Innlent

Eld­gosinu lík­legast lokið

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Eldgosinu virðist vera lokið.
Eldgosinu virðist vera lokið. Veðurstofa Íslands

Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 

Í hádeginu var engin virkni sjáanleg í gígnum þegar að almannavarnir flugu dróna yfir svæðið til athugunar. Jafnframt hefur gosórói á jarðskjálftamælum dottið niður og er nú sambærilegur því sem mældist áður en gosið hófst.

„Enn má þó búast við í einhvern tíma að eldra hraun haldi áfram að streyma hægt með fram Sýlingarfelli norðanverðu og við varnargarð L1 þar sem spýjur hafa runnið yfir,“ segir í tilkynningunni. 

Eins og greint var frá í gær skriðu þrjár hrauntungur yfir varnargarðinn við Svartsengi í fyrradag en slökkviliðið hefur unnið hörðum höndum að því að hægja á hraunrennslinu. 


Tengdar fréttir

„Það er heilmikil kæling af þessu“

Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×