Blóðgjöf - Taktu þátt Aðalsteinn Sigfússon skrifar 20. júní 2024 16:00 Fullyrða má að minnsti banki landsins sé jafnframt sá mikilvægasti fyrir alla íbúa. Hér er átt við Blóðbankann, banka sem allir Íslendingar reiða sig á, eða ættu í það minnsta að gera það. Bankinn er á sjötugasta og fyrsta ári, traustur og ábyggilegur og stendur að baki blóðgjafastarfsemi í landinu. Má segja að innlán og útlán vegist á þar sem starfsemi bankans byggist á að innlán séu hærri en útlán, þ.e. að blóðhlutar (rauð blóðkorn, blóðflögur, blóðvökvi, hvít blóðkorn) séu ávallt til staðar þegar heilbrigðisstofnanir þurfa á að halda. Framboð þarf því að haldast í hendur við eftirspurn. Hlutverk Blóðbankans er því gríðarstórt. Um það bil 80% af blóðhlutum eru nýttir á Landspítalanum og í u.þ.b.30% tilvika vegna meðferðar við krabbameini og ýmsum blóðsjúkdómum. Að auki eru blóðhlutar t.d. notaðir við fæðingar, liðskiptaaðgerðir, vegna slysa og við ýmsar stærri aðgerðir. Hér má einnig nefna notkun blóðhluta á Sjúkrahúsi Akureyrar og öðrum heilbrigðisstofnunum. Myndi heilbrigðiskerfið virka án aðgengis að blóðhlutum? Nei, því fer fjarri því fullyrða má að aðgengi að þessum lífsnauðsynlega vökva sé ein af forsendum þess. Þá komum við að megin atriði þessarar greinar; blóðgjöfum, hverjir eru þessir aðilar sem Blóðbankinn byggir á? Jú, það eru sjálfboðaliðar, u.þ.b. sex þúsund talsins, sem gefa að meðaltali tvisvar á ári. Þeir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þeirra sem þurfa á blóðhlutum að halda. Þeir eru einnig meðvitaðir um að á milli 2.500 til 3.000 einstaklingar þurfa á blóðhlutum að halda á hverju ári og líkurnar á því að einstaklingur þurfi á blóðhlutum að halda einhvern tíma á ævinni eru 20 til 30%. Þetta eru líka einstaklingar sem hafa kynnst því með einum eða öðrum hætti hvernig blóðgjafir hafa bjargað lífi eða stuðlað að bættri heilsu. En aðallega eru þetta einstaklingar sem finna innra með sér hversu gott er að leggja sitt af mörkum til samlanda sinna. Þeir hafa gert gjafir sínar að hefð, eins konar samfélagslegri aðstoð sem byggist á samkennd, hjálpsemi og skilningi. En að því sögðu verður samt ekki undan því vikist að hvetja samlandann, alla sem eiga þess nokkurn kost, að gerast blóðgjafar. Sex þúsund blóðgjafar eru ekki nægur fjöldi til að tryggja nægt framboð til nánustu framtíðar. Mikil fjölgun íbúa, hækkun meðalaldurs og fjölgun ferðamanna með meiru kallar á þig lesandi góður að gerast blóðgjafi. Það er góð tilfinning að geta lagt öðrum lið, að vera þátttakandi í að gera samfélagið okkar betra og síðast en ekki síst að sýna ábyrgð. Og þessari grein verður ekki lokið án þess að dást að og þakka frábæru starfsfólki Blóðbankans og Blóðbankabílsins sem bíða eftir þér með glaðværð, umhyggju og virðingu. Kæri lesandi, þín er þörf, taktu þátt, sýndu ábyrgð. Allir eru velkomnir í banka allra landsmanna. Höfundur er fulltrúi í stjórn Blóðgjafafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fullyrða má að minnsti banki landsins sé jafnframt sá mikilvægasti fyrir alla íbúa. Hér er átt við Blóðbankann, banka sem allir Íslendingar reiða sig á, eða ættu í það minnsta að gera það. Bankinn er á sjötugasta og fyrsta ári, traustur og ábyggilegur og stendur að baki blóðgjafastarfsemi í landinu. Má segja að innlán og útlán vegist á þar sem starfsemi bankans byggist á að innlán séu hærri en útlán, þ.e. að blóðhlutar (rauð blóðkorn, blóðflögur, blóðvökvi, hvít blóðkorn) séu ávallt til staðar þegar heilbrigðisstofnanir þurfa á að halda. Framboð þarf því að haldast í hendur við eftirspurn. Hlutverk Blóðbankans er því gríðarstórt. Um það bil 80% af blóðhlutum eru nýttir á Landspítalanum og í u.þ.b.30% tilvika vegna meðferðar við krabbameini og ýmsum blóðsjúkdómum. Að auki eru blóðhlutar t.d. notaðir við fæðingar, liðskiptaaðgerðir, vegna slysa og við ýmsar stærri aðgerðir. Hér má einnig nefna notkun blóðhluta á Sjúkrahúsi Akureyrar og öðrum heilbrigðisstofnunum. Myndi heilbrigðiskerfið virka án aðgengis að blóðhlutum? Nei, því fer fjarri því fullyrða má að aðgengi að þessum lífsnauðsynlega vökva sé ein af forsendum þess. Þá komum við að megin atriði þessarar greinar; blóðgjöfum, hverjir eru þessir aðilar sem Blóðbankinn byggir á? Jú, það eru sjálfboðaliðar, u.þ.b. sex þúsund talsins, sem gefa að meðaltali tvisvar á ári. Þeir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þeirra sem þurfa á blóðhlutum að halda. Þeir eru einnig meðvitaðir um að á milli 2.500 til 3.000 einstaklingar þurfa á blóðhlutum að halda á hverju ári og líkurnar á því að einstaklingur þurfi á blóðhlutum að halda einhvern tíma á ævinni eru 20 til 30%. Þetta eru líka einstaklingar sem hafa kynnst því með einum eða öðrum hætti hvernig blóðgjafir hafa bjargað lífi eða stuðlað að bættri heilsu. En aðallega eru þetta einstaklingar sem finna innra með sér hversu gott er að leggja sitt af mörkum til samlanda sinna. Þeir hafa gert gjafir sínar að hefð, eins konar samfélagslegri aðstoð sem byggist á samkennd, hjálpsemi og skilningi. En að því sögðu verður samt ekki undan því vikist að hvetja samlandann, alla sem eiga þess nokkurn kost, að gerast blóðgjafar. Sex þúsund blóðgjafar eru ekki nægur fjöldi til að tryggja nægt framboð til nánustu framtíðar. Mikil fjölgun íbúa, hækkun meðalaldurs og fjölgun ferðamanna með meiru kallar á þig lesandi góður að gerast blóðgjafi. Það er góð tilfinning að geta lagt öðrum lið, að vera þátttakandi í að gera samfélagið okkar betra og síðast en ekki síst að sýna ábyrgð. Og þessari grein verður ekki lokið án þess að dást að og þakka frábæru starfsfólki Blóðbankans og Blóðbankabílsins sem bíða eftir þér með glaðværð, umhyggju og virðingu. Kæri lesandi, þín er þörf, taktu þátt, sýndu ábyrgð. Allir eru velkomnir í banka allra landsmanna. Höfundur er fulltrúi í stjórn Blóðgjafafélagsins.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar