Innlent

RÚV fær liðs­styrk frá Heimildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingi Freyr Vilhjálmsson hefur meðal annars fjallað mikið um fiskeldi og efnahagsbrot á fimmtán ára ferli í blaðamannesku.
Ingi Freyr Vilhjálmsson hefur meðal annars fjallað mikið um fiskeldi og efnahagsbrot á fimmtán ára ferli í blaðamannesku. Heimildin

Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Heimildinni og áður Stundinni hefur ráðið sig til Ríkisútvarpsins þar sem hann mun meðal annars starfa við útvarpsþáttinn Þetta helst.

Ingi Freyr hefur sérhæft sig í rannsóknarblaðamennsku á Heimildinni, þar áður Stundinni en áður var hann blaðamaður um árabil á DV. Hann mætir til starfa í Efstaleiti í ágúst. Þetta verður hans fyrsta starf á ljósvakamiðli.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og hlakka til. Það verður gaman að vinna við ljósvakamiðla eftir að hafa unnið á prent- og netmiðlum í rúmlega fimmtán ár samfleytt, síðastliðin sjö á Stundinni/Heimildinni,“ segir Ingi Freyr í færslu um tímamótin á Facebook.

Hann hefur endurtekið verið tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir fréttaskýringar sínar.

Ingi Freyr tilheyrir einum þekktasta bræðrahópi landsins. Bræður hans eru Finnur Þór Vilhjálmsson, héraðsdómari og áður sjónvarpsþáttastjórnandi, og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og tískulögga.


Tengdar fréttir

Heimir Már, Auður Ösp, Sunna og Elísabet tilnefnd til verðlauna

Tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru kynntar í dag og verða verðlaunin veitt að viku liðinni á Kjarvalsstöðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlauna en þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki sem eru fjórir talsins: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. 

Ingi Freyr með stöðu sakbornings

Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Heimildarinnar, hefur fengið stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×