Innlent

Róbert á lista yfir bestu lög­menn Bret­lands

Jakob Bjarnar skrifar
Róbert Spanó segist afar ánægður með þessa viðurkenningu sem kom eilítið á óvart, enda ferill hans sem lögmaður ekki langur eftir að hann lauk störfum hjá Mannréttindadómstól Evrópu á árinu 2022.
Róbert Spanó segist afar ánægður með þessa viðurkenningu sem kom eilítið á óvart, enda ferill hans sem lögmaður ekki langur eftir að hann lauk störfum hjá Mannréttindadómstól Evrópu á árinu 2022. stjórnarráðið

Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrum forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, hefur verið valinn á lista yfir bestu lögmenn Bretlands á sviði mannréttinda og þjóðréttar. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem það gerist með íslenskan lögfræðing.

Það er tímaritið Best Lawers sem veitir þessa viðurkenningu en það hefur notið virðingar allt frá því að fyrsta tölublaðið kom út 1983 sem fremsta fyrirbærið á þessu sviði. 

Ef mætti líkja þessu við eitthvað væri það hugsanlega á pari við Michelín-stjörnu í matargeiranum. Þetta telst mikil viðurkenning.

„Ég er afar ánægður með þessa viðurkenningu sem kom eilítið á óvart, enda ferill minn sem lögmaður ekki langur eftir að ég lauk störfum hjá Mannréttindadómstól Evrópu á árinu 2022. Samkeppni lögmanna í Bretlandi er gríðarlega mikil þannig að þessi tilnefning er velkomin, ekki síst fyrir íslenskan lögfræðing,“ segir Róbert í samtali við Vísi um þessa viðurkenningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×