Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le)

Fréttamynd

Wok on-veldið falt

WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, er til sölu. Félagið er í eigu veitingamannsins Quang Le og var úrskurðað gjaldþrota á dögunum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sak­borningum í máli Quang Le fjölgar

Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Wok On gjald­þrota

WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið er að fullu í eigu veitingamannsins Quang Lé, sem grunaður er um mansal og fleiri refsiverð brot. Annað félag í hans eigu, EA17 ehf., hefur sömuleiðis verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best

Maður sem áður starfaði fyrir alræmda veitingamanninn Quang Le hefur opnað nýjan veitingastað í húsnæði sem áður hýsti veitingastað í eigu Le. Hann bauð fyrrverandi starfsfólki Le sem ekki hafði fengið vinnu eftir að stöðum hans var lokað, starf hjá veitingastaðnum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heilsaði upp á meint fórnar­lömb sín

Síðan veitingamaðurinn Quang Le var látinn laus úr gæsluvarðhaldi hefur hann heimsótt fyrrverandi starfsfólk sitt og meint mansalsfórnarlömb á nýja vinnustaði þeirra. Sérfræðingur í mansalsmálum segir um dæmigerða vendingu í mansalsmálum að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Quang Lé laus úr gæslu­varð­haldi en í far­banni

Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Telja að Qu­ang gæti spillt rann­sókninni gangi hann laus

Quang Lé og tveir sem grunaðir eru um mansal munu þurfa að sæta gæsluvarðhaldi lengur en lög kveða almennt á um. Lögreglufulltrúi segir að umfang málsins kalli á lengra varðhald svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt áður en ákæra er gefin út.

Innlent
Fréttamynd

Quang Le hakkaður á Facebook

Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans.

Innlent
Fréttamynd

Nældi í eigin­konu Davíðs, barnaði tvisvar og tók upp nafnið hans

Ýmsir ráku upp stór augu þegar veitingamaðurinn umsvifamikli Quang Le fór að nota nafnið Davíð Viðarsson á síðasta ári. Enginn þó jafnhissa og miður sín og annar Davíð Viðarsson. Íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann segist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le sem hófust fyrir tveimur áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Davíð, eigin­konu og bróður í tveggja vikna varð­hald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­hald fram­lengt um tvær vikur

Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í mansalsmáli tengdu veitingastöðum Pho Vietnam hefur verið framlengt um tvær vikur. Aðstoðaryfirlögrelguþjónn segir rannsókn miða vel en umfang gagna sé mikið og því hægur gangur. 

Innlent
Fréttamynd

Kærustu­parið og bróðirinn enn í haldi

Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir hans sæta enn einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. Bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður hans hefur verið sleppt. 

Innlent
Fréttamynd

Einum til sleppt úr haldi

Einum til viðbótar hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið mansalsmál. Rannsóknarhagsmunir eru ekki lengur taldir fyrir hendi.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur úr mansalsmálinu sleppt úr haldi

Tveimur af þeim sex sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmiklu mansalsmáli var sleppt úr haldi síðdegis í gær þar sem þeirra hlutur í málinu telst upplýstur. 

Innlent
Fréttamynd

Davíð lofaði bót og betrun en hélt upp­teknum hætti

Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi mál koma okkur ekkert við“

Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka.

Innlent
Fréttamynd

Slóð við­skipta sak­bornings tengist World Class-veldinu

Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reynt að hafa á­hrif á meinta þol­endur mansals Davíðs

Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­samningum Davíðs á Tryggva­götu og Vestur­götu rift

Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur rift leigusamningum, sem það hafði gert við Vietnamese Cuisine ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Davíðs Viðarssonar, sem situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt fimm öðrum og er grnaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi eig­andi Wok On meðal sak­borninga

Quang Le, veitingamaðurinn umsvifamikli sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson þegar upp komst um ólöglegan matvælalegar í Sóltúni, verður í gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar. Maki hans til margra ára er á meðal handteknu og sömuleiðis bróðir hans. Þá er nýdæmdur skattsvikari með stöðu sakbornings í málinu.

Innlent