Fyrrverandi starfsmaður Quang Le: „Hann er ekki velkominn hér“ Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2024 20:01 Steingrímur Jón Guðjónsson rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Mingming. Nýr veitingastaður hefur verið opnaður þar sem Pho Vietnam-ese var áður rekinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri eldri staðarins sem rekur einnig þann nýja, segist ekkert tengjast mansalsmáli Quang Le og er með meinta þolendur hans í vinnu. Við Laugaveg 3 var áður veitingastaðurinn Pho Vietnamese, allt þar til Quang Le var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, meðal annars grunaður um mansal. Nú hefur Steingrímur Jón Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pho Vietnamese, opnað þar nýjan veitingastað, Bao Bite. Bao Bite er við Laugaveg 3.Vísir/Sigurjón Steingrímur starfaði fyrir Quang Le í fjögur og hálft ár. Hann sagði upp störfum fyrir tveimur árum síðan. „Ég semsagt vann við það að opna staðina hans, hann var alltaf að opna nýja og nýja staði. Það er ýmislegt sem þarf til að gera það, fá smiði og aðra verkamenn. Það þarf að fá framkvæmdaleyfi og annað slíkt. Það var bróðurparturinn af mínu starfi. Svo var ég að sjá um aðra hluti eins og til dæmis að senda út reikninga og almenn skrifstofu störf,“ segir Steingrímur. Vissir þú hvað var í gangi? Meinta mansalið og allt það? „Mann grunaði að eitthvað væri í gangi þegar maður sá launaseðlana. Þeir voru ekki að stemma við áætlað vinnuframlag,“ segir Steingrímur. Á Laugavegi 3 var áður Pho Vietnamese.Vísir/Sigurjón Á Bao Bite starfa nokkrir af meintum þolendum Quang Le í mansalsmáli hans. „Þeim líður bara mjög vel, þau hafa aldrei verið í betur launuðu starfi. Þau fá sína hvíldartíma sem þau voru ekki að fá hjá Quang Le. Þannig framtíðin er mjög björt fyrir þau,“ segir Steingrímur. Bara svo það sé á hreinu, þú tengdist meintu mansali Quang Le ekki neitt? „Nei, enda fengi ég ekki leyfi til að ráða þetta starfsfólk. Þetta er Vinnumálastofnun, ASÍ og fleiri sem tóku screen á öllum sem vildu ráða starfsfólkið. Þau myndu aldrei leyfa neinum sem hefur tengst þessu að ráða fólkið,“ segir Steingrímur. Á sunnudaginn mætti Quang Le á Bao Bite. Þegar Steingrímur frétti af því hringdi hann á lögregluna og lét vita af heimsókninni. „Það er ekki hægt að túlka þetta sem neitt annað en ógnun gegn starfsfólkinu. Hann er ekki velkominn hér, nokkurn tímann,“ segir Steingrímur. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Reykjavík Víetnam Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Við Laugaveg 3 var áður veitingastaðurinn Pho Vietnamese, allt þar til Quang Le var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, meðal annars grunaður um mansal. Nú hefur Steingrímur Jón Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pho Vietnamese, opnað þar nýjan veitingastað, Bao Bite. Bao Bite er við Laugaveg 3.Vísir/Sigurjón Steingrímur starfaði fyrir Quang Le í fjögur og hálft ár. Hann sagði upp störfum fyrir tveimur árum síðan. „Ég semsagt vann við það að opna staðina hans, hann var alltaf að opna nýja og nýja staði. Það er ýmislegt sem þarf til að gera það, fá smiði og aðra verkamenn. Það þarf að fá framkvæmdaleyfi og annað slíkt. Það var bróðurparturinn af mínu starfi. Svo var ég að sjá um aðra hluti eins og til dæmis að senda út reikninga og almenn skrifstofu störf,“ segir Steingrímur. Vissir þú hvað var í gangi? Meinta mansalið og allt það? „Mann grunaði að eitthvað væri í gangi þegar maður sá launaseðlana. Þeir voru ekki að stemma við áætlað vinnuframlag,“ segir Steingrímur. Á Laugavegi 3 var áður Pho Vietnamese.Vísir/Sigurjón Á Bao Bite starfa nokkrir af meintum þolendum Quang Le í mansalsmáli hans. „Þeim líður bara mjög vel, þau hafa aldrei verið í betur launuðu starfi. Þau fá sína hvíldartíma sem þau voru ekki að fá hjá Quang Le. Þannig framtíðin er mjög björt fyrir þau,“ segir Steingrímur. Bara svo það sé á hreinu, þú tengdist meintu mansali Quang Le ekki neitt? „Nei, enda fengi ég ekki leyfi til að ráða þetta starfsfólk. Þetta er Vinnumálastofnun, ASÍ og fleiri sem tóku screen á öllum sem vildu ráða starfsfólkið. Þau myndu aldrei leyfa neinum sem hefur tengst þessu að ráða fólkið,“ segir Steingrímur. Á sunnudaginn mætti Quang Le á Bao Bite. Þegar Steingrímur frétti af því hringdi hann á lögregluna og lét vita af heimsókninni. „Það er ekki hægt að túlka þetta sem neitt annað en ógnun gegn starfsfólkinu. Hann er ekki velkominn hér, nokkurn tímann,“ segir Steingrímur.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Reykjavík Víetnam Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira