Firra að hafa ekki kjark til að klára lagareldisfrumvarpið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júní 2024 17:09 Halla Signý og Iða Marsibil þingmenn Framsóknarflokksins, Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, lýstu báðir yfir vonbrigðum sínum yfir því að lagareldisfrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga í vor. Iða segir að fiskeldisfyrirtæki hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma utan um atvinnugreinina. Þingmennirnir gerðu frumvarpið að umtalsefni á Alþingi í dag þegar rætt var um störf þingsins. „Framsókn var sérstaklega í mun að klára þetta. Þessu frumvarpi var ætlað að stuðla að betri stjórnun og umhverfisvernd í lagareldi og er afar mikilvægt fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldi, atvinnugreinina sjálfa og umhverfi okkar,“ sagði Halla Signý. Atvinnugreinin þurfi skýrari reglur Halla segir að miklu máli skipti fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldið, að lagareldið sé rekið á ábyrgan hátt. Það hafi veruleg áhrif á lífsviðurværi þeirra. „Frumvarpið átti að tryggja að rekstur sjókvíaeldis væri í sátt við þessi samfélög og stuðla að því að þau gætu blómstrað í heilbrigðu umhverfi,“ sagði Halla. „Atvinnugreinin sjálf, sjókvíaeldi, stendur einnig frammi fyrir áskorunum sem þarf að takast á við. Til að tryggja framtíðarvöxt og sjálfbærni er nauðsynlegt að hafa skýrar reglur og eftirlit,“ sagði Halla. Frumvarpið hafi verið hannað til að skapa sanngjarnan og stöðugan ramma fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein sem á að geta stækkað án þess að skaða náttúruna eða samfélögin sem hún hefur áhrif á. Þá sagði Halla að það væri algjör firra að hafa ekki kjark til að klára þessa mikilvægu stefnu um lagareldi, og nauðsynlegt sé að taka þráðinn upp í haust og klára málið. „Annars er allt tal um ábyrga uppbyggingu, eftirlit og sjálfbærni tómið eitt og þýðir ekki að flagga því framan í mig að minnsta kosti,“ sagði Halla. Iða Marsibil sagði að henni þættu það afar slæmar fréttir að frumvarpið hefði ekki náð fram að ganga. „Í stuttu máli sagt, virðulegur forseti, skiptir þessi atvinnuvegur öllu máli fyrir þorpin fyrir vestan núorðið,“ sagði Iða. Sjókvíaeldið bjargað sunnanverðum Vestfjörðum Árið 2014 hafi ekki verið sérlega bjart fram undan í þorpum á sunnanverðum Vestfjörðum, og þau hefðu mátt muna fífil sinn fegurri. Þá hafi fyrstu seiðin verið sett í sjó hjá fyrirtæki sem hún vann hjá, en nú eftir tíu ár hafi greinin vaxið og staðan orðin sú að á síðasta ári framleiddi fyrirtækið tæplega 18.000 tonn af laxi og hjá því starfi um 200 manns. Hún segir að bæjaryfirvöld og atvinnugreinin sjálf hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma um þessa atvinnugrein. Gjaldtökuheimildir verði að vera skýrar og starfsemin með þeim hætti að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Frá Bíldudal. Iða segir að hjá Arnarlaxi starfi um 200 manns, að mestu leyti á svæðinu í Vesturbyggð. Íbúar þar telji um 1.400. Iða sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar 2018-2022.Vísir/Vilhelm „Starfsgreinin er umdeild, á því leikur enginn vafi, en hún hefur fest sig í sessi og því brýnt að horfa fram á við og vil ég nota tækifærið hér til þess að brýna þingmenn til að klára málið ákveðið og með sóma á haustþingi,“ sagði Iða. Iða Marsibil kemur frá sunnanverðum Vestfjörðum, en hún sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar á síðasta kjörtímabili, 2018-2022. Hún hefur starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Sumarið 2022 var hún ráðin í starf sveitastjóra Grímsnes- og Grafnhingshrepps, en situr einnig sem varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Halla