Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2024 15:30 Við undirritun samningsins á skrifstofu sáttasemjara í dag. Mynd/Efling Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. „Samninganefnd Eflingar er ánægð og stolt af góðum árangri í viðræðum okkar við Reykjavíkurborg. Við settum okkur markmið vegna mikilvægra úrbótamála og við náðum árangri í þeim velflestum. Félagsfólk Eflingar sem að starfar hjá Reykjavíkurborg er ómissandi starfsfólk. Það er ánægjulegt að sjá og upplifa að Reykjavíkurborg skilur að hlusta þarf á kröfur okkar og mætir okkur með samningsvilja í kjarasamningsviðræðum“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram að kjarasamningurinn við borgina innihaldi sambærilegar launahækkanir og kjarasamningar Eflingar á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í mars síðastliðnum. Þá segir að mjög góður árangur hafi náðst í fjölgun undirbúningstíma hjá deildarstjórum sem starfa á leikskólum borgarinnar og að einnig hafi náðst góður árangur í að bæta og skýra grein sem fjallar um undirbúningstíma annarra starfsmanna leikskólanna. Samninganefnd Eflingar.Mynd/Efling Samningaviðræður Eflingar við Reykjavíkurborg hófust um miðjan apríl og var vísað til sáttasemjara við lok maímánaðar. Kjarasamningur Eflingar við borgina rann út 31. mars síðastliðinn. Í tilkynningu segir að hafist verði handa við að kynna nýjan kjarasamning á allra næstu dögum og atkvæðagreiðsla um samningana hefjist innan skamms. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eiga að liggja fyrir ekki síðar en 10. júlí. Frekari upplýsingar um efni samningsins og atkvæðagreiðslu verða birtar á efling.is fljótlega. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Efling vísar deilu við borgina til sáttasemjara Samninganefnd Eflingar – stéttarfélags hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. 27. maí 2024 14:40 Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. 20. mars 2024 12:29 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
„Samninganefnd Eflingar er ánægð og stolt af góðum árangri í viðræðum okkar við Reykjavíkurborg. Við settum okkur markmið vegna mikilvægra úrbótamála og við náðum árangri í þeim velflestum. Félagsfólk Eflingar sem að starfar hjá Reykjavíkurborg er ómissandi starfsfólk. Það er ánægjulegt að sjá og upplifa að Reykjavíkurborg skilur að hlusta þarf á kröfur okkar og mætir okkur með samningsvilja í kjarasamningsviðræðum“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram að kjarasamningurinn við borgina innihaldi sambærilegar launahækkanir og kjarasamningar Eflingar á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í mars síðastliðnum. Þá segir að mjög góður árangur hafi náðst í fjölgun undirbúningstíma hjá deildarstjórum sem starfa á leikskólum borgarinnar og að einnig hafi náðst góður árangur í að bæta og skýra grein sem fjallar um undirbúningstíma annarra starfsmanna leikskólanna. Samninganefnd Eflingar.Mynd/Efling Samningaviðræður Eflingar við Reykjavíkurborg hófust um miðjan apríl og var vísað til sáttasemjara við lok maímánaðar. Kjarasamningur Eflingar við borgina rann út 31. mars síðastliðinn. Í tilkynningu segir að hafist verði handa við að kynna nýjan kjarasamning á allra næstu dögum og atkvæðagreiðsla um samningana hefjist innan skamms. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eiga að liggja fyrir ekki síðar en 10. júlí. Frekari upplýsingar um efni samningsins og atkvæðagreiðslu verða birtar á efling.is fljótlega.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Efling vísar deilu við borgina til sáttasemjara Samninganefnd Eflingar – stéttarfélags hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. 27. maí 2024 14:40 Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. 20. mars 2024 12:29 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Efling vísar deilu við borgina til sáttasemjara Samninganefnd Eflingar – stéttarfélags hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. 27. maí 2024 14:40
Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. 20. mars 2024 12:29
Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25