„Það verða tómar hillur í smá stund“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júní 2024 20:22 Katrín Whalley er eigandi Smart Boutique. Vísir/Arnar Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust. Þó að Kringlan hafi opnað í dag eru ekki allir verslunarrekendur sem geta gert það, en húsnæði sumra þeirra er töluvert skemmt. Þá eru einhverjir þeirra sem munu ekki geta opnað fyrr en á morgun. Þeirra á meðal eru rekendur skartgripaverslunarinnar Jens, sem voru í óðaönn við að koma öllu í lag í versluninni þegar fréttastofu bar að garði. „Við viljum opna þegar okkur þjónustustig er upp á 10, eins og alltaf,“ segir Hrund Jakobsdóttir, starfsmanna- og þjónustustjóri hjá Jens. Var eitthvað af vörum frá ykkur sem urðu fyrir tjóni eða skemmdist? „Nei. Við erum svo heppin að vera með vöru sem dregur ekki í sig lykt. Það var kannski lyktin sem kom kannski verst fyrir þá sem eru með föt í verslunum hjá sér,“ segir Ingibjörg Lilju Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjá Jens. Tómar hillur í einhvern tíma Eigandi Smart Boutique var ekki jafn heppinn. „Ég er með mikið af skinnum og textílvöru. Það skemmdist allt út af reyklykt,“ segir Katrín Whalley, eigandi Smart Boutique. Hún segist ekki hafa tilfinningu fyrir því hversu mikið tjónið sé nákvæmlega. Engu að síður sé það umtalsvert. „Það verða tómar hillur í smá stund, en þetta verður allt í lagi.“ Gleðilegt að geta opnað Þó að uppbygging eftir brunann sé hafin, og fólk í óðaönn við að koma öllu í stand hér í Kringlunni, þá örlar samt á smá brunalykt á sumum stöðum. Tjón Kringlunnar vegna brunans liggur ekki fyrir að svo stöddu, en framkvæmdastjórinn segir gleðilegt að hafa getað opnað aftur, þó verst leiknu verslanirnar komi ekki til með að geta opnað fyrr en með haustinu. „Fastagestir mættir á kaffihúsin og þetta er bara flottur fimmtudagur, fullt af fólki í húsinu,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri. Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Þó að Kringlan hafi opnað í dag eru ekki allir verslunarrekendur sem geta gert það, en húsnæði sumra þeirra er töluvert skemmt. Þá eru einhverjir þeirra sem munu ekki geta opnað fyrr en á morgun. Þeirra á meðal eru rekendur skartgripaverslunarinnar Jens, sem voru í óðaönn við að koma öllu í lag í versluninni þegar fréttastofu bar að garði. „Við viljum opna þegar okkur þjónustustig er upp á 10, eins og alltaf,“ segir Hrund Jakobsdóttir, starfsmanna- og þjónustustjóri hjá Jens. Var eitthvað af vörum frá ykkur sem urðu fyrir tjóni eða skemmdist? „Nei. Við erum svo heppin að vera með vöru sem dregur ekki í sig lykt. Það var kannski lyktin sem kom kannski verst fyrir þá sem eru með föt í verslunum hjá sér,“ segir Ingibjörg Lilju Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjá Jens. Tómar hillur í einhvern tíma Eigandi Smart Boutique var ekki jafn heppinn. „Ég er með mikið af skinnum og textílvöru. Það skemmdist allt út af reyklykt,“ segir Katrín Whalley, eigandi Smart Boutique. Hún segist ekki hafa tilfinningu fyrir því hversu mikið tjónið sé nákvæmlega. Engu að síður sé það umtalsvert. „Það verða tómar hillur í smá stund, en þetta verður allt í lagi.“ Gleðilegt að geta opnað Þó að uppbygging eftir brunann sé hafin, og fólk í óðaönn við að koma öllu í stand hér í Kringlunni, þá örlar samt á smá brunalykt á sumum stöðum. Tjón Kringlunnar vegna brunans liggur ekki fyrir að svo stöddu, en framkvæmdastjórinn segir gleðilegt að hafa getað opnað aftur, þó verst leiknu verslanirnar komi ekki til með að geta opnað fyrr en með haustinu. „Fastagestir mættir á kaffihúsin og þetta er bara flottur fimmtudagur, fullt af fólki í húsinu,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.
Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31