Signý situr einnig á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi. Alþingi Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd. 10. júní 2024 16:26 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þingmennirnir gerðu frumvarpið að umtalsefni á Alþingi í dag þegar rætt var um störf þingsins. „Framsókn var sérstaklega í mun að klára þetta. Þessu frumvarpi var ætlað að stuðla að betri stjórnun og umhverfisvernd í lagareldi og er afar mikilvægt fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldi, atvinnugreinina sjálfa og umhverfi okkar,“ sagði Halla Signý. Atvinnugreinin þurfi skýrari reglur Halla segir að miklu máli skipti fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldið, að lagareldið sé rekið á ábyrgan hátt. Það hafi veruleg áhrif á lífsviðurværi þeirra. „Frumvarpið átti að tryggja að rekstur sjókvíaeldis væri í sátt við þessi samfélög og stuðla að því að þau gætu blómstrað í heilbrigðu umhverfi,“ sagði Halla. „Atvinnugreinin sjálf, sjókvíaeldi, stendur einnig frammi fyrir áskorunum sem þarf að takast á við. Til að tryggja framtíðarvöxt og sjálfbærni er nauðsynlegt að hafa skýrar reglur og eftirlit,“ sagði Halla. Frumvarpið hafi verið hannað til að skapa sanngjarnan og stöðugan ramma fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein sem á að geta stækkað án þess að skaða náttúruna eða samfélögin sem hún hefur áhrif á. Þá sagði Halla að það væri algjör firra að hafa ekki kjark til að klára þessa mikilvægu stefnu um lagareldi, og nauðsynlegt sé að taka þráðinn upp í haust og klára málið. „Annars er allt tal um ábyrga uppbyggingu, eftirlit og sjálfbærni tómið eitt og þýðir ekki að flagga því framan í mig að minnsta kosti,“ sagði Halla. Iða Marsibil sagði að henni þættu það afar slæmar fréttir að frumvarpið hefði ekki náð fram að ganga. „Í stuttu máli sagt, virðulegur forseti, skiptir þessi atvinnuvegur öllu máli fyrir þorpin fyrir vestan núorðið,“ sagði Iða. Sjókvíaeldið bjargað sunnanverðum Vestfjörðum Árið 2014 hafi ekki verið sérlega bjart fram undan í þorpum á sunnanverðum Vestfjörðum, og þau hefðu mátt muna fífil sinn fegurri. Þá hafi fyrstu seiðin verið sett í sjó hjá fyrirtæki sem hún vann hjá, en nú eftir tíu ár hafi greinin vaxið og staðan orðin sú að á síðasta ári framleiddi fyrirtækið tæplega 18.000 tonn af laxi og hjá því starfi um 200 manns. Hún segir að bæjaryfirvöld og atvinnugreinin sjálf hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma um þessa atvinnugrein. Gjaldtökuheimildir verði að vera skýrar og starfsemin með þeim hætti að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Frá Bíldudal. Iða segir að hjá Arnarlaxi starfi um 200 manns, að mestu leyti á svæðinu í Vesturbyggð. Íbúar þar telji um 1.400. Iða sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar 2018-2022.Vísir/Vilhelm „Starfsgreinin er umdeild, á því leikur enginn vafi, en hún hefur fest sig í sessi og því brýnt að horfa fram á við og vil ég nota tækifærið hér til þess að brýna þingmenn til að klára málið ákveðið og með sóma á haustþingi,“ sagði Iða. Iða Marsibil kemur frá sunnanverðum Vestfjörðum, en hún sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar á síðasta kjörtímabili, 2018-2022. Hún hefur starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Sumarið 2022 var hún ráðin í starf sveitastjóra Grímsnes- og Grafnhingshrepps, en situr einnig sem varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Halla Signý situr einnig á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi.
Alþingi Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd. 10. júní 2024 16:26 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd. 10. júní 2024 16:26