Ný heitavatnshola gjörbreytir stöðunni á Suðurnesjunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júní 2024 15:50 Ný borhola á Miðnesheiði við Rockville kemur í veg fyrir að heitavatnslaust geti orðið á Suðurnesjunum, ef röskun verður á starfsemi Svartsengis. Vísir/Vilhelm Ný tilraunaborhola á Miðnesheiði við Rockville á Suðurnesjunum, sem gefur um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni, gjörbreytir stöðunni í heitavatnsmálum á Suðurnesjum til betri vegar. Í tilkynningu segir að holan muni nýtast til að halda húsum á Suðurnesjum frostfríum, komið upp svipuð staða og í vetur þegar Njarðvíkuræðin brast undan hraunstraumi. Risastór tíðindi í orkuöryggi á Suðurnesjum Auður Agla Óladóttir hjá Ísor, segir að fyrir það fyrsta sé um að ræða algjöra byltingu í hitaveituöryggi Suðurnesjanna. Tilgangur verkefnisins hafi einmitt verið sá að athuga hvort hægt væri að koma á einhverri neyðarhitaveitu, ef upp kæmi svipuð staða og í vetur. Það gæti gerst ef heitavatnsframleiðsla í Svartsengi legðist niður, eða hraunstreymi færi yfir Njarðvíkuræð eins og í vetur. Agla segir að í framhaldinu verði skoðað hvort möguleikar séu á frekari jarðhitaleit og nýtingu á vatninu, en til að byrja með verði holan nýtt sem varahitaveita. Unnið að viðgerð á vatnslögnum frá Svarstengi í vetur.Ívar Fannar Neyðarverkefni vegna eldsumbrotanna Ráðist var í þetta neyðarverkefni á vegum Umhverfis-orku- og loftslagsráðuneytisins í vetur, þar sem lagt var upp með að bora þrjár djúpar tilraunaholur í leit að lághita og koma upp varahitaveitu ef röskum verður á starfsemi hitaveitunnar í Svartsengi vegna eldsumbrota. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, segir að skrapað hafi verið út úr öllum hirslum ráðuneytisins, til þess að fjármagna verkefnið. Sem betur fer hafi það gengið upp. Fyrsta holan var tilraunaborhola á Njarðvíkurheiði, nálægt Stapafellsvegi. Hún er að gefa um 30 sekúndulítra af um 40 gráðu heitu vatni. Holan við Rockville er að gefa um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni. Agla segia að borun sé hafin í þriðju holunni, sem er við Vogshól. Það komi í ljós á næstu vikum hvað komi út úr henni. Að þessu verkefni standa HS Orka, Ísor og Umhverfis-orku og loftslagsráðuneytið. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um að bora eftir vatninu. Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48 Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Í tilkynningu segir að holan muni nýtast til að halda húsum á Suðurnesjum frostfríum, komið upp svipuð staða og í vetur þegar Njarðvíkuræðin brast undan hraunstraumi. Risastór tíðindi í orkuöryggi á Suðurnesjum Auður Agla Óladóttir hjá Ísor, segir að fyrir það fyrsta sé um að ræða algjöra byltingu í hitaveituöryggi Suðurnesjanna. Tilgangur verkefnisins hafi einmitt verið sá að athuga hvort hægt væri að koma á einhverri neyðarhitaveitu, ef upp kæmi svipuð staða og í vetur. Það gæti gerst ef heitavatnsframleiðsla í Svartsengi legðist niður, eða hraunstreymi færi yfir Njarðvíkuræð eins og í vetur. Agla segir að í framhaldinu verði skoðað hvort möguleikar séu á frekari jarðhitaleit og nýtingu á vatninu, en til að byrja með verði holan nýtt sem varahitaveita. Unnið að viðgerð á vatnslögnum frá Svarstengi í vetur.Ívar Fannar Neyðarverkefni vegna eldsumbrotanna Ráðist var í þetta neyðarverkefni á vegum Umhverfis-orku- og loftslagsráðuneytisins í vetur, þar sem lagt var upp með að bora þrjár djúpar tilraunaholur í leit að lághita og koma upp varahitaveitu ef röskum verður á starfsemi hitaveitunnar í Svartsengi vegna eldsumbrota. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, segir að skrapað hafi verið út úr öllum hirslum ráðuneytisins, til þess að fjármagna verkefnið. Sem betur fer hafi það gengið upp. Fyrsta holan var tilraunaborhola á Njarðvíkurheiði, nálægt Stapafellsvegi. Hún er að gefa um 30 sekúndulítra af um 40 gráðu heitu vatni. Holan við Rockville er að gefa um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni. Agla segia að borun sé hafin í þriðju holunni, sem er við Vogshól. Það komi í ljós á næstu vikum hvað komi út úr henni. Að þessu verkefni standa HS Orka, Ísor og Umhverfis-orku og loftslagsráðuneytið. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um að bora eftir vatninu.
Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48 Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14