins og í nánum samböndum, sem og skyldum íslenska ríkisins til þess að sporna gegn slíku ofbeldi, sbr. ákvæðum samningsins. Brýnt er þessi hópur verði ekki látin bíða lengur eftir réttlætinu. Skorað er á Alþingi að uppræta þetta misrétti og tryggja lífeyrisþegum sanngjarna framfærsluaðstoð, óháð tekjum maka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Tryggingar Alþingi Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Margt hefur verið skrifað um frumvarpið og deila má um hvort markmiðinu verði náð. Í öllu falli er þó ljóst að sá hópur sem býr við það misrétti sem felst í skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna fjármagnstekna maka þarf áfram að bíða eftir réttlætinu. Er hér vísað til þeirrar reglu sem finna má í 6. mgr. 30. gr. laga um almannatryggingar, varðandi örorkulífeyrisþega en 5. mgr. 22. gr. laganna varðandi ellilífeyrisþega. Ákvæðið er svohljóðandi: „Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.“ Með öðrum orðum felur ákvæðið í sér að ef maki lífeyrisþega nýtur fjármagnstekna, kemur helmingur þeirra tekna til skerðingar greiðslna almannatrygginga til lífeyrisþegans. Er framangreint óháð því hvort umræddar fjármagnstekjur teljist til séreignar makans, þ.e. að tekjurnar tilheyri maka örorkulífeyrisþegans og verði ekki hjónaeign, t.d. vegna fyrirmæla erfðaskrár eða kaupmála. Til skýringar má ímynda sér hjónin Önnu og Jón. Anna varð öryrki 40 ára í kjölfar veikinda og einu tekjur hennar eru greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins. Jón erfði hlutabréf frá móður sinni og nýtur að meðaltali 1.000.000,- kr. fjármagnstekna á mánuði. Fjármagnstekjurnar eru séreign Jóns og eru því ekki hjúskapareign. Eftir sem áður er helmingurinn af fjármagnstekjum Jóns, 500.000 krónur, taldar til fjármagnstekna Önnu. Samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar leiðir þetta til þess að Anna fær aðeins 81.940,-kr. í greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði. Eðli málsins samkvæmt duga 81.940,- krónur ekki fyrir framfærslu Önnu og er hún því háð því að Jón tryggi henni framfærslu. Eftir því sem fjármagnstekjur Jóns færu hækkandi féllu greiðslur til Önnu alfarið niður. Líkt og réttilega hefur verið bent á leiðir framangreint til verulegs valdaójafnvægis í sambandi aðila. Lífeyrisþeginn hefur þannig enga möguleika til þess að tryggja sér fjárhagslegt sjálfstæði. Viðkomandi lífeyrisþegi hefur ekki heldur sömu möguleika á að taka fjárhagslegan þátt í heimilishaldinu, en framangreint getur bæði komið niður á sjálfsmynd einstaklingsins og hjónabandinu sjálfu. Þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði getur jafnframt gert lífeyrisþeganum verulega erfitt fyrir að slíta sambandinu. Í sinni verstu mynd ógnar þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði velferð og öryggi lífeyrisþegans. Núverandi fyrirkomulag skapar kjöraðstæður fyrir fjárhagslegt ofbeldi til þess að grassera jafnt og að gera lífeyrisþegum í ofbeldissambandi verulega erfitt fyrir að slíta sig úr því. Óskiljanlegt er að slíkt fyrirkomulag sé enn við lýði árið 2024 og hluti af frumvarpi til nýrra laga. Reglan er þó ekki aðeins óskiljanleg og ósanngjörn heldur er hún jafnframt illsamræmanleg stjórnarskrá Íslands og þeim mannréttindaskuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Þeim lífeyrisþegum sem um ræðir er ekki tryggður sá lágmarksréttur til félagslegrar aðstoðar sem að 76. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um eða gert kleift að njóta þeirra mannréttinda til jafns við aðra í samræmi við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar. Við núverandi aðstæður ræður tegund tekna maka lífeyrisþega þannig hvort stjórnarskrárbundin réttindi hans séu tryggð. Er framangreint í brýnni andstöðu við stefnumarkandi dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 125/2000 (oft nefndur „öryrkjadómur“), þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna maka brytu gegn framangreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagslega aðstoð og jafnræði og þeirri aðalreglu íslensks réttar, að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skyldi vera án tillits til tekna maka. Ljóst er jafnframt að reglan kemur verr niður á konum en körlum og felst þannig í henni óbein mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Síðast en ekki síst samrýmist reglan afar illa skuldbindingum íslenska ríkisins á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn byggir enda á þeim grunni að tryggja samfélagsþátttöku fatlaðs fólks til jafns við aðra, sjálfræði, sjálfstæði og mannlega reisn, m.a. með því að tryggja viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Jafnt er framangreint ósamrýmanlegt þeim jafnréttisgildum sem samningurinn hvílir á og þeim veruleika sem samningurinn viðurkennir, að fatlaðar konur eigi í mun meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi innan veggja heimilisins og í nánum samböndum, sem og skyldum íslenska ríkisins til þess að sporna gegn slíku ofbeldi, sbr. ákvæðum samningsins. Brýnt er þessi hópur verði ekki látin bíða lengur eftir réttlætinu. Skorað er á Alþingi að uppræta þetta misrétti og tryggja lífeyrisþegum sanngjarna framfærsluaðstoð, óháð tekjum maka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun